Sport

Kobe búinn að rjúfa 40 stiga múrinn 108 sinnum á ferlinum

"Þetta var ekki slæmt fyrir sjöunda besta leikmanninn í deildinni," sagði Kobe Bryant eftir sigurinn á Phoenix Suns í nótt en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn á tímabilinu til að brjóta 40 stiga múrinn. Bryant tók því greinilega persónulega að hann var settur í sjöunda sætið á netlista yfir 500 bestu leikmenn NBA-deildarinnar.

Körfubolti

Tottenham upp að hlið Man United

Tottenham vann í kvöld 2-0 sigur á Everton í frestuðum leik úr fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum komst liðið upp í 45 stig og er nú með jafn mörg stig og Manchester United í 2.-3. sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Renato Lindmets kominn aftur til Stjörnumanna

Stjarnan hefur fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í körfuboltanum en karfan.is segir frá því að Renato Lindmets sé mættur á ný í Garðabæinn. Lindmets stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Allir miðar farnir á Finnaleikinn

Það verður full Laugardalshöll á föstudag þegar íslenska þjóðin kveður strákana okkar áður en þeir halda á EM í Serbíu. Strákarnir verða því kvaddir með stæl.

Handbolti

Aðeins börn tólf ára og yngri mega mæta á leik Ajax og AZ

Bikarleikur Ajax og AZ Alkmaar í Hollandi skömmu fyrir jól komst í heimsfréttirnar þegar stuðningsmaður Ajax réðst á Esteban Alvarado, markvörð AZ Alkmaar. Alvarado fékk rautt fyrir að sparka í árásarmanninn og í kjölfarið kallaði þjálfari AZ Alkmaar lið sitt af velli.

Fótbolti

Pálína: Stutt að fara í Njarðvík en leikurinn verður erfiður

"Það er stutt að fara í Njarðvík en þetta verður ekki léttur leikur,“ Pálína Gunnlaugsdóttir fyrirliði bikarmeistaraliðs Keflavíkur í körfuknattleik þegar hún var innt eftir því hvort það væri ekki stutt að fara í léttann leik í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar gegn Njarðvík. Dregið var í 8-liða úrslitum kepninnar í höfuðstöðvum Vífilfells í gær.

Körfubolti

Ingi Þór kann öll nöfnin á nýjustu leikmönnum KR

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson þjálfari bikarmeistaraliðs KR eru góðir vinir en fermingabræðurnir úr vesturbæ Reykjavíkur leggja alla vináttu á hilluna þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik. KR fær lið Snæfells í heimsókn en Ingi Þór hafði óskað eftir því að fá heimaleik í þessari umferð – eins og allir aðrir þjálfarar.

Körfubolti

Newcastle er ekki að reyna að kaupa Carroll aftur frá Liverpool

Sögusagnir um að Newcastle sé að reyna að kaupa Andy Carroll frá Liverpool eru ekki sannar samkvæmt umboðsmanni framherjans. Liverpool keypti Carroll á 35 milljónir punda frá Newcastle í janúar í fyrra en Newcastle átti samkvæmt fréttum í enskum miðlum að vera að reyna að kaupa hann til baka á 20 milljónir punda.

Enski boltinn

Szczesny: Baðst afsökunnar á því að hafa líkt Ramsey við nauðgara

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, hefur beðist afsökunnar á því að hafa skrifað inn á twitter-síðu sína að liðsfélagi hans Aaron Ramsey liti út eins og nauðgari. Szczesny sem er 21 árs Pólverji fékk áminningu frá félaginu þar sem hann var minntur á skyldur sínar og hann hefur síðan eytt tístinu út af twitter-síðu sinni.

Enski boltinn

NBA: Kobe Bryant með 48 stig í sigri Lakers - Miami tapaði

Kobe Bryant skoraði 48 stig í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og hefur þar með skorað 25 stig eða meira í síðustu fimm leikjum liðsins. Miami Heat tapaði í framlengingu á móti Golden State Warriors og sigurganga Philadelphia 76ers heldur áfram en liðið vann sjötta leikinn í röð í nótt.

Körfubolti

Alexander: Ólafur er enn fyrirmyndin mín

Alexander Petersson heldur nú í sitt fyrsta stórmót í handbolta án Ólafs Stefánssonar. Hann verður því aðalskytta liðsins hægra megin þrátt fyrir að glíma við meiðsli í öxl sem hafa hrjáð hann undanfarið ár.

Handbolti

Naumt tap Cardiff á útivelli

Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í enska B-deildarliðinu Cardiff töpuðu í kvöld fyrir Crystal Palace á útivelli, 1-0, í fyrri viðureign liðanna í undaúrslitum enska deildabikarsins.

Enski boltinn

Benzema tryggði Real sigur

Real Madrid er komið áfram í fjórðungúrslit spænsku bikarkeppninnar eftir 4-2 samanlagðan sigur á Malaga. Karim Benzema tryggði Real 1-0 sigur á útivelli í síðari viðureigninni í kvöld.

Fótbolti