Sport

Fyrsta rjúpnahelgin að baki

Þá er fyrsta helgin í rjúpu afstaðin og fréttir farnar að berast af aflabrögðum víða um land. Heldur rólegt var víða og er veðri þá helst kennt um enda var veður afleitt um mest allt land um helgina fyrir skyttur.

Veiði

Olsen verður áfram með Dani

Morten Olsen framlengdi í dag samning sinn við danska knattspyrnusambandið um 2 ár og þjálfar danska landsliðið fram yfir HM í Brasilíu 2014. Olsen tók við Dönum 1. júlí 2000 en tilkynnti í nóvember í fyrra að hann myndi hætta í haust.

Fótbolti

Doncaster þorir að veðja á Diouf

Það verður seint sagt að það hafi verið slegist um þjónustu Senegalans El-Hadji Diouf síðustu daga. Leikmaðurinn hefur verið samningslaus síðan í sumar og hann samdi í dag til þriggja mánaða við B-deildarlið Doncaster Rovers.

Enski boltinn

Veiðibókin hans Bubba komin út

Fyrir helgi kom út bókin "Veiðisögur" eftir Bubba Morthens með myndum Einars Fals Ingólfssonar. Það er Salka forlag sem gefur út þessa eigulegu bók fyrir stangaveiðimenn.

Veiði

Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur

Samkvæmt þeim bráðabirgðatölum sem fyrir liggja má áætla að stangveiði á laxi sumarið 2011 hafi verið um 53.200 laxar sem er í heild um 19% minni veiði en 2010 þegar heildarstangveiðin var 74.961 lax.

Veiði

Messi: Mér er alveg sama hver skorar

Hinn hógværi Argentínumaður, Lionel Messi, hrósaði liðsfélögum sínum í hástert um helgina en hann skoraði þá þrennu gegn Mallorca. Það var þriðja þrennan hans í vetur.

Fótbolti

Moratti: Gengið er ekki Ranieri að kenna

Það hefur ekkert gengið hjá Inter í vetur og þjálfaraskipti snemma veturs hafa litlu breytt fyrir félagið. Massimo Moratti, forseti Inter, vill þó ekki kenna núverandi þjálfara, Claudio Ranieri, um gengið síðustu vikur.

Fótbolti

Scharner: Þetta var hugguleg dýfa hjá Suarez

Paul Scharner, leikmaður WBA, hefur nú bæst í hóp þeirra manna sem gagnrýna Úrúgvæjann Luis Suarez fyrir að dýfa sér á knattspyrnuvellinum. Scharner er allt annað en sáttur við vítið sem Suarez fiskaði gegn WBA um helgina.

Enski boltinn

Annar sigur HK í röð - myndir

HK er komið á góða siglingu í N1-deild karla eftir sigur á Akureyri í gær, 30-27, og toppliði Fram í síðustu umferð. Bjarki Már Elísson fór farið á kostum í báðum leikjum.

Handbolti

KR vann eftir framlengingu - myndir

KR-ingar standa vel að vígi í Lengjubikarkeppni karla en liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í A-riðli. Liðið mátti þó hafa fyrir sigrinum gegn Þór frá Þorákshöfn í gær en framlengja þurfti leikinn.

Körfubolti

Fagnaðartilburðir Stjörnumanna vekja enn athygli

Leikmenn Stjörnunnar eru langt frá því að vera gleymdir úti í heimi fyrir markafögnin frægu á síðasta ári. Vinsæl auglýsingaherferð fyrir spænsku úrvalsdeildina þar í landi fyrr í haust var byggð á markafögnum Stjörnumanna og virðist sem herferðin hafi endurvakið áhugann.

Íslenski boltinn

Keppir á PGA mótaröðinni þrátt fyrir tvær hjartaígræðslur

Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims.

Golf