Handbolti

Arnór: Förum héðan nokkuð sáttir

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Arnór hefur átt gott mót.
Arnór hefur átt gott mót. mynd/vilhelm
Arnór Atlason var þokkalega sáttur eftir jafnteflið gegn Frökkum í dag. Ísland var í góðum möguleika á að landa sigri en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða.

"Það er ekkert slys að hafa ekki unnið. Ætli við lendum ekki sjöunda til áttunda sæti sem er ágætt held ég þó svo við hefðum viljað fara hærra. Það var klúðrið í riðlinum sem fór með þetta hjá okkur," sagði Arnór en sá samt margt jákvætt við mótið.

"Það eru nýir menn að koma inn og þeir stóðu sig mjög vel. Það er gríðarlega jákvætt. Okkur vantaði Óla og Snorra í þetta mót sem og Alex í allan milliriðilinn. Samt fáum við þrjú stig í riðlinum.

"Árið er ungt og það er mikið fram undan hjá okkur. Við förum héðan nokkuð sáttir. Auðvitað erum við svekktir að hafa ekki náð lengra. Það lögðu sig allir fram og börðust allan tímann. Við gerðum allt sem við gátum og þetta er niðurstaðan."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×