Handbolti

Tíu íslensk mörk gegn meisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með Hannover-Burgdorf.
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með Hannover-Burgdorf. Nordic Photos / Bongarts
Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf var aldrei langt undan í leik sínum gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en meistararnir unnu að lokum þriggja marka sigur, 37-34.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk fyrir Hannover-Burgdorf í kvöld, Vignir Svavarsson fjögur af línunni og Hannes Jón Jónsson eitt.

Hamburg var með tveggja marka forystu í hálfleik, 17-15, en liðið var skrefi framar lengst af. Hannover-Burgdorf náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar að tvær mínútur voru til leikslok en Hamburg skoraði síðustu tvö mörk leiksins og þar við sat.

Hamburg komst með sigrinum upp í annað sæti deildarninar en liðið er með fjórtán stig, tveimur á eftir toppliði Kiel sem á leik til góða. Hannover-Burgdorf er í fjórtánda sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×