Bíð ekki í vöggunni eftir snuddunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 07:15 Kári Kristján er óviss um hvað framtíðin beri í skauti sér. Hann er hér í miklum átökum gegn Spánverjum á EM en Kári átti margar fínar innkomur á mótinu í Serbíu.fréttablaðið/vilhelm Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur. „Staðan er þannig að það eru þessar klassísku þreifingar í gangi," sagði Kári Kristján sem er í viðræðum við félag sitt, Wetzlar, um nýjan samning og svo er annað þýskt úrvalsdeildarlið komið inn í myndina. „‚Ég er með skemmtilegt mál í myndinni sem kom upp í byrjun desember og ég er að vonast til þess að það fari að skýrast fljótlega hvort af því verði. Á meðan er ég ekkert að pressa sérstaklega mikið á Wetzlar. Mér finnst þetta vera mjög spennandi dæmi," sagði Kári Kristján en hann var með öllu ófáanlegur til þess að gefa upp nafn félagsins sem væri í myndinni. Viðræður Kára og Wetzlar hafa verið stál í stál síðustu mánuði og virðist nokkuð bera á milli í þeim viðræðum. „Ég skrifa ekki undir þann samning sem þeir hafa boðið mér. Ég gerði þeim gagntilboð og eins og gengur í þessum bransa er verið að þrefa um þetta mál. Þeir vilja lækka mitt gagntilboð en við því mátti svo sem búast," sagði Kári en hann vill helst af öllu fara að klára sín mál. Vildi klára sín mál í desember„Ég hefði helst af öllu viljað hafa allt klárt í desember því vitað var ef það næðist ekki myndi allt frestast fram í febrúar út af EM. Það verður eitthvað að gerast núna í mínum málum. Ég er samt ekkert að bíða í vöggunni eftir því að mér verði rétt snuddan. Ég er ekki að ganga á eftir neinu heldur. Bransinn virkar þannig að ef maður stendur sig þá á þetta að koma til manns og við sjáum hvað setur.." Kári hefur átt virkilega gott tímabil með Wetzlar í vetur og oftar en ekki verið markahæstur eða með markahæstu mönnum liðsins. Hann er þess utan orðin vítaskytta liðsins sem er nýtt hlutverk fyrir hann. „Ég hef verið mjög ánægður með minn leik og vonandi heldur það áfram. Ég hef verið heitur á vítalínunni í síðustu leikjum og skoraði úr öllum fjórum vítunum í síðasta leik fyrir EM. Ekki enn klikkað á punktinum og gaman að því." Wetzlar er nýbúið að semja við hinn 37 ára gamla línumann, Andrej Klimovets. Tengist það eitthvað því að Kára gangi illa að semja við félagið? „Hann fékk samning út tímabilið og er aðallega hugsaður sem varnarmaður en svo getur vel verið að hann spili líka einhverja sókn. Hinn línumaðurinn hefur verið meiddur og þeir vildu auka breiddina. Maður veit samt aldrei hvernig þetta fer. Hann er Hvít-Rússi að upplagi og þjálfarinn er Hvít-Rússi. Hann hefur líka átt flottan feril en það segir samt sína sögu að hann fékk ekki samning fyrir þetta tímabil." Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur. „Staðan er þannig að það eru þessar klassísku þreifingar í gangi," sagði Kári Kristján sem er í viðræðum við félag sitt, Wetzlar, um nýjan samning og svo er annað þýskt úrvalsdeildarlið komið inn í myndina. „‚Ég er með skemmtilegt mál í myndinni sem kom upp í byrjun desember og ég er að vonast til þess að það fari að skýrast fljótlega hvort af því verði. Á meðan er ég ekkert að pressa sérstaklega mikið á Wetzlar. Mér finnst þetta vera mjög spennandi dæmi," sagði Kári Kristján en hann var með öllu ófáanlegur til þess að gefa upp nafn félagsins sem væri í myndinni. Viðræður Kára og Wetzlar hafa verið stál í stál síðustu mánuði og virðist nokkuð bera á milli í þeim viðræðum. „Ég skrifa ekki undir þann samning sem þeir hafa boðið mér. Ég gerði þeim gagntilboð og eins og gengur í þessum bransa er verið að þrefa um þetta mál. Þeir vilja lækka mitt gagntilboð en við því mátti svo sem búast," sagði Kári en hann vill helst af öllu fara að klára sín mál. Vildi klára sín mál í desember„Ég hefði helst af öllu viljað hafa allt klárt í desember því vitað var ef það næðist ekki myndi allt frestast fram í febrúar út af EM. Það verður eitthvað að gerast núna í mínum málum. Ég er samt ekkert að bíða í vöggunni eftir því að mér verði rétt snuddan. Ég er ekki að ganga á eftir neinu heldur. Bransinn virkar þannig að ef maður stendur sig þá á þetta að koma til manns og við sjáum hvað setur.." Kári hefur átt virkilega gott tímabil með Wetzlar í vetur og oftar en ekki verið markahæstur eða með markahæstu mönnum liðsins. Hann er þess utan orðin vítaskytta liðsins sem er nýtt hlutverk fyrir hann. „Ég hef verið mjög ánægður með minn leik og vonandi heldur það áfram. Ég hef verið heitur á vítalínunni í síðustu leikjum og skoraði úr öllum fjórum vítunum í síðasta leik fyrir EM. Ekki enn klikkað á punktinum og gaman að því." Wetzlar er nýbúið að semja við hinn 37 ára gamla línumann, Andrej Klimovets. Tengist það eitthvað því að Kára gangi illa að semja við félagið? „Hann fékk samning út tímabilið og er aðallega hugsaður sem varnarmaður en svo getur vel verið að hann spili líka einhverja sókn. Hinn línumaðurinn hefur verið meiddur og þeir vildu auka breiddina. Maður veit samt aldrei hvernig þetta fer. Hann er Hvít-Rússi að upplagi og þjálfarinn er Hvít-Rússi. Hann hefur líka átt flottan feril en það segir samt sína sögu að hann fékk ekki samning fyrir þetta tímabil."
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira