Sport

Stuðningsmaður Wales lést í kvöld

44 ára gamall karlamaður lést í kvöld eftir að hafa hlotið höfuðáverka skömmu fyrir landsleik Englands og Wales á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Talið er að maðurinn sé stuðningsmaður velska landsliðsins.

Fótbolti

Hjörtur Logi: Algjör vinnusigur

"Þetta var algjör vinnusigur og virkilega mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í kvöld.

Fótbolti

Spánverjar skoruðu sex og eru komnir inn á EM

Heims- og Evrópumeistarar Spánar urðu þriðja þjóðin til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Liechtenstein í Logrono í kvöld. Spánverjar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni og eru með átta stiga forskot á Tékka þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þýskaland og Ítalía eru einnig komin inn á EM sem fer fram í Póllandi og Úkraínu næsta sumar.

Fótbolti

Giampaolo Pazzini skaut ítalska landsliðinu inn á EM

Giampaolo Pazzini, eða sá geðveiki eins og stuðningsmenn INter kalla hann, tryggði Ítölum sæti í úrslitakeppni EM þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti Slóveníu í undankeppni EM í kvöld. Ítalir voru önnur þjóðin til þess að komast upp úr undankeppninni en Þjóðverjar tryggðu sér sigur í sínum riðli á föstudaginn var.

Fótbolti

Ashley Young tryggði Englendingum nauman sigur á Wales

Manchester United maðurinn Ashley Young skoraði eina mark leiksins þegar Englendingar unnu 1-0 sigur á Wales á Wembley í leik liðanna í undankeppni EM í kvöld. Enska landsliðið var langt frá því að vera sannfærandi í kvöld en sigurinn gefur Englendingum sex stiga forskot á Svartfjallaland á toppi G-riðils.

Fótbolti

Nicklas Bendtner afgreiddi Norðmenn á Parken

Nicklas Bendtner skoraði bæði mörk Dana sem unnu 2-0 sigur á Noregi í kvöld í toppslag í okkar riðli í undankeppni EM 2012. Bendtner sem fór á dögunum á láni frá Arsenal til Sunderland sá til þess að Danir eru nú í mun betri stöðu en Norðmenn í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Fótbolti

Ljungberg kominn með samning hjá japönsku liði

Freddie Ljungberg, fyrrum stjörnuleikmaður Arsenal og sænska landsliðsins, er búinn að gera samning við japanska félagið Shimizu S-Pulse. Þessi 34 ára gamli leikmaður hefur leikið í Bandaríkjunum og í Skotlandi síðan að hann yfir ensku úrvalsdeildina árið 2008.

Fótbolti

Petr Cech er aftur farinn að æfa á fullu með Chelsea

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech er kominn á fullt eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir á æfingu í síðasta mánuði. Cech tók þátt í æfingu Chelsea-liðsins í dag og ætti að geta spilað á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Enski boltinn