Bíð ekki í vöggunni eftir snuddunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 07:15 Kári Kristján er óviss um hvað framtíðin beri í skauti sér. Hann er hér í miklum átökum gegn Spánverjum á EM en Kári átti margar fínar innkomur á mótinu í Serbíu.fréttablaðið/vilhelm Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur. „Staðan er þannig að það eru þessar klassísku þreifingar í gangi," sagði Kári Kristján sem er í viðræðum við félag sitt, Wetzlar, um nýjan samning og svo er annað þýskt úrvalsdeildarlið komið inn í myndina. „‚Ég er með skemmtilegt mál í myndinni sem kom upp í byrjun desember og ég er að vonast til þess að það fari að skýrast fljótlega hvort af því verði. Á meðan er ég ekkert að pressa sérstaklega mikið á Wetzlar. Mér finnst þetta vera mjög spennandi dæmi," sagði Kári Kristján en hann var með öllu ófáanlegur til þess að gefa upp nafn félagsins sem væri í myndinni. Viðræður Kára og Wetzlar hafa verið stál í stál síðustu mánuði og virðist nokkuð bera á milli í þeim viðræðum. „Ég skrifa ekki undir þann samning sem þeir hafa boðið mér. Ég gerði þeim gagntilboð og eins og gengur í þessum bransa er verið að þrefa um þetta mál. Þeir vilja lækka mitt gagntilboð en við því mátti svo sem búast," sagði Kári en hann vill helst af öllu fara að klára sín mál. Vildi klára sín mál í desember„Ég hefði helst af öllu viljað hafa allt klárt í desember því vitað var ef það næðist ekki myndi allt frestast fram í febrúar út af EM. Það verður eitthvað að gerast núna í mínum málum. Ég er samt ekkert að bíða í vöggunni eftir því að mér verði rétt snuddan. Ég er ekki að ganga á eftir neinu heldur. Bransinn virkar þannig að ef maður stendur sig þá á þetta að koma til manns og við sjáum hvað setur.." Kári hefur átt virkilega gott tímabil með Wetzlar í vetur og oftar en ekki verið markahæstur eða með markahæstu mönnum liðsins. Hann er þess utan orðin vítaskytta liðsins sem er nýtt hlutverk fyrir hann. „Ég hef verið mjög ánægður með minn leik og vonandi heldur það áfram. Ég hef verið heitur á vítalínunni í síðustu leikjum og skoraði úr öllum fjórum vítunum í síðasta leik fyrir EM. Ekki enn klikkað á punktinum og gaman að því." Wetzlar er nýbúið að semja við hinn 37 ára gamla línumann, Andrej Klimovets. Tengist það eitthvað því að Kára gangi illa að semja við félagið? „Hann fékk samning út tímabilið og er aðallega hugsaður sem varnarmaður en svo getur vel verið að hann spili líka einhverja sókn. Hinn línumaðurinn hefur verið meiddur og þeir vildu auka breiddina. Maður veit samt aldrei hvernig þetta fer. Hann er Hvít-Rússi að upplagi og þjálfarinn er Hvít-Rússi. Hann hefur líka átt flottan feril en það segir samt sína sögu að hann fékk ekki samning fyrir þetta tímabil." Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur. „Staðan er þannig að það eru þessar klassísku þreifingar í gangi," sagði Kári Kristján sem er í viðræðum við félag sitt, Wetzlar, um nýjan samning og svo er annað þýskt úrvalsdeildarlið komið inn í myndina. „‚Ég er með skemmtilegt mál í myndinni sem kom upp í byrjun desember og ég er að vonast til þess að það fari að skýrast fljótlega hvort af því verði. Á meðan er ég ekkert að pressa sérstaklega mikið á Wetzlar. Mér finnst þetta vera mjög spennandi dæmi," sagði Kári Kristján en hann var með öllu ófáanlegur til þess að gefa upp nafn félagsins sem væri í myndinni. Viðræður Kára og Wetzlar hafa verið stál í stál síðustu mánuði og virðist nokkuð bera á milli í þeim viðræðum. „Ég skrifa ekki undir þann samning sem þeir hafa boðið mér. Ég gerði þeim gagntilboð og eins og gengur í þessum bransa er verið að þrefa um þetta mál. Þeir vilja lækka mitt gagntilboð en við því mátti svo sem búast," sagði Kári en hann vill helst af öllu fara að klára sín mál. Vildi klára sín mál í desember„Ég hefði helst af öllu viljað hafa allt klárt í desember því vitað var ef það næðist ekki myndi allt frestast fram í febrúar út af EM. Það verður eitthvað að gerast núna í mínum málum. Ég er samt ekkert að bíða í vöggunni eftir því að mér verði rétt snuddan. Ég er ekki að ganga á eftir neinu heldur. Bransinn virkar þannig að ef maður stendur sig þá á þetta að koma til manns og við sjáum hvað setur.." Kári hefur átt virkilega gott tímabil með Wetzlar í vetur og oftar en ekki verið markahæstur eða með markahæstu mönnum liðsins. Hann er þess utan orðin vítaskytta liðsins sem er nýtt hlutverk fyrir hann. „Ég hef verið mjög ánægður með minn leik og vonandi heldur það áfram. Ég hef verið heitur á vítalínunni í síðustu leikjum og skoraði úr öllum fjórum vítunum í síðasta leik fyrir EM. Ekki enn klikkað á punktinum og gaman að því." Wetzlar er nýbúið að semja við hinn 37 ára gamla línumann, Andrej Klimovets. Tengist það eitthvað því að Kára gangi illa að semja við félagið? „Hann fékk samning út tímabilið og er aðallega hugsaður sem varnarmaður en svo getur vel verið að hann spili líka einhverja sókn. Hinn línumaðurinn hefur verið meiddur og þeir vildu auka breiddina. Maður veit samt aldrei hvernig þetta fer. Hann er Hvít-Rússi að upplagi og þjálfarinn er Hvít-Rússi. Hann hefur líka átt flottan feril en það segir samt sína sögu að hann fékk ekki samning fyrir þetta tímabil."
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira