Sport

Æfði með kjötstykki í skónum sínum

James Collins, varnarmaður Aston Villa, var tilbúinn að prófa eitthvað nýtt til þess að ná sér góðum fyrir leik Aston Villa liðsins á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Enski boltinn

Hvað sögðu þjálfarar og leikmenn á kynningarfundi IE deildarinnar?

KR er spáð sigri í karlaflokki í Iceland Express deild karla í körfuknattleik og Keflavík er spáð sigri í keppni kvennaliða í sömu deild. Arnar Björnsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 var á kynningarfundinum í Laugardalshöllinni í dag og ræddi hann við þjálfara og leikmenn. Myndböndin eru öll að finna á Vísir.

Körfubolti

Svíar komust á EM eftir 3-2 sigur á Hollendingum

Svíar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM í fótbolta næsta sumar með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum í Stokkhólmi í kvöld. Hollendingar voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum og sæti á EM en sigur Svía í kvöld þýðir að Svíþjóð er með bestan árangur þeirra þjóða sem enduðu í 2. sæti í riðlinum níu.

Fótbolti

Frammistaða Neuer framar björtustu vonum

Markvörðurinn Manuel Neuer hefur heldur betur byrjað með látum hjá Bayern Munchen. Hann fær varla á sig mark og setti met um daginn er hann hélt markinu hreinu í 1018 mínútur. Gamla metið átti Oliver Kahn en það met var 1011 mínútur.

Fótbolti

Gunnar hættur með Aftureldingu og Reynir Þór tekur við

Gunnar Andrésson mun stýra liði Aftureldingar í síðasta sinn í N1 deild karla í handbolta á móti Gróttu á sunnudaginn kemur en Gunnar Andrésson óskaði eftir því að fá að láta af störfum vegna persónulegra ástæðna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Aftureldingu.

Handbolti

Van Basten á leið til Ajax

Gömlu stjörnurnar streyma aftur til Ajax þessi misserin og nú er búist við því að gamla markamaskínan Marco Van Basten verði ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Fótbolti

Þóra og Sara á toppnum fyrir lokaumferðina

LdB FC Malmö, lið þeirra Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, vann mikilvægan sigur í sænsku kvennadeildinni í kvöld. LdB FC Malmö vann þá 1-0 útisigur á Hammarby og náði fyrir vikið eins stigs forskoti á toppnum fyrir lokaumferðina sem fram fer um næstu helgi.

Fótbolti

Danir unnu Portúgali sannfærandi og komust á EM

Danir tryggði sér sigur í okkar riðli og sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar með því að vinna sannfærandi 2-1 sigur á Portúgal á lokakvöldi undankeppni EM 2012. Portúgalir verða því að sætta sig við það að fara í umspilið. Danir voru ekki í alltof góðri stöðu fyrir haustleikina en unnu bæði Norðmenn og Portúgal á Parken sem vóg þungt.

Fótbolti

Gæsaveiðin góð síðustu daga

Gæsaveiðin í Landeyjunum hefur verið mjög góð síðustu daga og flestir sem við höfum haft samband við gert ágætis veiði. Menn hafa verið að fá 10-60 fugla í morgunfluginu og það virðist ekki vanta gæsina þetta árið frekar enn í fyrra.

Veiði

Beasley: Klinsmann er svalur þjálfari

Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann er heldur betur að hrista upp í hlutunum hjá bandaríska landsliðinu. Klinsmann hefur komið inn með miklar breytingar hjá landsliðinu sem fara vel í leikmenn liðsins.

Fótbolti

KR ver titilinn samkvæmt spánni

KR mun verja Íslandsmeistaratitil sinn í körfubolta karla samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. Grindavík er spáð öðru sæti og Stjarnan kemur þar rétt á eftir.

Körfubolti