Sport

Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013

Í ár var óvenjumikill fjöldi umsókna um veiðileyfi í Elliðaánum og fengu færri en vildu. Það er því ljóst að breyta þarf um fyrirkomulag úthlutunar leyfa til að gefa sem flestum kost á að veiða í Elliðaánum. Rætt hefur verið að taka frá 2-3 vikur yfir sumartímann og veita ungum félagsmönnum og eldri félögum, ákveðinn forgang á þeim tíma.

Veiði

Sigurður valdi tvo nýliða | systurnar úr Eyjum í A-landsliðshópnum

Tveir nýliðar eru í A-landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins tekur þátt á Algarve Cup. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti val sitt í dag en fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum þann 29.febrúar. Ísland lék til úrslita á þessu móti fyrir ári síðan. Svíþjóð og Kína eru einnig í riðlinum með Íslandi og Þýskalandi.

Fótbolti

Ferguson ætlar að taka 2-3 ár til viðbótar hjá Man Utd

Sir Alex Ferguson er staðráðinn í því að halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United næstu 2-3 árin. Ferguson er sjötugur að aldri og hefur enn gríðarlega gaman að því að mæta í vinnuna. Skotinn er sannfærður um að hann verði áfram í vinnu hjá Man Utd þegar hann hættir störfum sem knattspyrnustjóri liðsins.

Enski boltinn

Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma

Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig.

Körfubolti

KFÍ leikur í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, KFÍ, tryggði sér um helgina efsta sætið í 1. deild karla í körfuknattleik og leikur KFÍ í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. Það var Höttur frá Egilsstöðum sem gulltryggði KFÍ efsta sætið með því að leggja Skallagrím að velli í Borgarnesi í gærdag. Skallagrímur var eina liðið sem gat náð KFÍ að stigum en eftir ósigurinn í gær er ljóst að Borgnesingar geta ekki náð efsta sætinu.

Körfubolti

Bill Haas hafði sigur eftir þriggja manna bráðabana

Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum.

Golf

Iðjuleysi myndi gera út af við mig

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, stendur í ströngu þessa dagana. Hann leikur með Magdeburg í Þýskalandi þar sem hann er í harðri samkeppni um mínútur inni á vellinum og í janúar fékk hann í fyrsta sinn á ferlinum að kynnast alvöru mótlæti með íslenska landsliðinu.

Handbolti

Þórir og félagar komust upp fyrir Füchse Berlin

Lið Þóris Ólafssonar, Kielce, komst í annað sæti B-riðlis Meistaradeildarinnar með sigri á Bjerringbro/Silkeborg. Füchse Berlin tapaði á sama tíma gegn toppliði riðilsins, Atletico Madrid. Berlin er í fimmta sæti riðilsins en Bjerringbro stigalaust á botninum.

Handbolti