Sport

Corinthians með 35 milljóna punda boð í Tevez

Brasilíska knattspyrnufélagið Corinthians hefur boðið 35 milljónir punda eða sem svarar 6.6 milljörðum íslenskra króna í Carlos Tevez leikmann Man City. Kia Joorabchian ráðgjafi Tevez segist þegar hafa rætt við brasilíska félagið.

Enski boltinn

Maradona lenti í bílslysi

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona slapp með skrekkinn í bílslysi í Buenos Aires í gærkvöldi. Betri helmingur Maradona, Veronica Ojeda, var með honum í bílnum og slapp einnig ómeidd.

Fótbolti

Pepsimörkin: Gaupahornið í heimsókn hjá Jóa Útherja

Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 brá sér í heimsókn í íþróttaverslunina Jóa Útherja og ræddi þar við feðgana sem þar ráða ríkjum. Atriðið er úr þættinum Pepsimörkin sem var á dagskrá í gær eftir 10. umferð Íslandsmóts karla á Stöð 2 sport.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Allt það besta úr 10. umferðinni

Öll mörkin úr 10. umferð Pepsideildar karla í fótbolta voru sýnd í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar fóru Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Magnús Gylfason yfir gang mála í öllum leikjum umferðarinnar. Mörkin og öll helstu tilþrifin má sjá í myndbandinu.

Íslenski boltinn

Rory McIlroy verður með Els og Fowler í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana

Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda.

Golf

103 sm stórlax af Hrauni

Á föstudaginn sl. veiddist fyrsti lax sumarsins á Hrauni, 103 cm lúsugur hængur. Þetta var þykkur og fallegur lax eins og myndin sýnir en hann veiddist við Engey sem er neðst á svæðinu. Laxinn gæti því hugsanlega vegið 23 til 24 pund en honum var auðvitað sleppt. Hraun og hin svæðin neðan virkjunar voru mikil stórlaxasvæði hér í den en á því varð breyting upp úr 1980.

Veiði

Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá

Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir.

Veiði

Góð urriðaveiði fyrir norðan

Það hefur verið líflegt á urriðasvæðunum eftir að sumarið gekk í garð nyrðra. Þurrfluguveiðimenn eru komnir á stjá í kjölfar hlýindanna síðustu daga.

Veiði

Stabæk vill fá um 100 milljónir kr. fyrir Veigar Pál

Veigar Páll Gunnarsson er enn til umfjöllunar í norskum fjölmiðlum í dag en norska meistaraliðið Rosenborg hefur sýnt honum áhuga og bendir allt til þess að Veigar verði seldur frá Stabæk á allra næstu dögum. Samkvæmt heimildum Addressavisen er kaupverðið um 100 milljónir kr.

Fótbolti

Messi með snilldartakta í 3-0 sigri Argentínumanna

Lionel Messi sýndi snilldartilþrif í gær þegar Argentína vann Kosta-Ríku, 3-0, i lokaumferð A-riðils á Copa America í gær. Argentína varð að vinna leikinn til þess að komast upp úr riðlinum en liðið var langt frá sínu besta í fyrstu tveimur leikjunum.

Fótbolti

Haraldur: Það vantaði herslumuninn

„Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn

Gervinho til Arsenal

Arsenal hefur gengið frá kaupum á framherjanum Gervinho frá Lille. Fílbeinstrendingurinn 24 ára hefur verið orðaður við enska félagið undanfarnar vikur en nú hefur Arsene Wenger staðfest að hann sé á leið til félagsins.

Enski boltinn

Ragnar Hauksson gengur til liðs við Þór

Þórsarar hafa fengið liðstyrk fyrir átökin framundan í Pepsi-deild karla. Sóknarmaðurinn Ragnar Hauksson hefur gengið til liðs við félagið. Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs staðfesti þetta við Vísi fyrir stundu.

Íslenski boltinn

Essien frá í hálft ár

Chelsea varð fyrir miklu áfalli í dag þegar ljóst var að miðjumaðurinn Michael Essien yrði frá næstu sex mánuðina vegna meiðsla á hné.

Enski boltinn