Körfubolti

999 daga bið eftir leik á enda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir hefur verið með í öllum landsleikjum frá og með NM 2004. fréttablaðið/anton
Helena Sverrisdóttir hefur verið með í öllum landsleikjum frá og með NM 2004. fréttablaðið/anton
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur í kvöld fyrsta leikinn sinn á Norðurlandamótinu þegar liðið mætir gestgjöfum Norðmanna.

Það eru 999 dagar síðan íslensku stelpurnar spiluðu síðast A-landsleik sem var á móti Svartfjallalandi 29. ágúst 2009.

Íslensku stelpunum hefur gengið illa á móti Norðmönnum í síðustu leikjum og ekki unnið þær í tæp átta ár.

Ísland mætir Svíþjóð og Danmörku á morgun (tveir leikir sama daginn) og lokaleikurinn er síðan á móti Finnum á laugardaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.