Fréttir

Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér

Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað.

Erlent

Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump

Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi.

Erlent

Sveitar­fé­lögum ekki heimilt að synja fólkinu um þjónustu

Dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður. Þetta segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem forsætisráðuneytið óskaði eftir á dögunum.

Innlent

Launa­munur kynjanna á fjár­mála­markaði 26 prósent

Óleiðréttur launamunur karla og kvenna var 9,1 prósent árið 2022 og dróst saman frá fyrra ári úr 10,2 prósent. Munurinn er mestur í fjármála- og vátryggingastarfsemi, 26,2 prósent, en minnstur í rafmagns- gas og hitaveitum eða 4,1 prósent.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslendingar hafa aldrei verið neikvæðari í garð erlendra ferðamanna en nú, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir niðurstöðurnar ekki koma að óvart enda hafi ferðaþjónustan farið hratt af stað eftir kórónuveirufaraldurinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðaþjónustunni um málið, tökum borgarbúa tali og ræðum við framkvæmdastjóra Landverndar.

Innlent

Óttast að yfir sextíu hafi farist

Óttast er að yfir sextíu manns hafi farist á leið sinni yfir Atlantshafið eftir að bátur fannst nærri Grænhöfðaeyjum undan vesturströnd Afríku. 38 hefur verið bjargað yfir á eyjuna Sal, þar á meðal börnum á aldrinum tólf til sextán ára.

Erlent

„Þetta tryggir okkur skíðafæri“

Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni.

Innlent

Rúss­neska farið á braut um tunglið

Luna-25, fyrsta rússneska tunglfarið í tæpa hálfa öld, komst á braut um tunglið í gær. Farið á að fara fimm brautir í kringum tunglið áður en reynt verður að lenda því á suðurpólnum á mánudag.

Erlent

Á­minning um að plastið drepi

Yfir­fullar rusla­tunnur og matar­af­gangar eru sér­stak­lega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álfta­nesi er á­minning til allra um að ganga vel frá úr­gangi og að minnka notkun á ó­þarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lög­reglu og bæjar­yfir­völd í Garða­bæ vita af málinu.

Innlent

Segir Svíþjóð forgangsskotmark íslamista

Yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar segir að Svíþjóð sé forgangsskotmark íslamskra öfgamanna. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka var hækkað upp á næsthæsta stig í dag í kjölfar umdeildra Kóranbrenna í landinu.

Erlent

Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras

Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hjálparlaust flóttafólk, staða krabbameinsmála, nýtt Píeta-skjól á Húsavík og dagskrá Menningarnætur verða meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Innlent