Handbolti

HM 2011: Þakið í keppnishöllinni heldur ekki vatni

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Ágúst Þór Jóhannesson og Gústaf Adolf Björnsson ræða málin á æfingu Íslands í gær.
Ágúst Þór Jóhannesson og Gústaf Adolf Björnsson ræða málin á æfingu Íslands í gær. Fréttablaðið/Pjetur
Santos Arena keppnishöllin þar sem A-riðill HM í handbolta kvenna fer fram er tiltölulega nýtt mannvirki. Íþróttahöllin tekur um 5.000 áhorfendur og það er futsal-lið Santos sem er með bækistöðvar sínar í þessari höll.

Santosliðið er Brasilíumeistari í futsal sem er innanhússfótbolti sem leikinn er á handboltavelli. Mótshaldarar hér í Santos gætu lent í erfiðleikum ef það rignir mikið á meðan leikir fara fram.

Í gær rigndi eins og hellt væri úr fötu á meðan íslenska liðið æfði í höllinni, og kom þá í ljós að þakið lekur töluvert á einum stað beint yfir keppnisgólfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×