Sport

Bárður: Vill fá hálfan Skagafjörðinn í höllina

"Við erum bara í skýjunum eftir þennan leik,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn á KR í undanúrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Tindastóll vann leikinn 89-86 og eru því komnir í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta Keflvíkingum 18. febrúar.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KFÍ 90-77

Keflavík er komið í úrslit Poweradebikarsins eftir 90-77 sigur á KFÍ á heimavelli sínum í kvöld. KFÍ sem er á toppi 1. deildar gerði hvað það gat til að stríða Keflavík en að lokum var getumunurinn á liðunum of mikill og sigur Keflavíkur öruggur.

Körfubolti

Rooney: Við gefumst aldrei upp

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, telur að endurkoman gegn Chelsea fyrr í dag þegar liðið lenti þremur mörkum undir en náði síðan að jafna leikinn eigi eftir að reyndast liðinu dýrmætt.

Enski boltinn

Engar viðræður hafa verið á milli Barcelona og van Persie

Sögusagnir um að Robin van Persie, leikmaður Arsenal, sé á leiðinni til Spánar eftir núverandi tímabil hafa verið á kreiki í fjölmiðlum að undanförnu. Josep Maria Bartomeu, varaforseti knattspyrnuliðsins Barcelona, hefur nú sagt frá því í spænskum fjölmiðlum að það eigi ekki við nein rök að styðjast.

Enski boltinn

Áratugur síðan að Manchester United vann síðast á Brúnni

Andre Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea eiga ekki mikla möguleika á því að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn en þeir geta haft áhrif á þróun mála í toppbaráttunni. Chelsea fær Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í dag þar sem Chelsea hefur ekki tapað mörgum stigum á undanförnum árum á móti erkifjendum sínum.

Enski boltinn

Jón Arnór með tólf stig í sigri á Valencia

Jón Arnór Stefánsson átti ágætan leik þegar CAI Zaragoza vann 71-63 sigur á Valencia Basket í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Þetta var þriðji sigur Zaragoza-liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið gerði út um leikinn í dag með því að vinna fjórða leikhlutann 23-9.

Körfubolti

NBA: Parker með 42 stig í sigri San Antonio á Oklahoma City

San Antonio Spurs liðið er að komast á skrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann besta lið deildarinnar, Oklahoma City Thunder, í nótt þökk sé stórleik frá Tony Parker. Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers töpuðu bæði sínum leikjum en New York Knicks náði að vinna nágrannaslaginn við New Jersey Nets.

Körfubolti

Skrifa Stólarnir nýja sögu?

Undanúrslit Poweradebikars karla fara fram í kvöld þegar Keflavík fær KFÍ í heimsókn í Toyota-höllina í Keflavík og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum en báðir leikir hefjast klukkan 19.15.

Körfubolti

PSG stígur ekki feilspor undir stjórn Ancelotti

Paris Saint-Germain er áfram með þriggja stiga forskot á Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 3-1 sigur á Evian í gær. PSG hefur unnið fimm fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans Carlos Ancelotti.

Fótbolti

KR-ingar skoruðu níu mörk gegn ÍR - sjáið mörkin

KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í dag með því að vinna 9-0 stórsigur á ÍR í Egilshöllinni. Framarar fara einnig í undanúrslitin þrátt fyrir að þeir gerðu bara jafntefli við Leikni en Breiðhyltingar hefðu með sigri farið áfram á kostnað KR-inga.

Íslenski boltinn