Sport

Snorri Steinn: Mætum óhræddir til leiks

Úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handbolta ráðast um helgina. Þá fara fram undanúrslit og úrslit en Íslendingar eru í þremur af fjórum liðunum. Dönsku meistararnir í AG stefna á að fara alla leið fyrsta árið sitt í Meistaradeildinni.

Handbolti

Óli er maður stóru leikjanna

Ólafur Stefánsson mun mæta sínum gömlu félögum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. AG mætir þá Atletico Madrid, sem hét áður Ciudad Real. Ólafur varð þrívegis Evrópumeistari með Ciudad Real.

Handbolti

Meistararnir komnir í gang - myndir

Íslandsmeistarar KR unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld er FH kom í heimsókn. Þetta er þess utan annað árið í röð sem KR vinnur FH á heimavelli sem eru tíðindi enda hafði KR ekki unnið á FH á heimavelli í sjö ár þar til stíflan brast í fyrra.

Íslenski boltinn

Barton dæmdur í tólf leikja bann

Enski knattspyrnumaðurinn Joey Barton hjá QPR var í dag dæmdur í tólf leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína í leik Man. City og QPR í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Fletcher á góðum batavegi

Skotinn Darren Fletcher er á góðum batavegi eftir langa baráttu við sáraristilbólgu. Vonir standa til að hann geti byrjað að æfa á nýjan leik í næsta mánuði.

Enski boltinn

Upphitun: Sagan hliðholl FH á KR-velli

KR og FH mætast í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í kvöld. FH-ingar voru áskrifendur að þremur stigum á KR-vellinum í sjö ár eða allt þar til í fyrra. Þá tryggðu Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson KR langþráð þrjú stig í 2-0 sigri.

Íslenski boltinn