Horner: Ekki stórslys að lenda í öðru sæti 2. ágúst 2011 08:09 Sebastian Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna í Formúlu 1. AP mynd Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. Enn eru átta mót eftir, en Formúlu 1 lið keppa næst á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Hléið er kærkomið fyrir starfsmenn keppnisliða, sem hafa ferðast víða um heim frá því í mars og taka nú sumarfrí. Red Bull er í forystu í keppni bílasmiða, á undan McLaren og Ferrari, en Red Bull hefur ekki tekist að vinna þrjú mót í röð og keppinautar liðsins hafa bætt sig frá upphafi tímabilsinns. „Það er lítill munur á milli liðanna þriggja í augnablikinu og Sebastian fer í sumarfrí eftir að hafa unnið sex mót, verið fjórum sinnum í öðru sæti og einu sinni í fjórða. Það eru hagstæð úrslit", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull í frétt á autosport.com. „Við einbeitum okkur að því að vinna hvert og eitt einasta kappakstursmót. Í síðustu keppni var kapphlaupið við McLaren. Við erum í miðjum klíðum að framþróa bílinn og höfum lært okkar lexíu í síðustu tveimur mótum, sem kemur okkur að góðum notum í mótunum sem eru framundan." „Sebastian ók mjög vel (í Ungverjalandi). Hann vill sigra og er einbeittur og mun vera það áfram. Hann veit að þegar hann getur ekki unnið mót, á er ekki stórslys að lenda í öðru sæti", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. Enn eru átta mót eftir, en Formúlu 1 lið keppa næst á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Hléið er kærkomið fyrir starfsmenn keppnisliða, sem hafa ferðast víða um heim frá því í mars og taka nú sumarfrí. Red Bull er í forystu í keppni bílasmiða, á undan McLaren og Ferrari, en Red Bull hefur ekki tekist að vinna þrjú mót í röð og keppinautar liðsins hafa bætt sig frá upphafi tímabilsinns. „Það er lítill munur á milli liðanna þriggja í augnablikinu og Sebastian fer í sumarfrí eftir að hafa unnið sex mót, verið fjórum sinnum í öðru sæti og einu sinni í fjórða. Það eru hagstæð úrslit", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull í frétt á autosport.com. „Við einbeitum okkur að því að vinna hvert og eitt einasta kappakstursmót. Í síðustu keppni var kapphlaupið við McLaren. Við erum í miðjum klíðum að framþróa bílinn og höfum lært okkar lexíu í síðustu tveimur mótum, sem kemur okkur að góðum notum í mótunum sem eru framundan." „Sebastian ók mjög vel (í Ungverjalandi). Hann vill sigra og er einbeittur og mun vera það áfram. Hann veit að þegar hann getur ekki unnið mót, á er ekki stórslys að lenda í öðru sæti", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira