Sport

Tevez bara kærður fyrir að neita að hita upp

Þetta var víst bara einhver missklingur eins og hjá Georgi Bjarnfreðarsyni um árið. Manchester City getur ekki sannað fullyrðingu stjórans Roberto Mancini að Carlos Tevez hafi neitað að fara inn á í Meistaradeildarleik City-liðsins í München fyrir þremur vikum.

Enski boltinn

Úrslit og stigaskor í körfunni í kvöld - Grindavík, Keflavík og Fjölnir unnu

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en þetta voru fyrstu þrír leikirnir í þriðju umferðinni sem síðan lýkur á morgun. Grindvík, Keflavík og Fjölnir fögnuðu sigri í leikjum kvöldsins. Grindavík er búið að vinna alla leiki sína, Keflavík þá tvo síðustu en þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna í vetur.

Körfubolti

Haukar unnu nauman sigur í Mosfellsbænum

Haukar unnu eins marks sigur á Aftureldingu, 22-21, í N1 deild karla í handbolta í kvöld en leikururinn fór fram á Varmá í Mosfellsbæ. Reynir Þór Reynisson, stýrði Mosfellingum þar í fyrsta sinn síðan að hann tók við af Gunnari Andréssyni.

Handbolti

Fyrsti sigur Fjölnismanna - unnu á Króknum

Fjölnismenn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild karla í vetur í kvöld þegar þeir unnu átta stiga sigur á Tindastól á Sauðárkróki, 97-89. Tindastóll hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu þar af tveimur þeirra á heimavelli.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 87-73

Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-70, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir.

Körfubolti

AEK Aþena lá í Moskvu án Eiðs Smára - AZ náði jafntefli en OB tapaði

AEK Aþena tapaði 3-1 á móti Lokomotiv Moskvu í L-riðli Evrópudeildarinnar í dag en gríska liðið lék þarna sinn fyrsta leik síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fótbrotnaði. Þetta var ekki alltof gott kvöld fyrir Íslendingaliðin því OB frá Óðinsvéum tapaði líka sínum leik en AZ Alkmaar náði hinsvegar jafntefli með því að skora tvö í lokin.

Fótbolti

Stelpurnar töpuðu með fimm mörkum á Spáni

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með fimm mörkum fyrir Spáni, 27-22 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012 en leikurinn fór fram í Madríd á Spáni. Íslenska liðið lenti mest níu mörkum undir en minnkaði muninn í lokin með góðum endaspretti.

Handbolti

Anton og Hlynur dæma hjá Kiel

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson fara út til Spánar á morgun þar sem þeir munu dæma stórleik í Meistaradeildinni.

Handbolti