Handbolti

Ólafur Stefánsson: Hnéð mitt hefur sitt eigið líf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Ólafur Stefánsson hefur ekki enn náð að spila sinn fyrsta leik fyrir danska liðið AG Kaupamannahöfn eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu. Ólafur er allur að koma til og hefur sett stefnuna á ná að spila sinn fyrsta leik þegar AG tekur á móti Montpellier í Meistaradeildinni um helgina.

„Það er mitt markmið að spila á móti Montpellier. Mér finnst ég vera orðinn góður en hnéð mitt hefur sitt eigið líf. Við verðum því að sjá til," sagði Ólafur við DR Sporten.

AG hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á móti Partizan Belgrad og Pick Szeged en Montpellier er með fullt hús eftir þrjá leiki. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaður AG með 18 mörk en danska skyttan Mikkel Hansen hefur skorað 15 mörk.

Ólafur hefur mikla reynslu úr Meistaradeildinni en hann hefur unnið hana fjórum sinnum, bæði með þýska liðinu Magdeburg (2002) og spænska liðinu Ciudad Real (2006, 2008, 2009).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×