Handbolti

HM í handbolta í Brasilíu: Fuglar á flugi í íþróttahöllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Það styttist óðum í að HM í handbolta kvenna hefjist í Brasilíu en íslensku stelpurnar eru þar meðal þátttakenda í fyrsta sinn í sögu HM kvenna.

Dönsku landsliðsstelpurnar eru líka komnar til Brasilíu og byrjaðar að æfa en það er ekki hægt að segja að aðstaðan sé eins og þær séu vanar ef marka má viðtöl við danska fjölmiðla.

„Það flísaðist upp úr gólfinu og það voru líka fuglar á flugi í íþróttahöllinni á æfingunni okkar í dag," sagði Christina Krogshede, leikmaður danska landsliðsins í viðtali við DR Sporten.

Dönsku stelpurnar eru með Svíþjóð, Króatíu, Argentínu, Fílabeinsströndinni og Úrúgvæ í riðli sem er að flestum talinn vera auðveldasti riðillinn í keppninni í ár.

Danska liðið mætir Úrúgvæ í sínum fyrsta leik á laugardaginn en íslensku stelpurnar spila sama dag við Svartfjallaland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×