Sport

Heimir: Erum með betra fótboltalið

ÍBV vann í kvöld 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildarinnar, 1-0, en þó stóð það oft tæpt hjá Eyjamönnum í leiknum. Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, segir að liðið verði að nota sína styrkleika betur í seinni leiknum.

Fótbolti

Finnur: Sterkt að halda hreinu

Finnur Ólafsson, leikmaður ÍBV, segir að það hafi verið fyrir öllu ná sigri gegn St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag og að það hafi ekki skemmt fyrir að ÍBV hélt einnig hreinu.

Fótbolti

John Terry verður áfram fyrirliði Chelsea

André Villas-Boas hefur tilkynnt að John Terry muni áfram bera fyrirliðaband Chelsea. Villas-Boas varar þó við því að verði frammistaða hans ekki nógu góð geti hann misst sæti sitt í liðinu. Hann sé ekki eini leiðtoginn, heldur séu fjölmargir leiðtogar í leikmannahópnum.

Enski boltinn

Fínn sigur hjá KR í Færeyjum

KR er í fínum málum í Evrópudeildinni eftir 1-3 sigur á ÍF Fuglafjörður í Færeyjum í kvöld. Það þarf því mikið til að KR komist ekki áfram í næstu umferð.

Fótbolti

Torsten Frings til Toronto

Þýski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Torsten Frings er genginn í raðir Toronto í MLS-deildinni vestanhafs. Auk þess hefur hollenski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Danny Koevermans samið við félagið.

Fótbolti

94 sm hængur úr Laxá í Kjós

Nú er enn eitt tröllið komið á land og nú úr Laxá í Kjós. Áætluð þyngd laxins var um 16 pund að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, staðarhaldara í Kjósinni, en viðureignin tók alls um 45 mínútur.

Veiði

Stærsti lax sumarsins 25 pund úr Vatnsdalsá

Þá er fyrsta tröllið komið á land í sumar. Laxinn mældist 104 sm og 12.5 kíló. Það var Björn K. Rúnarsson leiðsögumaður sem tók laxinn í Hnausa á fluguna Blue Belly númer 16. Hnausastrengur er frægur fyrir sína stórlaxa og það er klárt mál að þetta verður ekki eini laxinn í þessum stærðarflokki sem kemur upp úr þeim veiðistað í sumar en spurning hvort hann verður sá stærsti.

Veiði

Veiðisögur úr Blöndu og Víðidalsá

Þórður Sigurðsson leiðsögumaður sendi okkur eftirfarandi rapport af veiðum norðan heiða, en þar er hann að leiðsegja þjóðverja sem er í annarri heimsókn sinni til landsins. Við gefum Þórði orðið:

Veiði

9 laxar á land í Hítará

Hollið sem er við veiðar á aðalsvæði Hítarár þessa stundina er komið með 9 laxa á stangirnar fjórar. Allir eru þeir teknir í heimahyljunum.

Veiði

Umfjöllun: Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund

Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund suður með sjó í kvöld. Frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu voru Keflvíkingar í eltingaleik við spræka Valsara sem unnu að lokum 2-0 sigur. Lokatölurnar gefa þó ekki rétta mynd af yfirburðum Valsmanna sem voru algjörir.

Íslenski boltinn

Clichy líklega á leiðinni til Man City

Gaël Clichy er að öllum líkindum á förum frá Arsenal. Vinstri bakvörðurinn frá Frakklandi er samkvæmt enskum fjölmiðlum á góðri leið með að semja við Manchester City og kaupverðið um 7 milljónir punda eða 1,3 milljarðar kr. Clichy á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann er 25 ára gamall. Franska liðið Paris Saint-Germain og Liverpool á Englandi höfðu einnig sýnt honum áhuga.

Enski boltinn

Bendtner sleppti EM og skemmti sér í Vegas á meðan

Nicklas Bendtner, framherji enska liðsins Arsenal, fær mikla gagnrýni í dönskum fjölmiðlum þessa dagana. Dagblaðið BT greindi frá því að Bendtner hafi valið það að skemmta sér í Las Vegas í Bandaríkjunum með vinum sínum í stað þess að leika með danska U21 árs landsliðinu í úrslitum Evrópumótsins.

Enski boltinn

Birgir lék á 73 höggum á fyrsta keppnisdegi í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi karla, lék á einu höggi yfir pari á fyrsta keppnisdegi á áskorendamótaröðinni sem fram fer í Svíþjóð. Birgir lék á 73 höggum en hann hóf leik á 10. braut og fékk fugl á 12. sem var þriðja hola dagsins.

Golf

Gríðarlegur taprekstur hjá 22 NBA liðum

Forráðamenn NBA deildarinnar standa í ströngu þessa dagana í viðræðum sínum við leikmannasamtök deildarinnar. Núgildandi samningur NBA við leikmannasamtökin er að renna út og hafa viðræður gengið hægt um nýjan samning. NBA liðin töpuðu samtals um 300 milljónum bandaríkjadala á síðasta rekstrarári, eða rétt um 35 milljörðum kr. og er ljóst að eigendurnir vilja draga úr launakostnaði og hagræða í rekstrinum.

Körfubolti

Robinho er markahæsti leikmaðurinn í liði Brasilíu

Hinn 27 ára gamli Brasilíumaður Robinho er á meðal þeirra reynslumestu í landsliði Brasilíu sem hefur leik á Copa America á sunnudaginn gegn Venesúela. Robinho hefur komið víða við á ferlinum en hann er samningsbundinn Inter á Ítalíu en hann var um tíma hjá Manchester City á Englandi og Real Madrid á Spáni.

Fótbolti

Jósef vill losna undan samningi við búlgarska liðið

Jósef Kristinn Jósefsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur æft með sínu gamla liði að undanförnu en hann vill losna undan samningi sínum við búlgarska liðið PSFC Chernomorets Burgas. Bakvörðurinn segir í samtali við fotbolti.net að félagið hafi ekki staðið við samninginn sem gerður var í febrúar s.l. og vonast Jósef eftir því að samningnum verði rift.

Íslenski boltinn

Pedroza samdi við Tottenham

Antonio Pedroza frá Mexíkó hefur staðfest við fjölmiðla í heimalandinu að hann hafi samið við enska úrvalsdeildarliði Tottenham. Pedroza er tvítugur framherji og lék hann áður með Jaguares í Mexíkó.

Enski boltinn

Fær draumahöggið á par 4 holu ekki viðurkennt

Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag.

Golf

Utan vallar: Flotið sofandi að feigðarósi

Miðvikudagurinn 29. júní 2011 er svartur dagur í íslenskri knattspyrnusögu. Þá hrundi íslenska karlalandsliðið niður í 122. sætið á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Versti árangur Íslands á listanum fram að þessum degi var 117. sæti. Ekki er hægt að segja að listinn sé marklaus. Hann tekur mið af árangri landsliðanna og árangur Íslands síðustu ár er nákvæmlega enginn.

Íslenski boltinn

Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum

"Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum.

Íslenski boltinn

Kristinn Steindórsson: Rölti bara um völlinn og þefa af honum

Kristinn Steindórsson, besti leikmaður 8.umferðar Pepsi-deilar karla að mati Fréttablaðsins, hefur farið á kostum með Breiðabliki í deildinni í sumar og skorað átta mörk eða mark að meðaltali í leik. Öll mörkin hafa komið á heimavelli en Kristinn kann vel við sig á vellinum enda starfar hann þar. Hann segist vera í nánum tengslum við völlinn.

Íslenski boltinn

Aron Pálmarsson spilar aftur með FH

Stórskyttan Aron Pálmarsson mun klæðast FH-treyjunni á nýjan leik á föstudagskvöld þegar Íslandsmeistararnir mæta U-19 ára landsliði Íslands í æfingaleik. Leikurinn verður einnig kveðjuleikur Ólafs Guðmundssonar með FH en hann heldur á næstunni til Danmerkur þar sem hann mun spila með AG Kaupmannahöfn.

Handbolti

Barcelona býður 35 milljónir punda í Fabregas

Evrópumeistarar Barcelona eru ekki búnir að gefast upp á Cesc Fabregas miðjumanni Arsenal. Börsungar hafa hækkað boð sitt í spænska landsliðsmanninn og vona að 35 milljónir punda dugi til þess að ná leikmanninum aftur heim til Barcelona.

Enski boltinn