Sport

Sunna kölluð inn í A-landsliðið

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur þurft að gera eina breytingu á landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Spáni og Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins.

Handbolti

Maggi Gylfa og Þórður Þórðarson í Boltanum á X977

Það gekk mikið á í gærkvöldi þegar þriðju umferð Pepsi-deildar karla lauk með fimm leikjum. Þjálfarar ÍBV og ÍA verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Magnús Gylfason þjálfari Eyjamann mun ræða við Valtý Björn Valtýsson um leik liðsins gegn KR og þá umræðu að Eyjamenn séu með marga erlenda leikmenn í sínum röðum. Þórður mun ræða um gott gengi Skagamanna sem eru efstir í deildinni með fullt hús stiga.

Íslenski boltinn

Hodgson ætlar ekki að taka Rio Ferdinand með á EM

Roy Hodgson, nýr landsliðsþjálfari Englendinga, tilkynnir EM-hóp enska landsliðsins í dag og heimildir enskra fjölmiðla herma að hann ætli ekki að taka Manchester United manninn Rio Ferdinand með á mótið. Kyle Walker hjá Tottenham missir væntanlega af EM vegna meiðsla og þá ætlar Hodgson ekki að velja Peter Crouch og Micah Richard.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Framfaraverðlaun tímabilsins

Verðlaunaafhendingar og viðurkenningar voru aðalmálið í uppgjörsþætti Sunnudagsmessunnar á Stöð 2 sport um s.l. helgi. Þar var keppnistímabilið gert upp með ýmsum hætti og komu sex leikmenn til greina í kjörinu á þeim leikmanni sem hefur sýnt mestar framfarir í vetur.

Enski boltinn

NBA: Indiana jafnaði á móti Miami

Indiana Pacers jafnaði metin í 1-1 í nótt í undanúrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Miami Heat en þetta var fyrsti heimaleikurinn sem Miami tapar í úrslitakeppninni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár. Indiana vann leikinn 78-75 og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Indianapolis.

Körfubolti

Teljarinn kominn upp í Elliðaánum

Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum kom teljaranum fyrir í Elliðaánum í gær. Að því er kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er tilgangurinn með teljaranum margþættur.

Veiði

Spenntur fyrir landsliðinu

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi sé landsliðsþjálfarastarfið. Aron hefur verið sterklega orðaður við landsliðið síðustu vikur. Aron segist þó ekkert vera að hugsa um starfið.

Handbolti

Pepsimörkin: Markaregnið úr 3. umferð

Það gekk mikið á í þriðju umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem lauk í kvöld með fimm leikjum. Skagamenn eru á toppi deildarinnar eftir þrjá sigurleiki í röð og Fram náði að landa sínum fyrstu stigum í mögnuðum leik gegn Grindavík. Kjartan Henry Finnbogason framherji Íslandsmeistaraliðs KR skoraði þrennu í 3-2 sigri KR gegn ÍBV þar sem vítaspyrnudómar voru allsráðandi. Öll tilþrifin og mörkin eru nú aðgengileg á Vísi.

Íslenski boltinn

Menn leikjanna í kvöld

Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og voru okkar menn að sjálfsögðu á staðnum. Einkunnir leikmanna liggja nú fyrir sem og hverjir voru valdir sem menn sinna leikja.

Íslenski boltinn

Del Piero að horfa til Englands

Juventus-maðurinn Alessandro Del Piero hefur áhuga á því að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni þegar samningur hans við Juve rennur út í sumar. Del Piero, sem er orðinn 37 ára, hefur verið í 19 ára hjá Juventus en fær ekki nýjan samning hjá félaginu.

Enski boltinn

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Leikjum kvöldsins í 3. umferð Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

Íslenski boltinn

Ferrari að missa þolinmæðina í málum Massa

Felipe Massa undir gríðarlegri pressu hjá Ferrari liðinu. Sú pressa hefur hins vegar aðallega verið utanað komandi en nú eru blikur á lofti um að liðið sé farið að missa þolinmæðina á slæmu gengi Brasilíumannsins.

Formúla 1

Carvalho og Bosingwa komast ekki í EM-hóp Portúgala

Paulo Bento, landsliðsþjálfari Portúgala, hefur valið 23 manna hóp fyrir Evrópumótið í fótbolta í sumar þar sem að liðið er í dauðariðlinum með Danmörku, Hollandi og Þýskalandi. Sextán af leikmönnunum spila annaðhvort á Spáni eða í Portúgal.

Fótbolti