Handbolti

Þetta myndband kveikti í stelpunum okkar í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið sýndi stórkostleg tilþrif í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í gærkvöldi og 22-21 sigur liðsins gegn Svartfjallalandi var sögulegur.

Íslenska liðið var þarna að vinna eitt sterkasta handboltalandslið Evrópu en Svartfellingar lentu í sjötta sæti á síðasta Evrópumóti og unnu íslenska liðið með níu mörkum þegar liðin mættust á EM fyrir ári síðan.

Þjálfarar íslenska liðsins undirbjuggu stelpurnar vel fyrir leikinn og sýndu liðinu meðal annars hvatningarmyndband áður en þær hlupu út á gólfið í Santos.

Jóhannes Lange, aðstoðarmaður íslenska liðsins í Brasilíu, setti saman þetta myndband sem hefur eflaust átt sinn þátt í sigri Íslands en það má sjá það með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×