Sport

Undanúrslitin klár á EM í körfu - Rússar unnu Serba

Rússar héldu sigurgöngu sinni áfram á Evrópumótinu í körfubolta og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum á EM í Litháen með því að vinna tíu stiga sigur á Serbum, 77-67, í átta liða úrslitunum í kvöld. Rússar mæta Frökkum í undanúrslitunum á morgun en í hinum leiknum mætast Spánverjar og Makedónar.

Körfubolti

Ólafur: Náðum ekki að skapa þá þyngd sem þarf

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagði kraft í sóknarleik síns liðs vanta til að ná að taka þrjú stig í Keflavík í kvöld en sætti sig þó við stigið. „Þrjú hefðu yljað en við tökum þessu stigi,“ sagði Ólafur eftir leikinn sem fór 1-1.

Íslenski boltinn

Óli Baldur: Svona móment koma örsjaldan

"Þetta eru bara svona móment sem koma örsjaldan, nánast aldrei. Ég sneri baki í markið. Það kom hár bolti á mig og það var ekki mikið annað sem ég gat gert," sagði Óli Baldur Bjarnason leikmaður Grindavíkur. Hann tryggði sínum mönnum stig gegn KR í kvöld með sannkölluðu draumamarki.

Íslenski boltinn

Tryggvi: Metið skiptir engu máli núna

Tryggvi Guðmundsson jafnaði markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild í kvöld er hann skoraði seinna mark ÍBV í 3-2 tapinu gegn Stjörnunni. Tryggvi gat ekki fagnað metinu í kvöld enda hundfúll að hafa tapað.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Háspennu jafntefli í Krikanum

Matthías Vilhjálmsson tryggði FH 1-1 jafntefli á móti Fram á 90. mínútu í leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld þar sem dramatíkin var mikil á lokamínútunum. FH-ingar töpuðu þarna dýrmætum stigum í toppbaráttunni en Framarar halda áfram að ná í stig út úr sínum leikjum.

Íslenski boltinn

Ambrosini verður frá í 2-3 vikur

Massimo Ambrosini, leikmaður AC Milan, verður frá næstu 2-3 vikurnar þar sem hann meiddist á öxl í leik liðsins gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti

Hörkuskot í Þrasatarlundi

Stöng sem veiddi Þrastalundarsvæðið í Soginu í gær setti í fjórtán laxa og landaði tíu. Sem kunnugt er þá er aðeins veitt á eina stöng á svæðinu. Allir laxarnir sem fengust tóku í Kúagili, sem er efsti veiðistaðurinn á svæðinu. Sjö þeirra voru fengnir á flugu, en þrír á spón. Um var að ræða fallega laxa á bilinu 58-75cm.

Veiði