Sport

Rory McIlroy stimplaður sem óþroskuð dekurrófa

Rory McIlroy stendur í ströngu eftir að hann skrifaði allt sem hann hugsaði í Twitterfærslu um sjónvarpsþul sem starfar á Golf Channel. Bandaríkjamenn eru allt annað en ánægðir með hversu hreinskilinn Norður-Írinn var í þessari færslu og kylfingurinn hefur nú fengið „stimpil“ sem „óþroskuð og barnaleg dekurrófa“.

Golf

Vettel fullur sjálfstrausts á ný

Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er fremstur á ráslínu fyrir ungverska kappaksturinn á sunnudag, eftir góða frammistöðu í tímatökunni í dag. Hann var á undan Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren.

Formúla 1

Bankaði upp á hjá Ferguson með DVD disk og fékk að spreyta sig

Max Lonsdale er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum. Hann virðist vera með bein í nefinu því hinn 18 ára gamli leikmaður er nú á reynslu hjá Manchester United eftir að hann bankaði upp á hjá Alex Ferguson og lét hann fá DVD disk sem innihélt hápunkta úr ýmsum leikjum hjá Lonsdale. Sir Alex tók vel á móti drengnum sem var látinn fara frá Macclesfield Town á síðustu leiktíð og Lonsdale er nú til reynslu hjá enska meistaraliðinu.

Enski boltinn

Vettel sló Hamilton við í tímatökunni

Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram á morgun. Hann var 0.162 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökunni á Hungaroring brautinni, en Jenson Button var þriðji fljótastur.

Formúla 1

Guðmundur samdi við ÍBV til tveggja ára

Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV en hann gekk í raðir úrvalsdeildarliðsins fyrir þetta keppnistímabil í Pepsideildinni í fótbolta. Guðmundur er frá Selfossi og er bróðir Ingólfs sem oftast er kenndur við Veðurguðina.

Íslenski boltinn

Fer Tevez til Inter í skiptum fyrir Eto‘o?

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City og Inter frá Ítalíu eru í viðræðum um leikmannaskipti samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Telegraph. Viðræðurnar snúast um að Argentínumaðurinn Carlos Tevez fari til Inter í skiptum fyrir Samuel Eto‘o, landsliðsframherjann frá Kamerún

Enski boltinn

Steven Gerrard missir af upphafi keppnistímabilsins

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun missa af upphafi keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni vegna sýkingar í nára. Gerrard, sem er 31 árs gamall, er á sýklalyfjum og dvelur á sjúkrahúsi og er búist við að hann verði þar í nokkra daga.

Enski boltinn

Aston Villa keypti N'Zogbia fyrir um 2 milljarða kr.

Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa virðast hafa tröllatrú á miðjumanninum Charles N'Zogbia því hann skrifaði undir fimm ára samning við liðið í gær en hann var áður í herbúðum Wigan. N'Zogbia er 25 ára gamall franskur landsliðsmaður. Hann segir í viðtali á heimasíðu félagsins að hann hafi tekið stórt skref á ferlinum þar sem að Aston Villa sé stórt félag sem ætli sér stóra hluti á næstu árum.

Enski boltinn

Næturvinna skilaði Vettel besta tíma

Tæknimenn Red Bull unnu næturlangt í bíl Sebastian Vettel eftir að hann var ósáttur með gang mála á æfingum í gær. Sú vinna virðist hafa skilað sér á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi dag því Vettel náði besta tíma á lokaæfingunni fyrir tímatökuna.

Formúla 1

Veigar Páll fer til Vålerenga eftir allt saman

Norskir fjölmiðlar telja sig hafa sterkar heimildir fyrir því að Veigar Páll Gunnarsson sé á förum til Vålerenga í Osló en hann virtist vera búinn að semja við Noregsmeistaralið Rosenborg í Þrándheimi fyrir nokkrum dögum. Veigar er ein verðmætasta söluvara Stabæk sem er í miklum fjárhagsörðugleikum.

Fótbolti

WBA fær Foster að láni frá Birmingham

Ben Foster fær tækifæri til þess að leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þrátt fyrir að hafa upplifað fall með Birmingham í lokaumferðinn s.l. vor. Markvörðurinn verður lánaður til grannaliðsins WBA sem einnig er staðsett í Birmingham og er lánssamningurinn til eins árs. Birmingham fær Boaz Myhill í staðinn frá WBA.

Enski boltinn

Ólíkir draumariðlar hjá Gunnleifi og Aroni

Dregið verður í riðla í undankeppni HM 2014 í Brasilíu í kvöld. Draumar landsliðsmannanna Arons Einars Gunnarssonar og Gunnleifs Gunnleifssonar eiga fátt sameiginlegt nema þegar kemur að frændum okkar Færeyingum.

Fótbolti

Átta ára fótboltagutti með snilldartakta - nýr Messi?

Tomy Angel, átta ára gamall fótboltastrákur í Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur vakið athygli á undanförnum mánuðum fyrir færni sína og hæfileika. Máltækið; sjaldan fellur eplið langt frá eikinni á vel við við um Tomy því faðir hans er Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Angel, fyrrum framherji enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa.

Fótbolti

Wenger gæti róað stuðningsmenn með kaupum á Jagielka og Mata

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðið í ströngu í sumar við að reyna að halda sínum bestu leikmönnum, Cesc Fábregas og Samir Nasri, hjá félaginu. Nú lítur út fyrir það að Wenger ætli loksins að fara reyna að styrkja leikmannahópinn fyrir alvöru með því að kaupa tvo sterka leikmenn til félagsins.

Enski boltinn

9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun

Eystri Rangá var í 59 löxum í gærdag og hefur náð að hreinsa sig síðan í byrjun vikunar. Í morgun var búið að skrá 25 laxa í bók og veiðimenn en eftir að skila sér niðri veiðihús. Það má einnig bæta við að 9kg lax veiddist í morgun og er það stærsti lax sumarsins hingað til í Eystri en við fáum því miður ekki mynd af drekanum fyrr en í kvöld eða á morgun.

Veiði