Handbolti

Löwen lá gegn meisturunum

Króatinn Duvnjak sækir að marki Löwen í kvöld.
Króatinn Duvnjak sækir að marki Löwen í kvöld.
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen urðu af mikilvægum stigum í kvöld er þeir töpuðu á útivelli, 27-24, gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg.

Hamburg er því með fjögurra stiga forskot á Löwen en Löwen hefði getað komist upp að hlið Hamburg í fjórða sætinu með sigri.

Hamburg er þess utan komið upp að hlið Flensburg sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Róbert Gunnarsson átti ágæta innkomu inn í liði Löwen í síðari hálfleik. Náði ekki að skora en fiskaði tvö víti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×