Sport

Batista setur Tévez á bekkinn hjá Argentínu fyrir leik kvöldsins

Mikil spenna er fyrir leik Argentínu gegn Kosta-Ríku í kvöld á Copa America, Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta. Argentínumenn verða að vinna til þess að komast áfram úr riðlakeppninni og hefur þjálfari liðsins, Sergio Batista, ákveðið að gera fjórar breytingar á liðinu og setur hann m.a. Carlos Tévez og Ezequiel Lavezzi út úr byrjunarliðinu. Gonzalo Higuaín og Sergio Agüero koma inn í byrjunarliðið í þeirra stað.

Fótbolti

Enn ein stjarnan til Katar

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ze Roberto hefur ákveðið að ljúka ferli sínum með Al Gharafa í Katar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið en hann var samningslaus.

Fótbolti

Fyrsta par 6 hola landsins í bígerð

Svo gæti farið að fyrsta par 6 hola á landinu verði á Víkurvelli sem staðsettur er í Vík í Mýrdal. Í dag er völlurinn níu holur, en gert er ráð fyrir 18 holu golfvelli í nýju aðalskipulagi Mýrdalshrepps samkvæmt heimasíðunni, www.vik.is/golf.

Golf

Tryggvi nálgast met Inga Björns, 120 mörk

Eyjamaðurinn, Tryggvi Guðmundsson, nálgast markametið í efstu deild karla óðum, en Tryggvi hefur nú skorað 120 mörk í efstu deild. Ingi Björn Albertsson skoraði 126 mörk í efstu deild og því vantar Tryggva aðeins sjö mörk til að bæta metið.

Íslenski boltinn

Beckham mætir Manchester United

David Beckham og stjörnulið MSL-deildarinnar mæta fyrrum félögum Beckham í Manchester United í æfingaleik þann 27. júlí næstkomandi. Auk Beckham verða Landon Donovan, Thierry Henry og Kasey Keller í byrjunarliðinu.

Enski boltinn

Donald tryggði sér 100 milljónir kr. með öruggum sigri í Skotlandi

Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök.

Golf

Given er tilbúinn að taka á sig launalækkun

Shay Given, varamarkvörður Man. City, hefur gefið það út að hann sé tilbúinn að taka á sig 25.000 punda launalækkun á viku svo hann komist til Aston Villa, en Villa leitar nú óðum að markverði þar sem Brad Friedel fór frá liðinu á dögunum.

Enski boltinn

Alonso vann á sextíu ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari

Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst.

Formúla 1

Scholes: Enskir landsliðsmenn hugsa aðeins um sjálfan sig

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, segir í ítarlegu viðtali við enska fjölmiðla að ástæðan fyrir því að hann hafi lagt landsliðskónna á hilluna árið 2004 hafi verið að leikmenn liðsins hafi ávallt haft sína eigin hagsmuni að leiðarljósi, því hafi aldrei skapast góð liðsheild.

Enski boltinn

Myndaveisla af Kópavogsvelli

Breiðablik lagði Þór 4-1 í blíðskaparveðri í Kópavogi í gær. Sigurinn var gott veganesti fyrir Blika sem mæta Rosenborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á miðvikudag. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á vellinum.

Íslenski boltinn

Beckham skoraði beint úr hornspyrnu

Knattspyrnumaðurinn, David Beckham, hefur í gegnum tíðina skorað mörg falleg mörk og kom eitt af þeim fyrir LA Galaxy í gær, en leikmaðurinn setti boltann í netið úr hornspyrnu.

Fótbolti

Fernando Alonso sigraði Silverstone-kappaksturinn

Fernando Alonso, ökuþór hjá Ferrari, vann í dag frábæran sigur í breska kappakstrinum í Silverstone eftir spennandi keppni. Sebastian Vettel varð í öðru sæti og Mark Webber í því þriðja en þeir tveir aka báðir fyrir Red Bull liðið.

Formúla 1