Ferrari ósátt með nýja bílinn á æfingum 9. febrúar 2012 20:30 Ferrari bíllinn hans Alonso þarfnast mikilla endurbóta ef hann á að keppa um titil í ár. AP Photo Tæknistjóri Ferrari liðsins, Pat Fry, sagðist ekki vera ánægður með stöðu Ferrari liðsins það sem af er. "Ég er ekki ánægður með hvar við stöndum í augnablikinu," sagði hann. "Það eru margir fletir sem þarf að endurskoða. Bíllinn virkar ágætlega sumstaðar en það á ekki við um allar aðstæður." Ferrari liðið ákvað, eftir lélegt tímabil í fyrra, að gerast djarfara í hönnun sinni á nýja bílnum. "Það er að koma niður á því hvernig við setjum bílinn upp. Það er erfiðara að skilja hvernig við finnum hina fullkomnum uppsetningu með svo djarfa hönnun." Fernando Alonso ók Ferrari bílnum á æfingum í dag og endaði neðarlega í röðinni. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir of snemt að áætla hvar Red Bull liðið standi í heimsmeistarakeppninni í ár. Vettel ók nýjum Red Bull bíl á æfingunum á Jerez og varð þriðji. Þetta var fyrsti snúningur Vettels í RB8, 2012 árgerð Red Bull. "Við verðum að einbeita okkur að okkar bíl. Það er varla tími til að sjá hvað hinir eru að gera," sagði Vettel við blaðamenn síðdegis. "Við bíðum núna eftir bíl frá Mercedes liðinu og þá getum við kortlagt þetta betur. Það er þó ljóst að keppnin verður hörð í ár, jafnvel harðari en í fyrra." Mercedes liðið er eina toppliðið sem á eftir að frumsýna nýtt afkvæmi. Liðið tók ákvörðun um að fresta frumsýningunni um þrjár vikur og koma með fullmótaðann bíl í lok febrúar. Formúla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Tæknistjóri Ferrari liðsins, Pat Fry, sagðist ekki vera ánægður með stöðu Ferrari liðsins það sem af er. "Ég er ekki ánægður með hvar við stöndum í augnablikinu," sagði hann. "Það eru margir fletir sem þarf að endurskoða. Bíllinn virkar ágætlega sumstaðar en það á ekki við um allar aðstæður." Ferrari liðið ákvað, eftir lélegt tímabil í fyrra, að gerast djarfara í hönnun sinni á nýja bílnum. "Það er að koma niður á því hvernig við setjum bílinn upp. Það er erfiðara að skilja hvernig við finnum hina fullkomnum uppsetningu með svo djarfa hönnun." Fernando Alonso ók Ferrari bílnum á æfingum í dag og endaði neðarlega í röðinni. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir of snemt að áætla hvar Red Bull liðið standi í heimsmeistarakeppninni í ár. Vettel ók nýjum Red Bull bíl á æfingunum á Jerez og varð þriðji. Þetta var fyrsti snúningur Vettels í RB8, 2012 árgerð Red Bull. "Við verðum að einbeita okkur að okkar bíl. Það er varla tími til að sjá hvað hinir eru að gera," sagði Vettel við blaðamenn síðdegis. "Við bíðum núna eftir bíl frá Mercedes liðinu og þá getum við kortlagt þetta betur. Það er þó ljóst að keppnin verður hörð í ár, jafnvel harðari en í fyrra." Mercedes liðið er eina toppliðið sem á eftir að frumsýna nýtt afkvæmi. Liðið tók ákvörðun um að fresta frumsýningunni um þrjár vikur og koma með fullmótaðann bíl í lok febrúar.
Formúla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira