Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2011 09:55 Mynd af www.lax-a.is Af vef þeirra Lax-Á manna var að finna þessa skemmtilegu frétt: "Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir. Félagarnir sáu talsvert af laxi í ánni, meðal annars 15-20 væna laxa í Árdalsfossi. Var sett í þrjá þeirra en enginn náðist á land. Á föstudeginum setti svo Árni í 94cm hrygnu í Árdalsfljóti, sem að sjálfsögðu var sleppt eftir hressilega viðreign. Í lok veiðitúrs voru sex laxar skráðir í veiðibók." Mynd af www.lax-a.is Eins og sést á þessari mynd eru þetta vænir laxar sem liggja þarna á leið sinni upp ánna. Veiðin í ánum fyrir vestan hefur verið á hægri uppleið síðustu ár og það er kannski spurning hvort þetta verði árið þar sem þær blómstra? Stangveiði Mest lesið Líflegur markaður með villibráð Veiði Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Veiðin að glæðast í Soginu Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Bleikjur upp við land á Þingvöllum Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði
Af vef þeirra Lax-Á manna var að finna þessa skemmtilegu frétt: "Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir. Félagarnir sáu talsvert af laxi í ánni, meðal annars 15-20 væna laxa í Árdalsfossi. Var sett í þrjá þeirra en enginn náðist á land. Á föstudeginum setti svo Árni í 94cm hrygnu í Árdalsfljóti, sem að sjálfsögðu var sleppt eftir hressilega viðreign. Í lok veiðitúrs voru sex laxar skráðir í veiðibók." Mynd af www.lax-a.is Eins og sést á þessari mynd eru þetta vænir laxar sem liggja þarna á leið sinni upp ánna. Veiðin í ánum fyrir vestan hefur verið á hægri uppleið síðustu ár og það er kannski spurning hvort þetta verði árið þar sem þær blómstra?
Stangveiði Mest lesið Líflegur markaður með villibráð Veiði Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Veiðin að glæðast í Soginu Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Bleikjur upp við land á Þingvöllum Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði