Sport

Keflavík ætlar ekki að áfrýja - undanúrslitaleikirnir á mánudagskvöldið

Mótanefnd KKÍ hefur sett á undanúrslitaleiki Powerade-bikars kvenna næstkomandi mánudag kl. 19.15 en það hefur dregist að setja leikina á vegna kærumáls. Keflavík kærði framkvæmd leiks Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiksins skuli standa.

Körfubolti

Garnett og Duncan ekki valdir en Dirk og Pierce verða með

Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, hefur ekki átt gott tímabil í NBA-deildinni í körfubolta en var engu að síður valinn í Stjörnuleikinn sem fram fer í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Það var tilkynnt í gær hverjir verða varamenn í leiknum í ár. Dirk var maðurinn á bak við sigur Dallas síðasta sumar en er "aðeins" að skila 17,6 stigum að meðaltali í leik í vetur.

Körfubolti

Wenger: Henry fer frá Arsenal 16. febrúar

Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry mun fara frá Arsenal eftir fyrri leikinn á móti AC Milan í Meistaradeildinni og á því aðeins eftir að spila tvo leiki með liðinu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal og landi Henry, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Enski boltinn

Lagerbäck valdi 36 leikmenn fyrir tvo leiki í febrúar

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið fyrstu landsliðshópa sína en hann tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Japan og Svartfjallaland sem fara fram 24. og 29. febrúar næstkomandi.

Íslenski boltinn

Babbel tekinn við Hoffenheim

Markus Babbel er nýr þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim og hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til loka leiktíðarinnar 2014.

Fótbolti

Guðmundur: Verðum áfram ljónsterkir

Þýska úrvalsdeildin er komin aftur af stað eftir að Evrópumeistaramótinu í Serbíu lauk. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er því kominn aftur í sitt daglega starf – að þjálfa Rhein-Neckar Löwen.

Handbolti

Ferrari ósátt með nýja bílinn á æfingum

Tæknistjóri Ferrari liðsins, Pat Fry, sagðist ekki vera ánægður með stöðu Ferrari liðsins það sem af er. "Ég er ekki ánægður með hvar við stöndum í augnablikinu," sagði hann. "Það eru margir fletir sem þarf að endurskoða. Bíllinn virkar ágætlega sumstaðar en það á ekki við um allar aðstæður."

Formúla 1

Rosberg fljótastur en heimsmeistarinn þriðji

Nico Rosberg á Mercedes bíl síðasta árs var fljótastur á þriðja degi æfinga á Jerez-brautinni á Spáni í dag. Rosberg er liðsfélagi Michaels Schumachers sem ekkert fékk að aka í dag eftir að hafa verið fljótastur í gær á sama bíl.

Formúla 1

Kæru Keflvíkinga hafnað | Úrslitin standa í leik Njarðvíkur og Keflavíkur

Úrslitin úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta sem fram fór þann 23. janúar síðastliðinn, munu standa en það er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. Njarðvík verður því í undanúrslitum keppninnar ásamt Haukum, Snæfelli og Stjörnunni. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti

Paul di Resta: Furðulegu bílarnir betri í ár

Skoski ökuþórinn Paul di Resta hjá Force India liðinu sagði í viðtali á Spáni í dag að nýju bílarnir væru betri en þeir í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. Æfingatímabil F1 liða stendur nú yfir. Vænta má betri hringtíma í mótum ársins að mati di Resta.

Formúla 1