Handbolti

Brasilísku dómararnir björguðu Hrafnhildi | Ekki í banni í kvöld

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir fær hér rauða spjaldið í gær.
Hrafnhildur Skúladóttir fær hér rauða spjaldið í gær. Mynd/Pjetur
Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, fékk góðar fréttir í morgun. Hún fékk rautt spjald gegn Svartfjallalandi í gærkvöld í fyrsta leiknum á HM og forsvarsmenn HSÍ áttu ekki von á öðru en að hún færi í leikbann gegn Angóla í kvöld.

Dómararparið frá Brasilíu gerði hinsvegar ekkert í máli Hrafnhildar eftir leikinn, þeir skiluðu ekki inn skýrslu um atvikið, og af þeim sökum fær hún að leika í kvöld.

Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska liðsins sagði að það hefði verið mat dómarana að brot Hrafnhildar hefði ekki verið þess eðlis að verðskulda leikbann.

„Þeir mátu stöðuna þannig að Hrafnhildur hafi ekki gert neitt stórkostlegt af sér nema að fá rautt spjald. Þetta eru fínar fréttir fyrir okkur, svo sannarlega,“ sagði Ágúst í morgun þegar íslenska liðið hélt á stutta æfingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×