Sport

Ekkert vesen á milli leikmanna Barca og Real í landsliðinu

Barcelona-maðurinn Andres Iniesta hefur engar áhyggjur af því að mórallinn í spænska landsliðinu verði slæmur eftir allar rimmur Barcelona and Real Madrid á síðustu vikum. Það fór nefnilega allt fór upp í háaloft á milli leikmenna spænsku stórliðanna þegar þau mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Mark Hughes hættur sem stjóri Fulham

Mark Hughes hefur sagt upp störfum hjá Fulham eftir aðeins ellefu mánuði í starfi á Craven Cottage. Hughes hefur verið sterklega orðaður við Aston Villa og þessar fréttir ýta undir þær sögusagnir að hann sé að taka við starfi Gérard Houllier á Villa Park.

Enski boltinn

Pau Gasol vill spila með spænska landsliðinu á EM

Pau Gasol, framherji Los Angeles Lakers, er fullur af orku og tilbúinn í slaginn á ný með spænska landsliðinu enda var úrslitakeppnin óvenjustutt hjá Lakers-mönnum í vor. Gasol hefur því ákveðið að bjóða fram krafta sína í spænska landsliðinu sem spilar á EM í Litháen í september.

Körfubolti

Sunderland hafnaði Liverpool

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Sunderland hafnað beiðni Liverpool um viðræður vegna Jordan Henderson sem átti frábæra leiktíð með Sunderland í vetur.

Enski boltinn

Drillo: Portúgal með besta landslið heims

Egil „Drillo“ Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, telur að sínir menn eigi möguleika í leiknum gegn Noregi um helgina en telur að Portúgal sé engu að síður með besta landslið heims um þessar mundir.

Fótbolti

Puyol frá í 2-3 mánuði

Óvíst er hvort að Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, verði klár í slaginn þegar nýtt tímabil hefst á Spáni en hann gekkst undir aðgerð á hné í gær.

Fótbolti

Neuer samdi loksins við Bayern

Bayern München og Schalke hafa loksins náð saman um félagaskiptin á markverðinum Manuel Neuer. Hann mun formlega ganga til liðs við Bayern þann 1. júlí næstkomandi.

Fótbolti

Jóhannes Karl: Eitt stig er engan veginn nógu gott

Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Breiðabliks, þurfti að sætta sig við 2-0 tap síns liðs á heimavelli á móti nýliðum ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Blikakonur hafa þar með aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum.

Íslenski boltinn

Birna Berg: Það þýðir ekkert að hætta núna

Birna Berg Haraldsdóttir og félagar hennar í ÍBV-liðinu hafa byrjað frábærlega í sumar en nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna eru með fullt hús eftir fyrstu þrjár umferðirnar. ÍBV vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld en hafði unnið tvo 5-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum.

Íslenski boltinn

Greta Mjöll: Þurfum bara að spila eins og við getum

Greta Mjöll Samúelsdóttir og félagar hennar í Breiðablik náðu ekki að nýta sér gott spil út á velli á móti nýliðum ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. ÍBV vann leikinn 2-0 og eru Blikakonur því aðeins með eitt stig af níu mögulegum en nýliðarnir eru einir á toppnum með fullt hús.

Íslenski boltinn