Sport

Eiður Smári: Ný og skemmtileg áskorun

Eiður Smári Guðjohnsen er formlega orðinn leikmaður gríska liðsins AEK Aþenu. Eiður fór í læknisskoðun í morgun og skrifaði síðan undir samning. Í kjölfarið var hann kynntur fyrir fjölmiðlum. Eiður skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og mun leika í treyju númer 22.

Fótbolti

Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast

Aðstæður í Veiðivötnum hafa lagast mikið síðustu vikuna, vötnin að hitna og flugan að minnka. Veiðin hefur tekið kipp upp á við samhliða því. Í 4. viku komu 2743 fiskar á land, sem er mjög gott miðað við sama tíma undanfarin ár.

Veiði

Blaðamannafundur Eiðs Smára í Aþenu í beinni

Eiður Smári Guðjohnsen verður kynntur til leiks sem nýr leikmaður AEK Aþenu innan skamms. Mikill áhugi er hjá grískum fjölmiðlum fyrir komu Eiðs Smára og er meðal annars hægt að fylgjast með blaðamannafundinum beint á netinu.

Fótbolti

Kröfurnar miklar eftir góðærið

Það eru stórlaxar að skjóta upp kollinum út um allt, nú síðast höfðum við spurnir af einum 101 cm í Hofsá, þar sem veiði hefur gengið alveg bærilega.

Veiði

Kári orðinn leikmaður Aberdeen

Kári Árnason er genginn í raðir skoska liðsins Aberdeen en hann kemur til félagsins frá enska liðinu Plymouth. Hann var rekinn frá Plymouth fyrir að vilja fá útborgað.

Fótbolti

Corinthians hafnar orðum Mancini

Skrípaleikurinn í kringum Carlos Tevez heldur áfram. Í gær greindi Roberto Mancini, stjóri Man. City, frá því að City væri búið að ná samkomulagi við Corinthians um kaupverð á leikmanninum. Í dag hafna forráðamenn Corinthians þessum fréttum.

Enski boltinn

Eiður Smári fékk stórstjörnumóttökur á flugvellinum í Aþenu

Eiður Smári Guðjohnsen fékk sannkallaðar stórstjörnumóttökur á flugvellinum í Aþenu í gær þegar hann kom til Grikklands. Hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning við AEK í dag. Um tvö þúsund manns tóku á móti honum á flugvellinum þar sem fólkið söng sigursöngva, hyllti nýju hetjuna sína og kallaði: „Guðjohnsen, Guðjohnsen.“

Fótbolti

Darren Clarke djammaði í alla nótt

Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun.

Golf

Birgir Leifur mætir ekki í titilvörnina á Íslandsmótinu

Birgir Leifur Hafþórsson mun ekki mæta í titilvörnina á Íslandsmótinu í höggleik sem hefsta á fimmtudaginn á Hólmsvelli í Leiru. Birgir Leifur fékk boð um að taka þátt á áskorendamóti sem fram fer á Englandi á sama tíma og valdi hann að þiggja það boð og tilkynnti hann mótsstjórn um ákvörðun sína í dag.

Golf

Ótrúlegt mark með hælspyrnu

Awana Diab landsliðsmaður Sameinuðu arabísku furstadæmanna fullkomnaði 6-2 sigur á Líbanon með afar skondinni vítaspyrnu. Sjón er sögu ríkari.

Fótbolti