1.715 laxar komnir úr Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2011 19:05 Mynd af www.svfr.is Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðari hluta júlímánaðar og hafa hollin verið að fá 100-150 laxa á þremur dögum. Enn er lax að ganga. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni G. Baldvinssyni þá hefur verið mikil ganga upp dalinn í rigningunni undanfarið. Í fyrrinótt fóru til að mynda 200 laxar upp um nóttina, og 450 laxar þrjár næturnar á undan. Fór áin í 17 rúmmetra í vatnsviðrinu um hlelgina sem ætti að tryggja henni fínt vatn inn í ágústmánuð. Ef öll svæði eru talin með er áin í 1.715 löxum á hádegi í dag. Enn eru góðar göngur af nýjum laxi í Norðurá sem er nokkuð óvenjulegt um Verslunarmannahelgi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði
Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðari hluta júlímánaðar og hafa hollin verið að fá 100-150 laxa á þremur dögum. Enn er lax að ganga. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni G. Baldvinssyni þá hefur verið mikil ganga upp dalinn í rigningunni undanfarið. Í fyrrinótt fóru til að mynda 200 laxar upp um nóttina, og 450 laxar þrjár næturnar á undan. Fór áin í 17 rúmmetra í vatnsviðrinu um hlelgina sem ætti að tryggja henni fínt vatn inn í ágústmánuð. Ef öll svæði eru talin með er áin í 1.715 löxum á hádegi í dag. Enn eru góðar göngur af nýjum laxi í Norðurá sem er nokkuð óvenjulegt um Verslunarmannahelgi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði