Sport Spænska undrabarnið Rubio spilar í NBA-deildinni á næsta tímabili Spænski bakvörðurinn Ricky Rubio er bara tvítugur en það eru samt liðin tvö ár síðan að Minnesota Timberwolves valdi hann í nýliðavali NBA-deildarinnar. Rubio hefur ekki viljað koma til Bandaríkjanna fyrr en nú en hann hefur samþykkt að spila með Timberwolves-liðinu á næsta tímabili. Körfubolti 2.6.2011 19:00 Palacios á leið til Ítalíu Wilson Palacios segir að viðræður séu komnar langt á veg á milli Tottenham og Napoli um kaup síðarnefnda félagsins á sér. Enski boltinn 2.6.2011 18:15 Haukar áfram sterkir á útivelli - unnu 2-0 sigur á KA fyrir norðan Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni á útivelli í 1. deild karla í fótbolta þegar þeir sóttu þrjú stig norður á Akureyri. Haukar unnu 2-0 sigur á KA í Boganum í dag og hafa þar með unnið alla þrjá útileiki sína í sumar. Íslenski boltinn 2.6.2011 17:54 Park vill vera áfram hjá United Enska dagblaðið The Telegraph segir að Ji-Sung Park muni hefja viðræður um nýjan samning við Manchester United áður en næsta keppnistímabil hefst. Enski boltinn 2.6.2011 17:30 Ekkert vesen á milli leikmanna Barca og Real í landsliðinu Barcelona-maðurinn Andres Iniesta hefur engar áhyggjur af því að mórallinn í spænska landsliðinu verði slæmur eftir allar rimmur Barcelona and Real Madrid á síðustu vikum. Það fór nefnilega allt fór upp í háaloft á milli leikmenna spænsku stórliðanna þegar þau mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 2.6.2011 17:00 Mark Hughes hættur sem stjóri Fulham Mark Hughes hefur sagt upp störfum hjá Fulham eftir aðeins ellefu mánuði í starfi á Craven Cottage. Hughes hefur verið sterklega orðaður við Aston Villa og þessar fréttir ýta undir þær sögusagnir að hann sé að taka við starfi Gérard Houllier á Villa Park. Enski boltinn 2.6.2011 16:55 Nistelrooy samdi við Malaga Ruud van Nistelrooy snýr aftur í spænsku úrvalsdeildina á næsta keppnistímabili en hann hefur gengið frá samningi við Malaga. Fótbolti 2.6.2011 16:30 Kristján Finnboga hélt hreinu á móti lærisveinum Gaua Þórðar Kristján Finnbogason, fertugur markvörður Gróttu, hélt hreinu á móti lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík í leik liðanna í 1. deild karla í dag. Grótta vann leikinn 1-0 og fagnaði þar með fyrsta sigri sínum í deildinni í sumar. Íslenski boltinn 2.6.2011 16:10 Pau Gasol vill spila með spænska landsliðinu á EM Pau Gasol, framherji Los Angeles Lakers, er fullur af orku og tilbúinn í slaginn á ný með spænska landsliðinu enda var úrslitakeppnin óvenjustutt hjá Lakers-mönnum í vor. Gasol hefur því ákveðið að bjóða fram krafta sína í spænska landsliðinu sem spilar á EM í Litháen í september. Körfubolti 2.6.2011 16:00 Sunderland hafnaði Liverpool Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Sunderland hafnað beiðni Liverpool um viðræður vegna Jordan Henderson sem átti frábæra leiktíð með Sunderland í vetur. Enski boltinn 2.6.2011 15:30 Viktor Unnar meiddist á æfingu Viktor Unnar Illugason var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent í samstuði á æfingu með Breiðabliki í gær. Íslenski boltinn 2.6.2011 14:45 Víetnam greiddi óvart atkvæði með tillögu Englands Fulltrúar Knattspyrnusambands Víetnam greiddu atkvæði með frestunartillögu Englendinga á ársþingi FIFA í gær en fyrir slysni. Fótbolti 2.6.2011 13:30 Drillo: Portúgal með besta landslið heims Egil „Drillo“ Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, telur að sínir menn eigi möguleika í leiknum gegn Noregi um helgina en telur að Portúgal sé engu að síður með besta landslið heims um þessar mundir. Fótbolti 2.6.2011 13:00 Björgólfur: Hefur verið hræðilegt tímabil Björgólfur Takefusa segir ekki vita hversu alvarleg hnémeiðsli sín eru en að það sé góðs viti að krossbönd og önnur liðbönd virðast vera heil. Íslenski boltinn 2.6.2011 13:00 Hughes sterklega orðaður við Aston Villa Enskir fjölmiðlar halda því fram að Mark Hughes sé reiðubúin að hætta störfum hjá Fulham til að taka við stjórastöðunni hjá Aston Villa. Enski boltinn 2.6.2011 12:15 Rúrik: Verð 100 prósent klár fyrir EM Rúrik Gíslason er ekki hræddur við að hann muni missa af Evrópumeistaramóti U-21 liða í Danmörku síðar í mánuðinum. Fótbolti 2.6.2011 11:30 Puyol frá í 2-3 mánuði Óvíst er hvort að Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, verði klár í slaginn þegar nýtt tímabil hefst á Spáni en hann gekkst undir aðgerð á hné í gær. Fótbolti 2.6.2011 10:45 Neuer samdi loksins við Bayern Bayern München og Schalke hafa loksins náð saman um félagaskiptin á markverðinum Manuel Neuer. Hann mun formlega ganga til liðs við Bayern þann 1. júlí næstkomandi. Fótbolti 2.6.2011 10:15 Ívar fer frá Reading en Brynjar fékk samningstilboð Ívar Ingimarsson hefur leikið sinn síðasta leik með enska B-deildarfélaginu Reading en hann mun ekki gera nýjan samning við félagið. Brynjar Björn Gunnarsson er hins vegar að skoða samningstilboð frá Reading. Enski boltinn 2.6.2011 09:30 Blatter er ekki fúll út í Englendinga Sepp Blatter, forseti FIFA, segist ekki ætla að hefna sín á enska knattspyrnusambandinu fyrir að reyna að fresta forsetakosningunum á ársþingi FIFA í gær. Fótbolti 2.6.2011 09:00 Sóknarmaður Monaco orðaður við Liverpool Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool sé nú að fylgjast vel með Benjamin Moukandjo, sóknarmanni Monaco sem féll úr frönsku úrvalsdeildinni á dögunum. Enski boltinn 1.6.2011 23:30 Reina: Ég vildi aldrei fara frá Liverpool Pepe Reina, markvörður Liverpool, segir að hann hafi aldrei íhugað að fara frá félaginu eins og margoft hefur verið gefið í skyn í enskum fjölmiðlum. Enski boltinn 1.6.2011 22:45 Jón Ólafur: Ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. Íslenski boltinn 1.6.2011 22:21 Allardyce býst við að missa sterkustu leikmennina Sam Allardyce, nýr knattspyrnustjóri West Ham, á von á því að félagið muni í sumar missa sína sterkustu leikmenn frá félaginu. Enski boltinn 1.6.2011 22:00 Jóhannes Karl: Eitt stig er engan veginn nógu gott Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Breiðabliks, þurfti að sætta sig við 2-0 tap síns liðs á heimavelli á móti nýliðum ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Blikakonur hafa þar með aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum. Íslenski boltinn 1.6.2011 21:53 Birna Berg: Það þýðir ekkert að hætta núna Birna Berg Haraldsdóttir og félagar hennar í ÍBV-liðinu hafa byrjað frábærlega í sumar en nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna eru með fullt hús eftir fyrstu þrjár umferðirnar. ÍBV vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld en hafði unnið tvo 5-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Íslenski boltinn 1.6.2011 21:01 Greta Mjöll: Þurfum bara að spila eins og við getum Greta Mjöll Samúelsdóttir og félagar hennar í Breiðablik náðu ekki að nýta sér gott spil út á velli á móti nýliðum ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. ÍBV vann leikinn 2-0 og eru Blikakonur því aðeins með eitt stig af níu mögulegum en nýliðarnir eru einir á toppnum með fullt hús. Íslenski boltinn 1.6.2011 20:55 Shaq leggur skóna á hilluna Hinn 39 ára gamli Shaquille O´Neal tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir glæstan feril. Körfubolti 1.6.2011 20:54 Þórhildur: Ekkert leiðinlegt að skoða töfluna núna Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu mjög sátt eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld en eftir leikinn eru nýliðarnir með fullt hús á toppnum eftir þrjár umferðir. Íslenski boltinn 1.6.2011 20:48 Houllier hættur með Villa Aston Villa staðfesti í kvöld að Frakkinn Gerard Houllier væri hættur sem stjóri liðsins. Houllier hættir af heilsufarsástæðum. Enski boltinn 1.6.2011 20:43 « ‹ ›
Spænska undrabarnið Rubio spilar í NBA-deildinni á næsta tímabili Spænski bakvörðurinn Ricky Rubio er bara tvítugur en það eru samt liðin tvö ár síðan að Minnesota Timberwolves valdi hann í nýliðavali NBA-deildarinnar. Rubio hefur ekki viljað koma til Bandaríkjanna fyrr en nú en hann hefur samþykkt að spila með Timberwolves-liðinu á næsta tímabili. Körfubolti 2.6.2011 19:00
Palacios á leið til Ítalíu Wilson Palacios segir að viðræður séu komnar langt á veg á milli Tottenham og Napoli um kaup síðarnefnda félagsins á sér. Enski boltinn 2.6.2011 18:15
Haukar áfram sterkir á útivelli - unnu 2-0 sigur á KA fyrir norðan Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni á útivelli í 1. deild karla í fótbolta þegar þeir sóttu þrjú stig norður á Akureyri. Haukar unnu 2-0 sigur á KA í Boganum í dag og hafa þar með unnið alla þrjá útileiki sína í sumar. Íslenski boltinn 2.6.2011 17:54
Park vill vera áfram hjá United Enska dagblaðið The Telegraph segir að Ji-Sung Park muni hefja viðræður um nýjan samning við Manchester United áður en næsta keppnistímabil hefst. Enski boltinn 2.6.2011 17:30
Ekkert vesen á milli leikmanna Barca og Real í landsliðinu Barcelona-maðurinn Andres Iniesta hefur engar áhyggjur af því að mórallinn í spænska landsliðinu verði slæmur eftir allar rimmur Barcelona and Real Madrid á síðustu vikum. Það fór nefnilega allt fór upp í háaloft á milli leikmenna spænsku stórliðanna þegar þau mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 2.6.2011 17:00
Mark Hughes hættur sem stjóri Fulham Mark Hughes hefur sagt upp störfum hjá Fulham eftir aðeins ellefu mánuði í starfi á Craven Cottage. Hughes hefur verið sterklega orðaður við Aston Villa og þessar fréttir ýta undir þær sögusagnir að hann sé að taka við starfi Gérard Houllier á Villa Park. Enski boltinn 2.6.2011 16:55
Nistelrooy samdi við Malaga Ruud van Nistelrooy snýr aftur í spænsku úrvalsdeildina á næsta keppnistímabili en hann hefur gengið frá samningi við Malaga. Fótbolti 2.6.2011 16:30
Kristján Finnboga hélt hreinu á móti lærisveinum Gaua Þórðar Kristján Finnbogason, fertugur markvörður Gróttu, hélt hreinu á móti lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík í leik liðanna í 1. deild karla í dag. Grótta vann leikinn 1-0 og fagnaði þar með fyrsta sigri sínum í deildinni í sumar. Íslenski boltinn 2.6.2011 16:10
Pau Gasol vill spila með spænska landsliðinu á EM Pau Gasol, framherji Los Angeles Lakers, er fullur af orku og tilbúinn í slaginn á ný með spænska landsliðinu enda var úrslitakeppnin óvenjustutt hjá Lakers-mönnum í vor. Gasol hefur því ákveðið að bjóða fram krafta sína í spænska landsliðinu sem spilar á EM í Litháen í september. Körfubolti 2.6.2011 16:00
Sunderland hafnaði Liverpool Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Sunderland hafnað beiðni Liverpool um viðræður vegna Jordan Henderson sem átti frábæra leiktíð með Sunderland í vetur. Enski boltinn 2.6.2011 15:30
Viktor Unnar meiddist á æfingu Viktor Unnar Illugason var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent í samstuði á æfingu með Breiðabliki í gær. Íslenski boltinn 2.6.2011 14:45
Víetnam greiddi óvart atkvæði með tillögu Englands Fulltrúar Knattspyrnusambands Víetnam greiddu atkvæði með frestunartillögu Englendinga á ársþingi FIFA í gær en fyrir slysni. Fótbolti 2.6.2011 13:30
Drillo: Portúgal með besta landslið heims Egil „Drillo“ Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, telur að sínir menn eigi möguleika í leiknum gegn Noregi um helgina en telur að Portúgal sé engu að síður með besta landslið heims um þessar mundir. Fótbolti 2.6.2011 13:00
Björgólfur: Hefur verið hræðilegt tímabil Björgólfur Takefusa segir ekki vita hversu alvarleg hnémeiðsli sín eru en að það sé góðs viti að krossbönd og önnur liðbönd virðast vera heil. Íslenski boltinn 2.6.2011 13:00
Hughes sterklega orðaður við Aston Villa Enskir fjölmiðlar halda því fram að Mark Hughes sé reiðubúin að hætta störfum hjá Fulham til að taka við stjórastöðunni hjá Aston Villa. Enski boltinn 2.6.2011 12:15
Rúrik: Verð 100 prósent klár fyrir EM Rúrik Gíslason er ekki hræddur við að hann muni missa af Evrópumeistaramóti U-21 liða í Danmörku síðar í mánuðinum. Fótbolti 2.6.2011 11:30
Puyol frá í 2-3 mánuði Óvíst er hvort að Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, verði klár í slaginn þegar nýtt tímabil hefst á Spáni en hann gekkst undir aðgerð á hné í gær. Fótbolti 2.6.2011 10:45
Neuer samdi loksins við Bayern Bayern München og Schalke hafa loksins náð saman um félagaskiptin á markverðinum Manuel Neuer. Hann mun formlega ganga til liðs við Bayern þann 1. júlí næstkomandi. Fótbolti 2.6.2011 10:15
Ívar fer frá Reading en Brynjar fékk samningstilboð Ívar Ingimarsson hefur leikið sinn síðasta leik með enska B-deildarfélaginu Reading en hann mun ekki gera nýjan samning við félagið. Brynjar Björn Gunnarsson er hins vegar að skoða samningstilboð frá Reading. Enski boltinn 2.6.2011 09:30
Blatter er ekki fúll út í Englendinga Sepp Blatter, forseti FIFA, segist ekki ætla að hefna sín á enska knattspyrnusambandinu fyrir að reyna að fresta forsetakosningunum á ársþingi FIFA í gær. Fótbolti 2.6.2011 09:00
Sóknarmaður Monaco orðaður við Liverpool Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool sé nú að fylgjast vel með Benjamin Moukandjo, sóknarmanni Monaco sem féll úr frönsku úrvalsdeildinni á dögunum. Enski boltinn 1.6.2011 23:30
Reina: Ég vildi aldrei fara frá Liverpool Pepe Reina, markvörður Liverpool, segir að hann hafi aldrei íhugað að fara frá félaginu eins og margoft hefur verið gefið í skyn í enskum fjölmiðlum. Enski boltinn 1.6.2011 22:45
Jón Ólafur: Ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. Íslenski boltinn 1.6.2011 22:21
Allardyce býst við að missa sterkustu leikmennina Sam Allardyce, nýr knattspyrnustjóri West Ham, á von á því að félagið muni í sumar missa sína sterkustu leikmenn frá félaginu. Enski boltinn 1.6.2011 22:00
Jóhannes Karl: Eitt stig er engan veginn nógu gott Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Breiðabliks, þurfti að sætta sig við 2-0 tap síns liðs á heimavelli á móti nýliðum ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Blikakonur hafa þar með aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum. Íslenski boltinn 1.6.2011 21:53
Birna Berg: Það þýðir ekkert að hætta núna Birna Berg Haraldsdóttir og félagar hennar í ÍBV-liðinu hafa byrjað frábærlega í sumar en nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna eru með fullt hús eftir fyrstu þrjár umferðirnar. ÍBV vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld en hafði unnið tvo 5-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Íslenski boltinn 1.6.2011 21:01
Greta Mjöll: Þurfum bara að spila eins og við getum Greta Mjöll Samúelsdóttir og félagar hennar í Breiðablik náðu ekki að nýta sér gott spil út á velli á móti nýliðum ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. ÍBV vann leikinn 2-0 og eru Blikakonur því aðeins með eitt stig af níu mögulegum en nýliðarnir eru einir á toppnum með fullt hús. Íslenski boltinn 1.6.2011 20:55
Shaq leggur skóna á hilluna Hinn 39 ára gamli Shaquille O´Neal tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir glæstan feril. Körfubolti 1.6.2011 20:54
Þórhildur: Ekkert leiðinlegt að skoða töfluna núna Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu mjög sátt eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld en eftir leikinn eru nýliðarnir með fullt hús á toppnum eftir þrjár umferðir. Íslenski boltinn 1.6.2011 20:48
Houllier hættur með Villa Aston Villa staðfesti í kvöld að Frakkinn Gerard Houllier væri hættur sem stjóri liðsins. Houllier hættir af heilsufarsástæðum. Enski boltinn 1.6.2011 20:43