Sport

Löwen lá gegn meisturunum

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen urðu af mikilvægum stigum í kvöld er þeir töpuðu á útivelli, 27-24, gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg.

Handbolti

Áfrýjun QPR hafnað

Enska knattspyrnusambandið hefur hafnað áfrýjun QPR vegna rauða spjaldsins sem Shaun Derry fékk í leik liðsins gegn Manchester United um helgina.

Enski boltinn

Andri enn frá vegna meiðsla | Gunnar Már tæpur

Þó nokkuð er um forföll í leikmannahópi ÍBV þessa dagana en óvíst er hvenær fyrirliðinn Andri Ólafsson geti byrjað að spila á ný. Gunnar Már Guðmundsson meiddist nýlega en vonir eru bundnar við að hann geti náð fyrsta leik í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn

Fær Balotelli níu leikja bann?

Mario Balotelli mun missa af næstu þremur leikjum Manchester City vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Arsenal um helgina en ekki er útilokað að honum verði einnig refsað fyrir að tækla Alex Song í sama leik.

Enski boltinn

Fyrirliðabandið tekið af Fannari

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að Fannar Helgason verði ekki fyrirliði liðsins í ótilgreindan tíma vegna atviks sem átti sér stað í leik gegn Keflavík á dögunum.

Körfubolti

Ríf vonandi ekki eitthvað fyrir þessa Ólympíuleika

Vignir Svavarsson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir sigra á Síle og Japan í Króatíu. Vignir, sem missti af tveimur síðustu Ólympíuleikum, sér nú fyrstu Ólympíuleikana í hillingum.

Handbolti

Fimmtu Ólympíuleikarnir hjá Guðmundi

Strákarnir okkar eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir að þeir náðu öðru sætinu í sínum riðli í forkeppninni sem fram fór í Króatíu um páskana. Íslenska liðið tryggði sér farseðilinn með sannfærandi sigrum á Síle og Japan í tveimur fyrstu leikjum sínum. Tap í lokaleiknum á móti Króatíu skipti ekki máli því Guðmundur Guðmundsson var búinn að koma íslenska liðinu inn á þriðju Ólympíuleikana í röð.

Handbolti

Úrslitaleikurinn sem aldrei verður

Manchester United á enska meistaratitilinn vísan eftir leiki páskahelgarinnar. United-liðið vann 2-0 sigur á QPR og er komið með átta stiga forskot eftir að Manchester City tapaði 1-0 á móti Arsenal.

Enski boltinn

Búið að færa El Clásico

Stórleik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni hefur nú verið flýtt og mun hann fara fram laugardaginn, 21 apríl. Það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir El Clásico, eins og innbyrðis leikir liðanna eru kallaðir. Leikurinn er sérstaklega þýðingarmikill en hann gæti haft úrslitaáhrif um það hvort liðið hampi titlinum í ár.

Fótbolti

Jón Arnór stigahæstur á móti Barcelona

Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur hjá CAI Zaragoza í tapleik á móti stórliði Barcelona á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um helgina. Barcelona er á toppi deildarinnar og vann leikinn með 19 stigum, 68-49.

Körfubolti

KR-sigur eftir svakalega sigurkörfu - myndir

KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í úrslitakeppninni með því að vinna Þór úr Þorlákshöfn 82-79 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. KR-ingar hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni í ár auk þess að vinna tvo síðustu leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra.

Körfubolti

Benedikt Guðmundsson: Við stefnum á Íslandsmeistaratitillinn

Benedikt Guðmundsson, þjálfari nýliða Þórs úr Þorlákshöfn, þurfti að sætta sig við naumt tap í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins á móti hans gömlu félögum í KR. KR vann 82-79 og er komið í 1-0 en það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í lokaúrslitin.

Körfubolti

Balotelli búinn að biðjast afsökunar

Mario Balotelli, framherji Manchester City, hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk á móti Arsenal í gær. Balotelli fékk þá sitt annað gula spjald á 88. mínútu en Arsenal hafði skömmu áður skorað eina mark leiksins. Balotelli var reyndar í ruglinu allan leikinn og hefði getað verið búinn að fá rauða spjaldið mun fyrr.

Enski boltinn

Lamar Odom hættur hjá Dallas

Núverandi NBA-meistaralið, Dallas Mavericks, varð í dag fyrir áfalli þegar tilkynnt var að Lamar Odom, leikmaður liðsins, myndi ekki spila meira með liðinu á tímabilinu.

Körfubolti