Sport

Kári: Frakkarnir voru ekki á neinu yfirvinnukaupi

"Það hefði verið fínt að vinna þetta. Jafntefli á móti Frökkum. Er það ekki bara seigt? Það hefði samt gefið okkur mikið að hafa unnið Frakka," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Frökkum í dag.

Handbolti

Minning um Sigurstein Gíslason

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og fyrrum samherji Sigursteins Gíslasonar hjá ÍA og KR, hefur sett saman myndband í minningu Sigursteins.

Fótbolti

Anton og Hlynur varadómarar í dag

Þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu ekki dæma á EM í dag, nema að aðrir dómarar forfallast. Þeir verða varadómarar á fyrstu tveimur leikjum dagsins í milliriðli 1.

Handbolti

Kevin De Bruyne sterklega orðaður við Chelsea

Belgíski kantmaðurinn Kevin De Bruyne hjá Genk er sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. Forráðamenn belgíska félagsins hafa staðfest að félögin eigi í viðræðum. Talið er að kaupverðið sé um 8 milljónir punda eða sem nemur um einum og hálfum milljarði íslenskra króna.

Enski boltinn

Adolf Ingi slær í gegn sem klappstýra

Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, hefur farið á kostum í innslögum sínum á youtube-síðu Evrópska handknattleikssambandsins. Í þetta skiptið þiggur Adolf góð ráð frá klappstýrunum í Serbíu og dömurnar taka hann í kennslustund.

Handbolti

Sunnudagsmessan: Nær Wenger að skila Arsenal í Meistaradeildina?

Arsene Wenger hefur oft verið sáttari við gengi Arsenal en franski knattspyrnustjórinn hefur ekki náð liðinu á flug á þessu tímabili. Rætt var um gengi Arsenal og starfsöryggi Wenger í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport um s.l. helgi og þar sagði Bjarni Guðjónsson m.a. að Wenger væri góður fyrir stjórn félagsins.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Átti Balotelli að fá rautt spjald?

Mario Balotelli var eitt helsta fréttaefnið í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Ítalski framherjinn tryggði Manchester City 3-2 sigur gegn Tottenham á sunnudaginn. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson leikmaður KR yfir ýmis atvik úr leik Man City og Tottenham.

Enski boltinn

Onesta: Kemur í ljós á Ólympíuleikunum hvort velgengnin sé á enda

Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handknattleik, var ósáttur við frammistöðu sinna manna í 29-22 tapi gegn Króötum í gær. Onesta sagði liðið eiga í erfiðleikum en það kæmi ekki í ljós fyrr en á Ólympíuleikunum í London í sumar hvort velgengni gullaldarliðs Frakka væri á enda.

Handbolti

Miami á góðri siglingu án Dwayne Wade

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Miami en nýliðinn Kyrie Irving skoraði 17 stig fyrir Cleveland, í 92-85 sigri Miami. LeBron James skoraði 18 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade lék ekki með Miami en þetta er fimmti leikurinn sem hann missir af eftir ökklameiðsli. Miami hefur unnið 7 af 8 leikjum tímabilsins þar sem Wade hefur ekki verið með.

Körfubolti

Tæknimistökin verða okkur að falli

Kári Kristján Kristjánsson átti magnaðan leik gegn Spánverjum í gær. Hann kom af bekknum, skoraði þrjú mörk og fiskaði ein fjögur víti. Hann var þess utan duglegur að opna fyrir félaga sína enda enginn hægðarleikur fyrir Spánverjana að komast í kringum "Heimaklett“ eins og Eyjamaðurinn þrekni er stundum kallaður.

Handbolti

Köstuðu leiknum frá sér í upphafi

Draumur íslenska landsliðsins um undanúrslitasæti á EM dó endanlega í gær þegar liðið tapaði með fimm mörkum, 31-26, fyrir frábæru liði Spánverja. Hörmuleg byrjun á leiknum reyndist of dýrkeypt.

Handbolti

Aron Einar og félagar komnir á Wembley

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City komust í kvöld í úrslitaleikinn í enska deildabikarnum eftir sigur á Crystal Palace eftir vítakeppni. Tom Heaton var hetja velska liðsins því hann varði tvö víti í vítakeppninni.

Enski boltinn