Snorri Steinn: Mætum óhræddir til leiks Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2012 08:00 Snorri er einn fjögurra Íslendinga hjá AG en allir gegna þeir mikilvægum hlutverkum í liðinu.mynd/ole nielsen Úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handbolta ráðast um helgina. Þá fara fram undanúrslit og úrslit en Íslendingar eru í þremur af fjórum liðunum. Dönsku meistararnir í AG stefna á að fara alla leið fyrsta árið sitt í Meistaradeildinni. Sex íslenskir landsliðsmenn í handbolta og tveir þjálfarar verða í eldlínunni með liðum sínum þegar úrslitin í Meistaradeild Evrópu ráðast um helgina. Þá fer fram hið svokallaða „Final Four" þar sem undanúrslitin verða leikin á laugardaginn og úrslitin á sunnudag. Leikið verður í hinni glæsilegu Lanxess-höll í miðborg Kölnar í Þýskalandi. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eigast við í öðrum undanúrslitaleiknum en þar munu mætast þjálfararnir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson, sem og landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin). Í hinni viðureigninni í undanúrslitum mætast dönsku meistararnir í AG og Atletico Madrid frá Spáni – sem hét áður Ciudad Real og er eitt allra sigursælasta handboltafélag Evrópu síðustu ára. Með AG leika sem kunnugt er fjórir Íslendingar; Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Sá síðastnefndi sagði mikla tilhlökkun ríkja í herbúðum AG fyrir átök helgarinnar. „Að þessu höfum við stefnt í allan vetur," sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. „Við ýttum þessu til hliðar á meðan undanúrslitin í deildinni hér heima fóru fram en okkur tókst að komast í úrslitaleikinn og höfum síðan þá einbeitt okkur að leiknum gegn Atletico." Þó svo að Meistaradeildin sé stærsta félagsliðakeppni heims segir Snorri að leikmönnum AG hafi tekist að einbeita sér ávallt að næsta leik. Árangurinn talar sínu máli – liðið orðið bikarmeistari og stefnir í að liðið vinni tvöfalt í Danmörku annað árið í röð. Gengi liðsins í Meistaradeildinni hefur verið glæsilegt. Liðið lenti í öðru sæti, einu stigi á eftir Kiel, í sterkum riðli og fékk fyrir vikið auðveldari andstæðing í 16-liða úrslitunum. Sænska liðið Sävehof reyndist ekki mikil fyrirstaða þar. En Evrópumeistarar Barcelona biðu í fjórðungsúrslitum. AG gerði sér þó lítið fyrir og vann samanlagðan þriggja marka sigur. Íslendingarnir áttu risavaxinn þátt í því og skoruðu til að mynda 22 af 33 mörkum liðsins í síðari leik liðanna. Þessi góði árangur kom Snorra ekki á óvart. „Við fundum það fljótt í riðlakeppninni að við áttum erindi í þessi lið. Jesper [Nielsen, eigandi AG] sá um að tilkynna umheiminum að það væri yfirlýst markmið liðsins að komast í Final Four og var það ekki gert í neinu gríni," sagði hann í léttum dúr. Snorri á vitanlega von á erfiðum leik gegn Atletico Madrid. „Þetta hefur verið besta liðið í heiminum undanfarin ár og auðvitað þarf allt að ganga upp hjá okkur. Atletico hefur þó gengið í gegnum breytingar síðustu ár og mér finnst þeir ekki jafn góðir og áður. Ég tel helmingslíkur á sigri okkar." Snorri segir að sínir menn mæti óhræddir til leiks á laugardaginn. „Við höfum sýnt að þetta voru ekki bara orðin ein hjá okkur. Okkur tókst að koma okkur þetta langt en ég finn það á liðinu að við ætlum okkur meira. Við erum ekki hættir." Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
Úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handbolta ráðast um helgina. Þá fara fram undanúrslit og úrslit en Íslendingar eru í þremur af fjórum liðunum. Dönsku meistararnir í AG stefna á að fara alla leið fyrsta árið sitt í Meistaradeildinni. Sex íslenskir landsliðsmenn í handbolta og tveir þjálfarar verða í eldlínunni með liðum sínum þegar úrslitin í Meistaradeild Evrópu ráðast um helgina. Þá fer fram hið svokallaða „Final Four" þar sem undanúrslitin verða leikin á laugardaginn og úrslitin á sunnudag. Leikið verður í hinni glæsilegu Lanxess-höll í miðborg Kölnar í Þýskalandi. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eigast við í öðrum undanúrslitaleiknum en þar munu mætast þjálfararnir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson, sem og landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin). Í hinni viðureigninni í undanúrslitum mætast dönsku meistararnir í AG og Atletico Madrid frá Spáni – sem hét áður Ciudad Real og er eitt allra sigursælasta handboltafélag Evrópu síðustu ára. Með AG leika sem kunnugt er fjórir Íslendingar; Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Sá síðastnefndi sagði mikla tilhlökkun ríkja í herbúðum AG fyrir átök helgarinnar. „Að þessu höfum við stefnt í allan vetur," sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. „Við ýttum þessu til hliðar á meðan undanúrslitin í deildinni hér heima fóru fram en okkur tókst að komast í úrslitaleikinn og höfum síðan þá einbeitt okkur að leiknum gegn Atletico." Þó svo að Meistaradeildin sé stærsta félagsliðakeppni heims segir Snorri að leikmönnum AG hafi tekist að einbeita sér ávallt að næsta leik. Árangurinn talar sínu máli – liðið orðið bikarmeistari og stefnir í að liðið vinni tvöfalt í Danmörku annað árið í röð. Gengi liðsins í Meistaradeildinni hefur verið glæsilegt. Liðið lenti í öðru sæti, einu stigi á eftir Kiel, í sterkum riðli og fékk fyrir vikið auðveldari andstæðing í 16-liða úrslitunum. Sænska liðið Sävehof reyndist ekki mikil fyrirstaða þar. En Evrópumeistarar Barcelona biðu í fjórðungsúrslitum. AG gerði sér þó lítið fyrir og vann samanlagðan þriggja marka sigur. Íslendingarnir áttu risavaxinn þátt í því og skoruðu til að mynda 22 af 33 mörkum liðsins í síðari leik liðanna. Þessi góði árangur kom Snorra ekki á óvart. „Við fundum það fljótt í riðlakeppninni að við áttum erindi í þessi lið. Jesper [Nielsen, eigandi AG] sá um að tilkynna umheiminum að það væri yfirlýst markmið liðsins að komast í Final Four og var það ekki gert í neinu gríni," sagði hann í léttum dúr. Snorri á vitanlega von á erfiðum leik gegn Atletico Madrid. „Þetta hefur verið besta liðið í heiminum undanfarin ár og auðvitað þarf allt að ganga upp hjá okkur. Atletico hefur þó gengið í gegnum breytingar síðustu ár og mér finnst þeir ekki jafn góðir og áður. Ég tel helmingslíkur á sigri okkar." Snorri segir að sínir menn mæti óhræddir til leiks á laugardaginn. „Við höfum sýnt að þetta voru ekki bara orðin ein hjá okkur. Okkur tókst að koma okkur þetta langt en ég finn það á liðinu að við ætlum okkur meira. Við erum ekki hættir."
Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira