Handbolti

Hamburg lagði Berlin | Kári skoraði sigurmark Wetzlar

Úr leik Hamburg og Berlin í kvöld.
Úr leik Hamburg og Berlin í kvöld.
Þýskalandsmeistarar Hamburg unnu afar mikilvægan heimasigur, 24-23, á lærisveinum Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin í kvöld. Hamburg enn í þriðja sæti en aðeins stigi á eftir Berlin.

Leikur liðanna var æsispennandi. Berlin leiddi frá fyrstu mínútu en þegar 15 mínútur lifðu leiks komst Hamburg yfir í fyrsta skipti í leiknum.

Eftir það héldust liðin í hendur og spennan mikil allt til enda. Berlin fékk lokasóknina í leiknum en tókst ekki að koma skoti á markið og Hamburg fagnaði.

Lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, vann auðveldan útisigur, 24-30, á Balingen. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað hjá Löwen í leiknum.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði sigurmark Wetzlar gegn Göppingen í 26-25 sigri Wetzlar. Kári skoraði lokamark Wetzlar í leiknum en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg lögðu TuS N-Lübbecke, 28-25. Afmælisbarnið Sverre Andreas Jakobsson fékk enga afmælisgjöf frá félögum sínum er þeir töpuðu á heimavelli gegn Gummersbach, 32-33.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×