Allir nema einn spá Grindavík sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2011 07:00 Þjálfarar í Iceland Express-deild karla búast við miklu af Giordan Watson á úrslitahelgi Lengjubikarsins. Fréttablaðið/Vilhelm Undanúrslit Lengjubikarsins fara fram í DHL-höllinni í kvöld og þar keppa fjögur lið um sæti í úrslitaleiknum á morgun. Fréttablaðið fékk þjálfara hinna liðanna í Iceland Express-deildinni til að spá um úrslit. Þór Þorlákshöfn, Grindavík, Snæfell og Keflavík unnu sína riðla og tryggðu sér þar með sæti meðal fjögurra fræknu en fyrirtækjabikar KKÍ fer nú fram í sextánda sinn. Undanúrslitaleikirnir fara fram í kvöld og úrslitaleikurinn er síðan á morgun. Gestgjafarnir eru ekki meðKR-ingar eru gestgjafar að þessu sinni en verða engu að síður fjarri góðu gamni sjálfir. Þórsarar úr Þorlákshöfn skildu Íslands- og bikarmeistarana eftir í riðlinum og tryggðu sér um leið í fyrsta sinn sæti meðal hinna fjögurra fræknu. KR-ingar eiga engu að síður sinn fulltrúa um helgina því Benedikt Guðmundsson, fyrrum þjálfari liðsins, er einmitt þjálfari Þórsara. Benedikt gerði KR að fyrirtækjameisturum 2008 og fór einnig með KR-liðið alla leið í fyrsta úrslitaleik keppninnar árið 1996 sem og í úrslitaleikinn árið 2007. Keflvíkingar hafa nú bætt metið, sem þeir áttu með KR-ingum og Njarðvíkingum, með því að komast í þrettánda sinn í undanúrslitin. Njarðvíkingar hafa ekki komst í undanúrslitin undanfarin tvö ár en það voru einmitt Keflvíkingar sem skildu þá eftir í ár með því að vinna hreinan úrslitaleik liðanna með tuttugu stigum. Sigurður Ingimundarson er því kominn með Keflavíkurliðið meðal hinna fjögurra fræknu í ellefta sinn en hann hefur gert Keflavík fjórum sinnum að fyrirtækjameisturum og sjö sinnum farið með liðið í úrslitaleikinn. Sigurður hefur einnig farið einu sinni með Njarðvíkurliðið í úrslitaleikinn og enginn þjálfari hefur verið sigursælli í þessari keppni. Snæfellingar unnu í fyrraSnæfellingar eiga titil að verja en þeir unnu KR í úrslitaleiknum í fyrra. Þjálfari liðsins, Ingi Þór Steinþórsson, ætti að kunna vel við sig í DHL-höllinni enda þjálfari KR fyrstu fimm árin eftir að DHL-höllin var tekin í notkun. Fréttablaðið fékk þá átta þjálfara í Iceland Express-deildinni sem ekki eiga lið í undanúrslitunum í ár til þess að spá fyrir hvernig leikir helgarinnar muni fara. Það kemur kannski ekki á óvart að flestir spá Grindvíkingum sigri en það er aðeins einn af átta þjálfurum sem spáir ekki lærisveinum Helga Jónasar Guðfinnssonar titlinum. Þjálfararnir sem tóku þátt í könnun Fréttablaðsins eru: Teitur Örlygsson (Stjörnunni), Hrafn Kristjánsson (KR), Einar Árni Jóhannsson (Njarðvík), Gunnar Sverrisson (ÍR), Örvar Þór Kristjánsson (Fjölnir), Bárður Eyþórsson (Tindastóll), Pétur Rúrik Guðmundsson (Haukar) og Ágúst Björgvinsson (Valur). Grindvíkingar hafa unnið fyrstu fjórtán leiki tímabilsins, sjö í Iceland Express-deildinni, sex í Lengjubikarnum og svo einn í Meistarakeppni KKÍ. Þeir hafa þegar unnið tvo sigra í DHL-höllinni, fyrst dramatískan eins stigs sigur á KR í Meistarakeppninni þar sem Páll Axel Vilbergsson skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út og svo sannfærandi 26 stiga sigur á KR í deildinni í síðustu viku þar sem þeir héldu Íslands- og bikarmeisturum KR í aðeins 59 stigum á heimavelli. Númeri of stórir fyrir alla„Ég held bara að Grindvíkingar séu númeri of stórir fyrir alla eins og staðan er í dag," sagði einn þjálfaranna. „Þetta er einfaldlega best mannaða lið landsins um þessar mundir og þeir eru á mikilli siglingu," sagði annar. Snæfell fékk atkvæði frá einum þjálfara en sá hinn sami spáði því að Þórsarar myndu slá Grindavík út úr undanúrslitunum. Sex af átta spáðu Snæfelli sigri á Keflavík í seinni undanúrslitaleik kvöldsins en þar munar eflaust mikið um það að Keflvíkingar leika án stórskyttunnar Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem tekur út leikbann í kvöld. Watson og Bullock öflugirFréttablaðið fékk einnig þjálfarana til að sjá fyrir sér hvaða leikmaður mun standa upp úr um helgina. Þrír nefndu Giordan Watson, leikstjórnanda Grindavíkur, og tveir voru með hinn fílhrausta J"Nathan Bullock efstan á blaði. Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson og Páll Axel Vilbergsson komust líka á blað ásamt Snæfellingnum Jóni Ólafi Jónssyni. Leikur Þórs og Grindavíkur hefst klukkan 18.30 í kvöld og strax á eftir, klukkan 20.30, hefst leikur Snæfells og Keflavíkur. Úrslitaleikurinn fer síðan fram klukkan 16.00 á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli.Spá hinna þjálfarannaÞór Þorlákshöfn - Grindavík (kl. 18.30) Þór: 1 atkvæði Grindavík: 7 atkvæðiSnæfell - Keflavík (kl. 20.30) Snæfell: 6 atkvæði Keflavík: 2 atkvæðiLengjubikarmeistarar Grindavík: 7 atkvæði Snæfell: 1 atkvæðiBesti leikmaður helgarinnar: Giordan Watson, Grindavík: 3 atkvæði J'Nathan Bullock, Grindavík: 2 Ólafur Ólafsson, Grindavík: 1 Páll Axel Vilbergsson, Grindavík: 1 Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli: 1 Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Undanúrslit Lengjubikarsins fara fram í DHL-höllinni í kvöld og þar keppa fjögur lið um sæti í úrslitaleiknum á morgun. Fréttablaðið fékk þjálfara hinna liðanna í Iceland Express-deildinni til að spá um úrslit. Þór Þorlákshöfn, Grindavík, Snæfell og Keflavík unnu sína riðla og tryggðu sér þar með sæti meðal fjögurra fræknu en fyrirtækjabikar KKÍ fer nú fram í sextánda sinn. Undanúrslitaleikirnir fara fram í kvöld og úrslitaleikurinn er síðan á morgun. Gestgjafarnir eru ekki meðKR-ingar eru gestgjafar að þessu sinni en verða engu að síður fjarri góðu gamni sjálfir. Þórsarar úr Þorlákshöfn skildu Íslands- og bikarmeistarana eftir í riðlinum og tryggðu sér um leið í fyrsta sinn sæti meðal hinna fjögurra fræknu. KR-ingar eiga engu að síður sinn fulltrúa um helgina því Benedikt Guðmundsson, fyrrum þjálfari liðsins, er einmitt þjálfari Þórsara. Benedikt gerði KR að fyrirtækjameisturum 2008 og fór einnig með KR-liðið alla leið í fyrsta úrslitaleik keppninnar árið 1996 sem og í úrslitaleikinn árið 2007. Keflvíkingar hafa nú bætt metið, sem þeir áttu með KR-ingum og Njarðvíkingum, með því að komast í þrettánda sinn í undanúrslitin. Njarðvíkingar hafa ekki komst í undanúrslitin undanfarin tvö ár en það voru einmitt Keflvíkingar sem skildu þá eftir í ár með því að vinna hreinan úrslitaleik liðanna með tuttugu stigum. Sigurður Ingimundarson er því kominn með Keflavíkurliðið meðal hinna fjögurra fræknu í ellefta sinn en hann hefur gert Keflavík fjórum sinnum að fyrirtækjameisturum og sjö sinnum farið með liðið í úrslitaleikinn. Sigurður hefur einnig farið einu sinni með Njarðvíkurliðið í úrslitaleikinn og enginn þjálfari hefur verið sigursælli í þessari keppni. Snæfellingar unnu í fyrraSnæfellingar eiga titil að verja en þeir unnu KR í úrslitaleiknum í fyrra. Þjálfari liðsins, Ingi Þór Steinþórsson, ætti að kunna vel við sig í DHL-höllinni enda þjálfari KR fyrstu fimm árin eftir að DHL-höllin var tekin í notkun. Fréttablaðið fékk þá átta þjálfara í Iceland Express-deildinni sem ekki eiga lið í undanúrslitunum í ár til þess að spá fyrir hvernig leikir helgarinnar muni fara. Það kemur kannski ekki á óvart að flestir spá Grindvíkingum sigri en það er aðeins einn af átta þjálfurum sem spáir ekki lærisveinum Helga Jónasar Guðfinnssonar titlinum. Þjálfararnir sem tóku þátt í könnun Fréttablaðsins eru: Teitur Örlygsson (Stjörnunni), Hrafn Kristjánsson (KR), Einar Árni Jóhannsson (Njarðvík), Gunnar Sverrisson (ÍR), Örvar Þór Kristjánsson (Fjölnir), Bárður Eyþórsson (Tindastóll), Pétur Rúrik Guðmundsson (Haukar) og Ágúst Björgvinsson (Valur). Grindvíkingar hafa unnið fyrstu fjórtán leiki tímabilsins, sjö í Iceland Express-deildinni, sex í Lengjubikarnum og svo einn í Meistarakeppni KKÍ. Þeir hafa þegar unnið tvo sigra í DHL-höllinni, fyrst dramatískan eins stigs sigur á KR í Meistarakeppninni þar sem Páll Axel Vilbergsson skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út og svo sannfærandi 26 stiga sigur á KR í deildinni í síðustu viku þar sem þeir héldu Íslands- og bikarmeisturum KR í aðeins 59 stigum á heimavelli. Númeri of stórir fyrir alla„Ég held bara að Grindvíkingar séu númeri of stórir fyrir alla eins og staðan er í dag," sagði einn þjálfaranna. „Þetta er einfaldlega best mannaða lið landsins um þessar mundir og þeir eru á mikilli siglingu," sagði annar. Snæfell fékk atkvæði frá einum þjálfara en sá hinn sami spáði því að Þórsarar myndu slá Grindavík út úr undanúrslitunum. Sex af átta spáðu Snæfelli sigri á Keflavík í seinni undanúrslitaleik kvöldsins en þar munar eflaust mikið um það að Keflvíkingar leika án stórskyttunnar Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem tekur út leikbann í kvöld. Watson og Bullock öflugirFréttablaðið fékk einnig þjálfarana til að sjá fyrir sér hvaða leikmaður mun standa upp úr um helgina. Þrír nefndu Giordan Watson, leikstjórnanda Grindavíkur, og tveir voru með hinn fílhrausta J"Nathan Bullock efstan á blaði. Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson og Páll Axel Vilbergsson komust líka á blað ásamt Snæfellingnum Jóni Ólafi Jónssyni. Leikur Þórs og Grindavíkur hefst klukkan 18.30 í kvöld og strax á eftir, klukkan 20.30, hefst leikur Snæfells og Keflavíkur. Úrslitaleikurinn fer síðan fram klukkan 16.00 á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli.Spá hinna þjálfarannaÞór Þorlákshöfn - Grindavík (kl. 18.30) Þór: 1 atkvæði Grindavík: 7 atkvæðiSnæfell - Keflavík (kl. 20.30) Snæfell: 6 atkvæði Keflavík: 2 atkvæðiLengjubikarmeistarar Grindavík: 7 atkvæði Snæfell: 1 atkvæðiBesti leikmaður helgarinnar: Giordan Watson, Grindavík: 3 atkvæði J'Nathan Bullock, Grindavík: 2 Ólafur Ólafsson, Grindavík: 1 Páll Axel Vilbergsson, Grindavík: 1 Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli: 1
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira