Sport

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr áttundu umferð

Áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins og Hörður Magnússon fór yfir gang mála í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport með þeim Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni. Það var hljómsveitin Howler sem sá um tónlistana, og lagið heitir Back of your neck.

Íslenski boltinn

Rúnar Már hetja Valsmanna - myndir

Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Hann skoraði fyrra markið eftir glæsilegan einleik og seinna markið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

Guðjón Heiðar klár í slaginn með Skagamönnum

Vinstri bakvörðurinn Guðjón Heiðar Sveinsson skrifaði í dag undir samning við Skagamenn sem gildir út árið 2013. Guðjón Heiðar sneri aftur á Skagann á föstudaginn eftir námsdvöl í Danmörku eftir áramót. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagamanna.

Fótbolti

Belgísku stelpurnar tóku toppsætið af Íslandi

Belgía komst aftur í efsta sætið í riðli Íslands í undankeppni EM kvenna í fótbolta eftir 3-1 útisigur á Ungverjalandi í dag. Belgía er með einu stigi meira en Ísland en íslensku stelpurnar geta endurheimt toppsætið með sigri í Búlgaríu á morgun.

Fótbolti

Dómari leiks Englands og Úkraínu sendur heim

Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, tilkynnti í dag að Ungverjinn, Viktor Kassai og aðstoðarmenn hans myndu ekki koma meira við sögu á Evrópumótinu í fótbolta sem nú stendur yfir í Póllandi og Úkraínu.

Fótbolti

Kristján Þór úr leik eftir holukeppnina

Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr Keili, tapaði í holukeppni gegn Portúgalanum Ricardo Melo Gouveia 4/3 í 64 manna úrslitum Opna breska áhugamannameistaramótsins í golfi í dag.

Golf

Kjaftaskur í hollenska landsliðinu

Hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder hefur kastað sprengju inn í hollenska landsliðið því hann heldur því fram að moldvarpa sé í liðinu sem hafi verið að leika upplýsingum í fjölmiðla.

Fótbolti

Blatter: Marklínutækni er nauðsynleg

Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að atvikið í leik Englands og Úkraínu í gær, þegar skot Úkraínumanna fór klárlega yfir línuna en ekkert mark dæmt, sýni að marklínutækni sé orðin nauðsynleg í knattspyrnunni.

Fótbolti

Elliðaárnar: Maríulaxinn tók eftir 48 sekúndur!

Það tók Reykvíking ársins, Theodóru Rafnsdóttur, aðeins 48 sekúndur að setja í fyrsta laxinn, glæsilegan 5 - 6 punda hæng sem var landað stuttu síðar . Að auki hafði Theodóra landað öðrum laxi og á land fyrir stuttu voru komnir sex laxar á land, þannig að veiðin byrjar vel í Elliðaánum þetta sumarið.

Veiði

De Jong ánægður hjá Man. City

Hollenski miðjumaðurinn Nigel de Jong á aðeins ár eftir af samningi sínum við Man. City. Hann vonast til þess að skrifa undir nýjan samning enda sé hann sáttur hjá félaginu.

Enski boltinn