Sport

Drekarnir í Sundsvall töpuðu í kvöld

Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og voru tvö Íslendingalið í eldlínunni. Sundsvall Dragons tapaði en Solna, lið Loga Gunnarsson, vann í kvöld sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

Körfubolti

Haukur Ingi verður aðstoðarþjálfari hjá Fylki í Pepsideildinni

Haukur Ingi Guðnason verður aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar hjá Fylki í Pepsideild karla í fótbolta. Greint er frá ráðningu Hauks Inga á heimasíðu Fylkis. Samningur Hauks Inga við Fylki er til þriggja ára en hann lék með Grindvíkingum á síðustu leiktíð. Haukur þekkir vel til hjá Fylki en hann lék með liðinu á árunum 2003-2008.

Íslenski boltinn

Torres má spila á móti Genk á morgun

Spánverjinn Fernando Torres má spila með Chelsea á móti Genk í Meistaradeildinni á morgun en hann hefur verið í leikbanni í síðustu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni eftir rauða spjaldið sitt á móti Swansea City.

Fótbolti

Karfan.is valdi Guðjón Lárusson bestan í fyrstu umferðinni

Karfan.is ætlar að velja besta leikmann hverrar umferðar í Iceland Express deild karla og Stjörnumaðurinn Guðjón Lárusson er Gatorade-leikmaður fyrstu umferðarinnar. Guðjón lék þá afar vel í í fjarveru Jovans Zdravevski þegar Stjarnan vann 14 stiga sigur á Tindastól á Króknum, 105-81.

Körfubolti

Ólafur Stefánsson: Hnéð mitt hefur sitt eigið líf

Ólafur Stefánsson hefur ekki enn náð að spila sinn fyrsta leik fyrir danska liðið AG Kaupamannahöfn eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu. Ólafur er allur að koma til og hefur sett stefnuna á ná að spila sinn fyrsta leik þegar AG tekur á móti Montpellier í Meistaradeildinni um helgina.

Handbolti

Mancini: Manchester City getur unnið riðilinn

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar liði sínu ekki bara að komast áfram í Meistaradeildinni þrátt fyrir slaka byrjun því ítalski stjórinn hefur sett stefnuna á það að vinna riðilinn. City mætir spænska liðinu Villarreal á heimavelli í kvöld.

Fótbolti

Stuðningsmenn Bayern stungnir í Napóli

Ítalska félagið Napoli tekur á móti Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld og geta bæði liðin setið í toppsæti riðilsins eftir leikinn. Bayern hefur farið á kostum á tímabilinu og er með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Beckham gæti leikið fótbolta í fjögur ár til viðbótar

David Beckham segir í viðtali við enska dagblaðið Telegraph að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hve mörg lið hafi sýnt honum áhuga. Beckham er 36 ára gamall og samningur hans við LA Galaxy í Bandaríkjunum rennur út í nóvember á þessu ári. Beckham segir að hann hafi áhuga á að leika fótbolta áfram sem atvinnumaður í fjögur ár til viðbótar.

Fótbolti

Góð veiði á svæðum SVFK

Það eru fleiri svæði að gefa góða veiði þessa dagana hjá SVFK. Það berast reglulega fréttir af stórfiskum fyrir austann og ein af þeim ám sem hefur verið í góðum gír eru Fossálarnir. Hér er önnur frétt frá SVFK og það er nokkuð víst að menn þurfa greinilega að skoða þessi svæði fyrir næsta tímabil og hafa þá hraðar hendur því mikil eftirspurn hefur verið eftir leyfum á þessi svæði. Hér er frétt af SVFK:

Veiði

Stórfiskar í Geirlandsá

Það hefur verið góður gangur víða á sjóbirtingsslóðum fyrir austann síðustu daga. Stangveiðifélag keflavíkur hefur marga ánna þar á sínum snærum og tröllin hafa verið að koma upp þar þegar veðrið hefur gengið niður. Hér er frétt frá SVFK:

Veiði

Rooney spilar leikinn í Rúmeníu í kvöld

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gaf það út á blaðamannafundi að Wayne Rooney verði í byrjunarliðinu í leiknum á móti rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti

Ágúst: Við eigum möguleika

Íslenska landsliðið hefur á fimmtudaginn leik í undankeppni EM 2012 en þá mæta stelpurnar sterku liði Spánar ytra. Ísland leikur svo gegn Úkraínu á sunnudaginn en þar að auki er Sviss í sama riðli. Tvö lið komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Hollandi í desember á næsta ári.

Handbolti

Pele: Ég mun senda Messi heimildarmynd um ferillinn minn

Pele er á ferðalagi í Japan þar sem hann heimsækir fórnarlömb jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í mars síðast liðinum. Þar var þessi goðsögn spurður út í viðtal við Lionel Messi, leikmanns Barcelona, þar sem að argentínski snillingurinn sagðist aldrei hafa séð Pele spila.

Fótbolti