Sport

Hernandez: Viljum vinna alla bikara

Það er óhætt að segja að Evrópudeildin hafi aldrei áður verið eins áhugaverð og í vetur með tilkomu Man. Utd og Man. City. Man. Utd mun spila gegn Ajax á morgun.

Fótbolti

PSV vill fá Hiddink

Það er aldrei neinn skortur á eftirspurn þegar hollenski þjálfarinn Guus Hiddink er annars vegar. Nú vill PSV Eindhoven fá hann við stjórnvölinn í þriðja skiptið á hans ferli.

Fótbolti

Scholes líklega með Man. Utd á næstu leiktíð

Paul Scholes hefur staðið sig frábærlega með Man. Utd síðan hann ákvað mjög óvænt að taka skóna niður úr hillunni í byrjun ársins. Nú er talið ansi líklegt að hann spili með liðinu út næstu leiktíð rétt eins og Ryan Giggs.

Enski boltinn

Wolves með þrjá stjóra í sigtinu

Félag Eggerts Gunnþórs Jónssonar, Wolves, er enn í stjóraleit eftir að félagið rak Mick McCarthy í upphafi vikunnar. Samkvæmt heimildum Sky þá koma þrír stjórar til greina í starfið.

Enski boltinn

Guðmundur samdi við Hauka

Bakvörðurinn Guðmundur Sævarsson skrifaði í gær undir eins árs samning við 1. deildarlið Hauka en hann kemur til liðsins frá erkifjendunum í FH. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu í dag.

Íslenski boltinn

Lin ævintýrið heldur áfram | nýliðinn tryggði Knicks sigur

Sigurganga New York Knicks heldur áfram í NBA deildinni og ævintýrið heldur áfram hjá leikstjórnandum Jeremy Lin sem tryggði sigurinn gegn Toronto með þriggja stiga skoti 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 90-87 og er þetta sjötti sigurleikur Knicks í röð. Liðið hefur nú unnið 14 leiki en tapað 15. Lin var stigahæstur í liði Knicks með 27 stig og hann gaf að auki 11 stoðsendingar.

Körfubolti

Lennon: Þetta var bara vinaleg stríðni

Eftir leikinn á mánudag fóru Steven Lennon og Gary Martin, leikmaður ÍA, mikinn á samskiptasíðunni Twitter þar sem þeir gerðu stólpagrín að Skúla Jóni Friðgeirssyni, leikmanni KR en Fram vann 5-0 sigur á KR þar sem Lennon skoraði öll fimm mörk Framliðsins.

Íslenski boltinn

Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld

Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó.

Fótbolti

Bryndís er ekki með slitið krossband en Helga er úr leik

KR verður án tveggja lykilmanna á næstunni en liðið stendur í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Varafyrirliðinn Helga Einarsdóttir verður ekkert meira með á tímabilinu vegna meiðsla í baki og Bryndís Guðmundsdóttir missir af næstu þremur til fjórum vikum.

Körfubolti

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport

Þorsteinn J. og gestir ræddu sigur Barcelona á Bayern Leverkusen í Meistaradeildinni í knattspyrnu. Sérfræðingar þáttarins, Reynir Leósson og Pétur Marteinsson, fóru yfir gang mála. Ennfremur veltu þeir vöngum yfir stórleiknum AC Milan og Arsenal á miðvikudag en upphitun fyrir þann leik hefst kl 19.00 á Stöð2 sport.

Fótbolti

Massimo Taibi: Ég sé sjálfan mig í David de Gea

Massimo Taibi, fyrrum markvörður Manchester United, þekkir það manna best hvernig að er falla ekki í kramið á Old Trafford en hann yfirgaf félagið með skottið á milli lappanna árið 2000 eftir að hafa gert nokkur stór mistök í mark Manchester United.

Enski boltinn

Guardiola: Af hverju ætti ég að hvíla Messi

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var að sjálfsögðu kátur eftir 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Lionel Messi skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum en eftir leikinn var Guardiola spurður út í það hvort að hann ætti að hvíla Messi meira.

Fótbolti

Messi og félagar sýndu styrk sinn í Leverkusen - myndir

Tvö mörk frá Sílemanninum Alexis Sanchez og mark frá snillingnum Lionel Messi í blálokin tryggðu Barcelona 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Börsungar eru svo gott sem komnir áfram í átta liða úrslitin eftir þennan flotta sigur.

Fótbolti

Tap hjá Brynjari og félögum í Jämtland

Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jämtland Basket þurftu að sætta sig við naumt 79-81 tap á útivelli á móti LF Basket í sænska körfuboltanum í kvöld. Jämtland var yfir stóran hluta leiksins en missti leikinn frá sér í lokin.

Körfubolti

Lyon náði bara að skora eitt framhjá varnarmúr APOEL

Alexandre Lacazette tryggði franska liðinu Lyon 1-0 sigur á APOEL Nicosia frá Kýpur í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þessi úrslit þýða að Kýpurmennirnir eiga enn ágæta möguleika á því að komast í átta liða úrslitin.

Fótbolti

Barcelona í flottum málum eftir 3-1 útisigur á Leverkusen

Evrópumeistarar Barcelona eru í frábærum málum eftir 3-1 útisigur á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Sílemaðurinn Alexis Sánchez var hetja kvöldsins hjá Börsungum því hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins sitthvorum megin við hálfleikinn og Lionel Messi innsiglaði síðan sigurinn í lokin.

Fótbolti