Fleiri veiðimenn tilkynna laxagöngur í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2011 11:09 Borgarstjórinn með maríulaxinn sinn 2010 Daníel Örn Jóhannesson var staddur við Sjávarfoss í Elliðaánum fyrir nokkrum mínútum og sá þar greinilega nokkra laxa. Hann hringdi í okkur hjá Veiðivísi og ætlaði að kíkja víðar í ánna til að sjá hvort fleiri laxar væru gengnir í ánna. Ásgeir Heiðar sá laxa í morgun í ánum og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í opnun geta farið að hlakka til. Ef kistan er lokuð þá stoppa laxarnir í Teljarastreng og Efri Móhyl, þar sjást þeir vel ef menn skyggna hyljina varlega. Það styttist í að fyrstu laxarnir verði dregnir á land og núna á sunnudaginn opna Norðurá og Blanda. Nú verður spennandi að sjá úr hvorri ánni fyrsti laxinn verður tekinn en miðað við það sem hefur sést af laxi í ánum hingað til er það nokkuð öruggt mál að laxveiðisumrinu verður startað með stæl. Það er borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, sem opnar árnar 21. júní. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði
Daníel Örn Jóhannesson var staddur við Sjávarfoss í Elliðaánum fyrir nokkrum mínútum og sá þar greinilega nokkra laxa. Hann hringdi í okkur hjá Veiðivísi og ætlaði að kíkja víðar í ánna til að sjá hvort fleiri laxar væru gengnir í ánna. Ásgeir Heiðar sá laxa í morgun í ánum og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í opnun geta farið að hlakka til. Ef kistan er lokuð þá stoppa laxarnir í Teljarastreng og Efri Móhyl, þar sjást þeir vel ef menn skyggna hyljina varlega. Það styttist í að fyrstu laxarnir verði dregnir á land og núna á sunnudaginn opna Norðurá og Blanda. Nú verður spennandi að sjá úr hvorri ánni fyrsti laxinn verður tekinn en miðað við það sem hefur sést af laxi í ánum hingað til er það nokkuð öruggt mál að laxveiðisumrinu verður startað með stæl. Það er borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, sem opnar árnar 21. júní.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði