Sport

Dalglish: Suarez mun taka í hönd Evra

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, á von á því að Luis Suarez muni fara eftir settum reglum og taka í hönd Patrice Evra fyrir leik liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Enski boltinn

Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf

Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum.

Íslenski boltinn

Bíð ekki í vöggunni eftir snuddunni

Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur.

Handbolti

Ágúst útilokar ekki að koma heim

„Ég er með tilboð frá Odense í Danmörku að þjálfa kvennaliðið þar og verð að svara því fljótlega. Það er ágætlega spennandi og svo hafa verið fyrirspurnir frá karla og kvennaliðum í Skandinavíu. Það er samt ekkert sem ég er hoppandi spenntur fyrir," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna og þjálfari norska liðsins Levanger.

Handbolti

Eru engir hommar í enska boltanum?

Nýlega var frumsýnd heimildarmyndin "Britain's gay footballers" á BBC 3 sjónvarpstöðinni á Bretlandseyjum. Í myndinni leitar hin 23 ára Amal Fashanu að samkynhneigðum atvinnumönnum í knattspyrnu en það reynist henni þrautinni þyngri.

Enski boltinn

Caceres afgreiddi AC Milan

Juventus er í góðri stöðu að loknum 2-1 útisigri á AC Milan í fyrri viðureign félaganna í undanúrslitum ítalska bikarsins í kvöld.

Fótbolti

Shaq óskaði Kobe til hamingju

Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers.

Körfubolti

Senegal rak landsliðsþjálfarann

Amara Traore hefur verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Senegal en liðið þótti valda miklum vonbrigðum á Afríkukeppninni í knattspyrnu sem nú stendur yfir.

Fótbolti

Schumacher fljótastur á æfingum dagsins

Michael Schumacher, á 2011 árgerð Mercedes bílsins, var fljótastur á æfingum F1 liða á Jerez brautinni á Spáni í morgun. Æfingatímabil keppnisliða hófst í gær þegar Kimi Raikkönen var fljótastur á 2012 árgerð Lotus liðsins. Kimi varð síðan fimmti á æfingum dagsins.

Formúla 1

Suarez segir að mótlætið muni efla sig

Luis Suarez verður í eldlínunni um helgina þegar að Manchester United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það má búast fastlega við því að hann fái heldur óblíðar mótttökur hjá stuðningsmönnum United.

Enski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Valur – Stjarnan 35-28

Valskonur eru komnar í úrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta eftir öruggan sigur á Stjörnunni, 35-28. Valskonur höfðu töluverða yfirburði í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Liðið mætir ÍBV í úrslitum þann 25. febrúar næstkomandi.

Handbolti