Handbolti

Kvennalandsliðið mætir U-16 liði karla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Pjetur
A-landslið kvenna í handbolta mun í kvöld leika æfingaleik gegn íslenska piltalandsliðinu í handbolta, skipað leikmönnum sextán ára og yngri.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið leikur æfingaleik gegn karlaliði en stelpurnar okkar eru nú að undirbúa sig fyrir tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi í desember.

Stelpurnar mæta þá Spáni hér heima og Úkraínu ytra og þurfa helst að vinna báða leikina til að eiga möguleika á að komast áfram í lokakeppnina.

Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðunni Seltjarnarnesi og hefst klukkan 19.30. Aðgangur er ókeypis fyrir áhorfendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×