Handbolti

Óli er maður stóru leikjanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson mun mæta sínum gömlu félögum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. AG mætir þá Atletico Madrid, sem hét áður Ciudad Real. Ólafur varð þrívegis Evrópumeistari með Ciudad Real.

„Það er alltaf gott að vera með Ólaf í sínu liði en það á sérstaklega við í stóru leikjunum. Hann er sá sem maður leitar til og reyndar liðið allt," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. „Hann sýndi það gegn Barcelona hversu mikilvægur hann er. Ólafur er bestur þegar þörfin fyrir hann er mest."

Snorri ítrekar þó að allir leikmenn þurfi að standa fyrir sínu. „Hann mun ekki bera þetta einn á sínum herðum enda gerir það enginn í þessari íþrótt. Við þurfum allir að leggja í púkkið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×