Vettel sæll og glaður með sjöunda sigurinn 28. ágúst 2011 20:10 Liðsmenn Red Bull fagna tvöföldum sigri í dag. á Spa brautinni í Belgíu. AP mynd: Frank Augstein Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. „Ég er sæll og glaður. Mótið í dag var gott, en það reyndi á dekkin. Upphaf mótsins var meira eins könnunar og vísindaleiðangur en kappakstur og við fórnuðum miklum með því að taka hlé snemma", sagði Vettel, en hann hóf keppnina á fremur illa förnum dekkjum eftir harðan sprett í tímatökunum í gær. Sum keppnislið óskuðu eftir því að fá ný dekk fyrir kappaksturinn eftir tímatökuna, ef við þeirri ósk var ekki orðið. Reglan segir að keppendur í fyrstu 10 sætunum verði að hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota í lokaumferð tímatökunar, en þau veru berlega slitinn og skemmd á bíl Vettel. „Við vorum samt í góðum gír og við komum í annað þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. (vegna óhapps) Ég get metið dekkin, en þegar maður er á 300 km hraða, þá eru ekki mörg tækifæri til að skoða hlutina. Það var mikilvægt að skoða þetta í þjónustuhléi og ég er ánægður með árangurinn. Þetta var léttir eftir alla umræðuna fyrir keppnina." „Það var mikil umræða um stöðuna í dekkjamálum og það truflaði hefðbundinn undirbúning. En við ákváðum að einbeita okkur að keppninni. Bíllinn var frábær og við lærðum meira og meira um dekkin í hverjum hring, sem gaf mér sjálfstraust til að aka hraðar þegart það var nauðsynlegt", sagði Vettel sem kom á undan liðsfélaga sínum Mark Webber í endamark, en Jenson Button hjá McLaren varð þriðji. Formúla Íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. „Ég er sæll og glaður. Mótið í dag var gott, en það reyndi á dekkin. Upphaf mótsins var meira eins könnunar og vísindaleiðangur en kappakstur og við fórnuðum miklum með því að taka hlé snemma", sagði Vettel, en hann hóf keppnina á fremur illa förnum dekkjum eftir harðan sprett í tímatökunum í gær. Sum keppnislið óskuðu eftir því að fá ný dekk fyrir kappaksturinn eftir tímatökuna, ef við þeirri ósk var ekki orðið. Reglan segir að keppendur í fyrstu 10 sætunum verði að hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota í lokaumferð tímatökunar, en þau veru berlega slitinn og skemmd á bíl Vettel. „Við vorum samt í góðum gír og við komum í annað þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. (vegna óhapps) Ég get metið dekkin, en þegar maður er á 300 km hraða, þá eru ekki mörg tækifæri til að skoða hlutina. Það var mikilvægt að skoða þetta í þjónustuhléi og ég er ánægður með árangurinn. Þetta var léttir eftir alla umræðuna fyrir keppnina." „Það var mikil umræða um stöðuna í dekkjamálum og það truflaði hefðbundinn undirbúning. En við ákváðum að einbeita okkur að keppninni. Bíllinn var frábær og við lærðum meira og meira um dekkin í hverjum hring, sem gaf mér sjálfstraust til að aka hraðar þegart það var nauðsynlegt", sagði Vettel sem kom á undan liðsfélaga sínum Mark Webber í endamark, en Jenson Button hjá McLaren varð þriðji.
Formúla Íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira