Sport Corinthians með 35 milljóna punda boð í Tevez Brasilíska knattspyrnufélagið Corinthians hefur boðið 35 milljónir punda eða sem svarar 6.6 milljörðum íslenskra króna í Carlos Tevez leikmann Man City. Kia Joorabchian ráðgjafi Tevez segist þegar hafa rætt við brasilíska félagið. Enski boltinn 12.7.2011 13:00 Stjórnmálafræðinemi reiknaði Færeyinga upp um styrkleikaflokk Færeyingar gætu farið upp um styrkleikaflokk fyrir dráttinn í undankeppni heimsmeistaramótsins eftir að færeyskur nemandi í meistaranámi benti á mistök við útreikning á styrkleikalista FIFA. Fótbolti 12.7.2011 12:30 Maradona lenti í bílslysi Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona slapp með skrekkinn í bílslysi í Buenos Aires í gærkvöldi. Betri helmingur Maradona, Veronica Ojeda, var með honum í bílnum og slapp einnig ómeidd. Fótbolti 12.7.2011 12:00 Pepsimörkin: Gaupahornið í heimsókn hjá Jóa Útherja Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 brá sér í heimsókn í íþróttaverslunina Jóa Útherja og ræddi þar við feðgana sem þar ráða ríkjum. Atriðið er úr þættinum Pepsimörkin sem var á dagskrá í gær eftir 10. umferð Íslandsmóts karla á Stöð 2 sport. Íslenski boltinn 12.7.2011 11:30 Pepsimörkin: Allt það besta úr 10. umferðinni Öll mörkin úr 10. umferð Pepsideildar karla í fótbolta voru sýnd í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar fóru Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Magnús Gylfason yfir gang mála í öllum leikjum umferðarinnar. Mörkin og öll helstu tilþrifin má sjá í myndbandinu. Íslenski boltinn 12.7.2011 10:14 Rory McIlroy verður með Els og Fowler í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Golf 12.7.2011 10:00 103 sm stórlax af Hrauni Á föstudaginn sl. veiddist fyrsti lax sumarsins á Hrauni, 103 cm lúsugur hængur. Þetta var þykkur og fallegur lax eins og myndin sýnir en hann veiddist við Engey sem er neðst á svæðinu. Laxinn gæti því hugsanlega vegið 23 til 24 pund en honum var auðvitað sleppt. Hraun og hin svæðin neðan virkjunar voru mikil stórlaxasvæði hér í den en á því varð breyting upp úr 1980. Veiði 12.7.2011 09:59 Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir. Veiði 12.7.2011 09:55 Góð urriðaveiði fyrir norðan Það hefur verið líflegt á urriðasvæðunum eftir að sumarið gekk í garð nyrðra. Þurrfluguveiðimenn eru komnir á stjá í kjölfar hlýindanna síðustu daga. Veiði 12.7.2011 09:51 Stabæk vill fá um 100 milljónir kr. fyrir Veigar Pál Veigar Páll Gunnarsson er enn til umfjöllunar í norskum fjölmiðlum í dag en norska meistaraliðið Rosenborg hefur sýnt honum áhuga og bendir allt til þess að Veigar verði seldur frá Stabæk á allra næstu dögum. Samkvæmt heimildum Addressavisen er kaupverðið um 100 milljónir kr. Fótbolti 12.7.2011 09:30 Messi með snilldartakta í 3-0 sigri Argentínumanna Lionel Messi sýndi snilldartilþrif í gær þegar Argentína vann Kosta-Ríku, 3-0, i lokaumferð A-riðils á Copa America í gær. Argentína varð að vinna leikinn til þess að komast upp úr riðlinum en liðið var langt frá sínu besta í fyrstu tveimur leikjunum. Fótbolti 12.7.2011 08:44 Ástæðan fyrir því að Beckham prinsessan hlaut nafnið Harper Seven Stjörnuhjónin David og Victoria Beckham eignuðust dóttur á sunnudag en fyrir eiga þau synina Brooklyn, Romeo og Cruz. Dóttirin hefur hlotið nafnið Harper Seven og eru uppi ýmsar getgátur hvers vegna stúlkan hlaut nafnið. Fótbolti 12.7.2011 00:01 Ólafur Örn: Mikilvægt fyrir sálartetrið Ólafur Örn Bjarnason spilandi þjálfari Grindvíkinga var þokkalega sáttur að fá eitt stig gegn Fram í kvöld. Hann sagði mikilvægt að fá eitthvað út úr leiknum eftir útreiðina gegn FH. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:51 Þorvaldur: Úrslitin ekki að falla með okkur Þorvaldur Örlygsson var ekki sáttur við jafntefli Framara gegn Grindavík í kvöld. Leikurinn var afar þýðingamikill enda liðin í botnsætunum, Grindvíkingar þó með 5 stigum meir en Framarar. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:47 Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:46 Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:36 Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:30 Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:25 Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:13 Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:12 Leikur Fylkis og KR fór fram klukkan 20 að ósk Fylkis Margur sparkspekingurinn velti fyrir sér hvers vegna leikur Fylkis og KR í Pepsi-deild karla fór fram klukkan 20 í kvöld en ekki 19:15 eins og venjan er. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir tímasetninguna hafa verið að ósk Fylkismanna. Íslenski boltinn 11.7.2011 20:00 Gervinho til Arsenal Arsenal hefur gengið frá kaupum á framherjanum Gervinho frá Lille. Fílbeinstrendingurinn 24 ára hefur verið orðaður við enska félagið undanfarnar vikur en nú hefur Arsene Wenger staðfest að hann sé á leið til félagsins. Enski boltinn 11.7.2011 19:00 Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með báðum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 11.7.2011 18:45 Fram-Grindavík á Boltavarpi Vísis Leikur Fram og Grindavíkur verður í beinni lýsingu í Boltavarpi Vísis. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 11.7.2011 18:30 Landsliðshópur U17 kvenna sem mætir Spáni á EM Þorlákur Árnason hefur valið átján manna hóp sinn fyrir úrslitakeppni EM U17 ára landsliða kvenna sem fram fer í Sviss í lok júlí. Liðið varð í 5. sæti á Norðurlandamótinu sem lauk um helgina. Íslenski boltinn 11.7.2011 18:30 Ragnar Hauksson gengur til liðs við Þór Þórsarar hafa fengið liðstyrk fyrir átökin framundan í Pepsi-deild karla. Sóknarmaðurinn Ragnar Hauksson hefur gengið til liðs við félagið. Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs staðfesti þetta við Vísi fyrir stundu. Íslenski boltinn 11.7.2011 18:11 53 knattspyrnustrákar í Bangladesh létu lífið í rútuslysi Rúta með um áttatíu drengi innanborðs fór út af fjallvegi í Bangladesh á mánudaginn með þeim afleiðingum að 53 létust. Drengirnir voru á heimleið úr knattspyrnuleik þar sem liðið hafði unnið sigur á öðrum grunnskóla. Fótbolti 11.7.2011 18:00 Essien frá í hálft ár Chelsea varð fyrir miklu áfalli í dag þegar ljóst var að miðjumaðurinn Michael Essien yrði frá næstu sex mánuðina vegna meiðsla á hné. Enski boltinn 11.7.2011 17:58 Leikmaður Svíþjóðar og fyrrum fyrirsæta skipti á treyjum við áhorfanda Josefine Öqvist er umtalaðasti leikmaður sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu þessa dagana. Öqvist skipti á treyjum við áhorfanda að loknum sigurleiknum gegn Suður-Kóreu í riðlakeppninni. Tæpar tvær milljónir manna hafa horft á myndband af atvikinu á youtube. Fótbolti 11.7.2011 17:30 Fyrrverandi leikmaður Rangers til liðs við Fram Knattspyrnufélagið Fram hefur samið við skoska leikmanninn Steven Lennon. Lennon leikur með félaginu út leiktíðina en hann getur þó ekki leikið með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. Íslenski boltinn 11.7.2011 17:30 « ‹ ›
Corinthians með 35 milljóna punda boð í Tevez Brasilíska knattspyrnufélagið Corinthians hefur boðið 35 milljónir punda eða sem svarar 6.6 milljörðum íslenskra króna í Carlos Tevez leikmann Man City. Kia Joorabchian ráðgjafi Tevez segist þegar hafa rætt við brasilíska félagið. Enski boltinn 12.7.2011 13:00
Stjórnmálafræðinemi reiknaði Færeyinga upp um styrkleikaflokk Færeyingar gætu farið upp um styrkleikaflokk fyrir dráttinn í undankeppni heimsmeistaramótsins eftir að færeyskur nemandi í meistaranámi benti á mistök við útreikning á styrkleikalista FIFA. Fótbolti 12.7.2011 12:30
Maradona lenti í bílslysi Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona slapp með skrekkinn í bílslysi í Buenos Aires í gærkvöldi. Betri helmingur Maradona, Veronica Ojeda, var með honum í bílnum og slapp einnig ómeidd. Fótbolti 12.7.2011 12:00
Pepsimörkin: Gaupahornið í heimsókn hjá Jóa Útherja Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 brá sér í heimsókn í íþróttaverslunina Jóa Útherja og ræddi þar við feðgana sem þar ráða ríkjum. Atriðið er úr þættinum Pepsimörkin sem var á dagskrá í gær eftir 10. umferð Íslandsmóts karla á Stöð 2 sport. Íslenski boltinn 12.7.2011 11:30
Pepsimörkin: Allt það besta úr 10. umferðinni Öll mörkin úr 10. umferð Pepsideildar karla í fótbolta voru sýnd í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar fóru Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Magnús Gylfason yfir gang mála í öllum leikjum umferðarinnar. Mörkin og öll helstu tilþrifin má sjá í myndbandinu. Íslenski boltinn 12.7.2011 10:14
Rory McIlroy verður með Els og Fowler í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Golf 12.7.2011 10:00
103 sm stórlax af Hrauni Á föstudaginn sl. veiddist fyrsti lax sumarsins á Hrauni, 103 cm lúsugur hængur. Þetta var þykkur og fallegur lax eins og myndin sýnir en hann veiddist við Engey sem er neðst á svæðinu. Laxinn gæti því hugsanlega vegið 23 til 24 pund en honum var auðvitað sleppt. Hraun og hin svæðin neðan virkjunar voru mikil stórlaxasvæði hér í den en á því varð breyting upp úr 1980. Veiði 12.7.2011 09:59
Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir. Veiði 12.7.2011 09:55
Góð urriðaveiði fyrir norðan Það hefur verið líflegt á urriðasvæðunum eftir að sumarið gekk í garð nyrðra. Þurrfluguveiðimenn eru komnir á stjá í kjölfar hlýindanna síðustu daga. Veiði 12.7.2011 09:51
Stabæk vill fá um 100 milljónir kr. fyrir Veigar Pál Veigar Páll Gunnarsson er enn til umfjöllunar í norskum fjölmiðlum í dag en norska meistaraliðið Rosenborg hefur sýnt honum áhuga og bendir allt til þess að Veigar verði seldur frá Stabæk á allra næstu dögum. Samkvæmt heimildum Addressavisen er kaupverðið um 100 milljónir kr. Fótbolti 12.7.2011 09:30
Messi með snilldartakta í 3-0 sigri Argentínumanna Lionel Messi sýndi snilldartilþrif í gær þegar Argentína vann Kosta-Ríku, 3-0, i lokaumferð A-riðils á Copa America í gær. Argentína varð að vinna leikinn til þess að komast upp úr riðlinum en liðið var langt frá sínu besta í fyrstu tveimur leikjunum. Fótbolti 12.7.2011 08:44
Ástæðan fyrir því að Beckham prinsessan hlaut nafnið Harper Seven Stjörnuhjónin David og Victoria Beckham eignuðust dóttur á sunnudag en fyrir eiga þau synina Brooklyn, Romeo og Cruz. Dóttirin hefur hlotið nafnið Harper Seven og eru uppi ýmsar getgátur hvers vegna stúlkan hlaut nafnið. Fótbolti 12.7.2011 00:01
Ólafur Örn: Mikilvægt fyrir sálartetrið Ólafur Örn Bjarnason spilandi þjálfari Grindvíkinga var þokkalega sáttur að fá eitt stig gegn Fram í kvöld. Hann sagði mikilvægt að fá eitthvað út úr leiknum eftir útreiðina gegn FH. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:51
Þorvaldur: Úrslitin ekki að falla með okkur Þorvaldur Örlygsson var ekki sáttur við jafntefli Framara gegn Grindavík í kvöld. Leikurinn var afar þýðingamikill enda liðin í botnsætunum, Grindvíkingar þó með 5 stigum meir en Framarar. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:47
Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:46
Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:36
Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:30
Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:25
Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:13
Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. Íslenski boltinn 11.7.2011 22:12
Leikur Fylkis og KR fór fram klukkan 20 að ósk Fylkis Margur sparkspekingurinn velti fyrir sér hvers vegna leikur Fylkis og KR í Pepsi-deild karla fór fram klukkan 20 í kvöld en ekki 19:15 eins og venjan er. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir tímasetninguna hafa verið að ósk Fylkismanna. Íslenski boltinn 11.7.2011 20:00
Gervinho til Arsenal Arsenal hefur gengið frá kaupum á framherjanum Gervinho frá Lille. Fílbeinstrendingurinn 24 ára hefur verið orðaður við enska félagið undanfarnar vikur en nú hefur Arsene Wenger staðfest að hann sé á leið til félagsins. Enski boltinn 11.7.2011 19:00
Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með báðum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 11.7.2011 18:45
Fram-Grindavík á Boltavarpi Vísis Leikur Fram og Grindavíkur verður í beinni lýsingu í Boltavarpi Vísis. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 11.7.2011 18:30
Landsliðshópur U17 kvenna sem mætir Spáni á EM Þorlákur Árnason hefur valið átján manna hóp sinn fyrir úrslitakeppni EM U17 ára landsliða kvenna sem fram fer í Sviss í lok júlí. Liðið varð í 5. sæti á Norðurlandamótinu sem lauk um helgina. Íslenski boltinn 11.7.2011 18:30
Ragnar Hauksson gengur til liðs við Þór Þórsarar hafa fengið liðstyrk fyrir átökin framundan í Pepsi-deild karla. Sóknarmaðurinn Ragnar Hauksson hefur gengið til liðs við félagið. Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs staðfesti þetta við Vísi fyrir stundu. Íslenski boltinn 11.7.2011 18:11
53 knattspyrnustrákar í Bangladesh létu lífið í rútuslysi Rúta með um áttatíu drengi innanborðs fór út af fjallvegi í Bangladesh á mánudaginn með þeim afleiðingum að 53 létust. Drengirnir voru á heimleið úr knattspyrnuleik þar sem liðið hafði unnið sigur á öðrum grunnskóla. Fótbolti 11.7.2011 18:00
Essien frá í hálft ár Chelsea varð fyrir miklu áfalli í dag þegar ljóst var að miðjumaðurinn Michael Essien yrði frá næstu sex mánuðina vegna meiðsla á hné. Enski boltinn 11.7.2011 17:58
Leikmaður Svíþjóðar og fyrrum fyrirsæta skipti á treyjum við áhorfanda Josefine Öqvist er umtalaðasti leikmaður sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu þessa dagana. Öqvist skipti á treyjum við áhorfanda að loknum sigurleiknum gegn Suður-Kóreu í riðlakeppninni. Tæpar tvær milljónir manna hafa horft á myndband af atvikinu á youtube. Fótbolti 11.7.2011 17:30
Fyrrverandi leikmaður Rangers til liðs við Fram Knattspyrnufélagið Fram hefur samið við skoska leikmanninn Steven Lennon. Lennon leikur með félaginu út leiktíðina en hann getur þó ekki leikið með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. Íslenski boltinn 11.7.2011 17:30