Spenntur fyrir landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Aron viðurkennir áhuga sinn á landsliðsþjálfarastarfinu en er ekki að hugsa um það enda byrjaður að undirbúa Hauka fyrir næsta tímabil. Fréttablaðið/HAG Það hefur verið þrálátur orðrómur undanfarnar vikur um það að Aron Kristjánsson muni taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í sumar. Guðmundur er búinn að þjálfa landsliðið síðan árið 2008 og hefur náð einstökum árangri með liðið. Hann er aftur á móti í afar krefjandi starfi sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og er hermt að hann íhugi nú að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Forveri hans í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að til lengdar væri einfaldlega ekki hægt að sinna því að vera landsliðsþjálfari og þjálfari í Þýskalandi. Þess vegna hætti hann á sínum tíma. Aron viðurkennir að þessi orðrómur hafi ekki farið fram hjá honum sjálfum. Aron er enn þjálfari bikar- og deildarmeistara Hauka en er hann að fara að taka við landsliðinu í sumar? „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Hauka og þannig er bara mín staða. Guðmundur hefur ekkert gefið út um það að hann sé að fara að hætta og meðan staðan er þannig er ég ekkert að hugsa um það," sagði Aron en getur hann fengið sig lausan frá Haukum komi sú staða upp að Guðmundur hætti og HSÍ bjóði honum starfið? „Í öllum samningum eru klásúlur um hitt og þetta og það á einnig við um minn samning. Það er eitthvað sem menn yrðu að skoða ef upp kæmi en eins og ég segi þá er ég ekkert að hugsa um það." Aron segir þó að rétt eins og flestir þjálfarar hafi hann áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Það er mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi að mínu mati. Ég er samt ekki á leið út strax hjá Haukum. Er bara að hugsa um að gera Haukaliðið klárt fyrir næsta vetur og við erum þegar byrjaðir að æfa." Haukarnir hafa verið duglegir að safna liði upp á síðkastið. Fyrst komu þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson og á mánudag var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson væri á heimleið eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss. „Veturinn núna gekk mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Við erum í raun á undan áætlun. Þeir strákar hafa tekið framförum og nú fáum við sterka menn í hópinn líka svo við getum haldið áfram að keppa á toppnum," sagði Aron en Haukarnir verða klárlega í meistarabaráttu með þann mannskap sem þeir hafa nú í höndunum. Ekki er útlit fyrir að Haukarnir missi mikið. Birkir Ívar Guðmundsson er búinn að leggja skóna á hilluna og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er væntanlega á leið til Svíþjóðar. Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Það hefur verið þrálátur orðrómur undanfarnar vikur um það að Aron Kristjánsson muni taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í sumar. Guðmundur er búinn að þjálfa landsliðið síðan árið 2008 og hefur náð einstökum árangri með liðið. Hann er aftur á móti í afar krefjandi starfi sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og er hermt að hann íhugi nú að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Forveri hans í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að til lengdar væri einfaldlega ekki hægt að sinna því að vera landsliðsþjálfari og þjálfari í Þýskalandi. Þess vegna hætti hann á sínum tíma. Aron viðurkennir að þessi orðrómur hafi ekki farið fram hjá honum sjálfum. Aron er enn þjálfari bikar- og deildarmeistara Hauka en er hann að fara að taka við landsliðinu í sumar? „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Hauka og þannig er bara mín staða. Guðmundur hefur ekkert gefið út um það að hann sé að fara að hætta og meðan staðan er þannig er ég ekkert að hugsa um það," sagði Aron en getur hann fengið sig lausan frá Haukum komi sú staða upp að Guðmundur hætti og HSÍ bjóði honum starfið? „Í öllum samningum eru klásúlur um hitt og þetta og það á einnig við um minn samning. Það er eitthvað sem menn yrðu að skoða ef upp kæmi en eins og ég segi þá er ég ekkert að hugsa um það." Aron segir þó að rétt eins og flestir þjálfarar hafi hann áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Það er mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi að mínu mati. Ég er samt ekki á leið út strax hjá Haukum. Er bara að hugsa um að gera Haukaliðið klárt fyrir næsta vetur og við erum þegar byrjaðir að æfa." Haukarnir hafa verið duglegir að safna liði upp á síðkastið. Fyrst komu þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson og á mánudag var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson væri á heimleið eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss. „Veturinn núna gekk mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Við erum í raun á undan áætlun. Þeir strákar hafa tekið framförum og nú fáum við sterka menn í hópinn líka svo við getum haldið áfram að keppa á toppnum," sagði Aron en Haukarnir verða klárlega í meistarabaráttu með þann mannskap sem þeir hafa nú í höndunum. Ekki er útlit fyrir að Haukarnir missi mikið. Birkir Ívar Guðmundsson er búinn að leggja skóna á hilluna og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er væntanlega á leið til Svíþjóðar.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira