Spenntur fyrir landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Aron viðurkennir áhuga sinn á landsliðsþjálfarastarfinu en er ekki að hugsa um það enda byrjaður að undirbúa Hauka fyrir næsta tímabil. Fréttablaðið/HAG Það hefur verið þrálátur orðrómur undanfarnar vikur um það að Aron Kristjánsson muni taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í sumar. Guðmundur er búinn að þjálfa landsliðið síðan árið 2008 og hefur náð einstökum árangri með liðið. Hann er aftur á móti í afar krefjandi starfi sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og er hermt að hann íhugi nú að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Forveri hans í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að til lengdar væri einfaldlega ekki hægt að sinna því að vera landsliðsþjálfari og þjálfari í Þýskalandi. Þess vegna hætti hann á sínum tíma. Aron viðurkennir að þessi orðrómur hafi ekki farið fram hjá honum sjálfum. Aron er enn þjálfari bikar- og deildarmeistara Hauka en er hann að fara að taka við landsliðinu í sumar? „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Hauka og þannig er bara mín staða. Guðmundur hefur ekkert gefið út um það að hann sé að fara að hætta og meðan staðan er þannig er ég ekkert að hugsa um það," sagði Aron en getur hann fengið sig lausan frá Haukum komi sú staða upp að Guðmundur hætti og HSÍ bjóði honum starfið? „Í öllum samningum eru klásúlur um hitt og þetta og það á einnig við um minn samning. Það er eitthvað sem menn yrðu að skoða ef upp kæmi en eins og ég segi þá er ég ekkert að hugsa um það." Aron segir þó að rétt eins og flestir þjálfarar hafi hann áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Það er mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi að mínu mati. Ég er samt ekki á leið út strax hjá Haukum. Er bara að hugsa um að gera Haukaliðið klárt fyrir næsta vetur og við erum þegar byrjaðir að æfa." Haukarnir hafa verið duglegir að safna liði upp á síðkastið. Fyrst komu þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson og á mánudag var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson væri á heimleið eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss. „Veturinn núna gekk mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Við erum í raun á undan áætlun. Þeir strákar hafa tekið framförum og nú fáum við sterka menn í hópinn líka svo við getum haldið áfram að keppa á toppnum," sagði Aron en Haukarnir verða klárlega í meistarabaráttu með þann mannskap sem þeir hafa nú í höndunum. Ekki er útlit fyrir að Haukarnir missi mikið. Birkir Ívar Guðmundsson er búinn að leggja skóna á hilluna og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er væntanlega á leið til Svíþjóðar. Olís-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Það hefur verið þrálátur orðrómur undanfarnar vikur um það að Aron Kristjánsson muni taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í sumar. Guðmundur er búinn að þjálfa landsliðið síðan árið 2008 og hefur náð einstökum árangri með liðið. Hann er aftur á móti í afar krefjandi starfi sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og er hermt að hann íhugi nú að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Forveri hans í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að til lengdar væri einfaldlega ekki hægt að sinna því að vera landsliðsþjálfari og þjálfari í Þýskalandi. Þess vegna hætti hann á sínum tíma. Aron viðurkennir að þessi orðrómur hafi ekki farið fram hjá honum sjálfum. Aron er enn þjálfari bikar- og deildarmeistara Hauka en er hann að fara að taka við landsliðinu í sumar? „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Hauka og þannig er bara mín staða. Guðmundur hefur ekkert gefið út um það að hann sé að fara að hætta og meðan staðan er þannig er ég ekkert að hugsa um það," sagði Aron en getur hann fengið sig lausan frá Haukum komi sú staða upp að Guðmundur hætti og HSÍ bjóði honum starfið? „Í öllum samningum eru klásúlur um hitt og þetta og það á einnig við um minn samning. Það er eitthvað sem menn yrðu að skoða ef upp kæmi en eins og ég segi þá er ég ekkert að hugsa um það." Aron segir þó að rétt eins og flestir þjálfarar hafi hann áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Það er mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi að mínu mati. Ég er samt ekki á leið út strax hjá Haukum. Er bara að hugsa um að gera Haukaliðið klárt fyrir næsta vetur og við erum þegar byrjaðir að æfa." Haukarnir hafa verið duglegir að safna liði upp á síðkastið. Fyrst komu þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson og á mánudag var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson væri á heimleið eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss. „Veturinn núna gekk mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Við erum í raun á undan áætlun. Þeir strákar hafa tekið framförum og nú fáum við sterka menn í hópinn líka svo við getum haldið áfram að keppa á toppnum," sagði Aron en Haukarnir verða klárlega í meistarabaráttu með þann mannskap sem þeir hafa nú í höndunum. Ekki er útlit fyrir að Haukarnir missi mikið. Birkir Ívar Guðmundsson er búinn að leggja skóna á hilluna og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er væntanlega á leið til Svíþjóðar.
Olís-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira