Eru körfuboltadómarar gráðugir? - umdeild launahækkun 27. október 2011 11:00 Tómas Tómasson körfuboltaunnandi skrifar harðorða grein á Karfan.is í gær vegna 25 prósenta launhækkun körfuboltadómara. Tómas segir að þetta sé körfuboltahreyfingunni og gráðugum dómurum til skammar. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 tók Hannes Jónsson formann KKÍ tali í gær og spurði hann um þessa hluti. Laun körfuboltadómara hækkuðu um fimmtán prósent fyrir tímabilið og hækka um tíu prósent til viðbótar á næstu tveimur árum. Samtals eru þetta 25 prósent á þremur árum. Launin sjálf eru aðeins 40 prósent af kostnaði félaga því hin 60 prósentin fara í akstur og fæði. Jöfnunarsjóður deilir síðan kostnaðinum jafnt niður á félögin í Iceland Express deildinni. Í grein Tómasar Tómassonar á karfan.is segir hann meðal annars. „Félögin hafa flest skorið gífurlega niður í launakostnaði leikmanna sem og þjálfara. Á meðan að sultarólin er hert til hins ítrasta hjá félögunum. Á s.l. ári var körfuboltadómari í Iceland Express deildinni með rúmar 1.800.000. kr í tekjur á tímabilinu. Það að dómarar séu launhæstu menn á íþróttavellinum fær mann til að að hugsa sig um. Svona taktleysi er gjörsamlega óþolandi og körfuboltahreyfingunni sem og gráðugum dómurum til skammar. Metnaðurinn hjá dómaraelítunni sem stendur skjaldborg og vörð utan um sjálfa sig virðist ekki ýkja mikill þegar menn geta valsað þar inn og út eftir langan dvala frá störfum rétt til þess að krúnka út fé. Er ekki löngu kominn tími til að KKÍ taki af skarið og skerist í leikinn?"Hannes Jónsson formaður KKÍ: „Á endanum var það þannig að þessi samningur var samþykktur. Það er er ekkert leyndarmál að það voru skiptar skoðanir um málið. Félögin skiptus í tvo hópa. Félögin eru að leita allra leiða til þess að spara og því finnst mörgum það skjóta skökku við þessi launahækkun dómara. Það er verið að skoða ýmsa hluti til þess að hagræða og ein hugmyndin er sú að KKÍ útvegi dómurum bíla" sagði Hannes m.a við Stöð 2 í gær. Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Tómas Tómasson körfuboltaunnandi skrifar harðorða grein á Karfan.is í gær vegna 25 prósenta launhækkun körfuboltadómara. Tómas segir að þetta sé körfuboltahreyfingunni og gráðugum dómurum til skammar. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 tók Hannes Jónsson formann KKÍ tali í gær og spurði hann um þessa hluti. Laun körfuboltadómara hækkuðu um fimmtán prósent fyrir tímabilið og hækka um tíu prósent til viðbótar á næstu tveimur árum. Samtals eru þetta 25 prósent á þremur árum. Launin sjálf eru aðeins 40 prósent af kostnaði félaga því hin 60 prósentin fara í akstur og fæði. Jöfnunarsjóður deilir síðan kostnaðinum jafnt niður á félögin í Iceland Express deildinni. Í grein Tómasar Tómassonar á karfan.is segir hann meðal annars. „Félögin hafa flest skorið gífurlega niður í launakostnaði leikmanna sem og þjálfara. Á meðan að sultarólin er hert til hins ítrasta hjá félögunum. Á s.l. ári var körfuboltadómari í Iceland Express deildinni með rúmar 1.800.000. kr í tekjur á tímabilinu. Það að dómarar séu launhæstu menn á íþróttavellinum fær mann til að að hugsa sig um. Svona taktleysi er gjörsamlega óþolandi og körfuboltahreyfingunni sem og gráðugum dómurum til skammar. Metnaðurinn hjá dómaraelítunni sem stendur skjaldborg og vörð utan um sjálfa sig virðist ekki ýkja mikill þegar menn geta valsað þar inn og út eftir langan dvala frá störfum rétt til þess að krúnka út fé. Er ekki löngu kominn tími til að KKÍ taki af skarið og skerist í leikinn?"Hannes Jónsson formaður KKÍ: „Á endanum var það þannig að þessi samningur var samþykktur. Það er er ekkert leyndarmál að það voru skiptar skoðanir um málið. Félögin skiptus í tvo hópa. Félögin eru að leita allra leiða til þess að spara og því finnst mörgum það skjóta skökku við þessi launahækkun dómara. Það er verið að skoða ýmsa hluti til þess að hagræða og ein hugmyndin er sú að KKÍ útvegi dómurum bíla" sagði Hannes m.a við Stöð 2 í gær.
Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira