Fréttir Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Yfirmenn sérsveita Úkraínuhers segja stjórnanda Svartahafsflota Rússa hafa fallið í stýriflaugaárás á höfuðstöðvar flotans í Sevastaopol á Krímskaga á föstudaginn. Þar að auki hafi 34 aðrir yfirmenn í rússneska hernum fallið og rúmlega hundrað hafi særst. Erlent 25.9.2023 12:10 Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi. Innlent 25.9.2023 11:59 Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. Innlent 25.9.2023 11:50 Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. Innlent 25.9.2023 11:36 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um aðalmeðferð sem hófst í máli sem upp kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Innlent 25.9.2023 11:35 Þriðjungur ferðast ekki innanlands Þriðjungur Íslendinga ferðaðist ekki innanlands í sumar. Hafa ekki færri ferðast innanlands í að minnsta kosti sautján ár. Því tekjuhærra sem fólk er, því líklegra er að það ferðist innanlands. Innlent 25.9.2023 11:21 Kona í haldi lögreglu vegna andláts karlmanns Kona um fertugt var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.9.2023 10:34 Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. Innlent 25.9.2023 10:33 Gul viðvörun á morgun vegna mjög hvassra vindhviða Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á morgun vegna veðurs á Breiðafirði og Vestfjörðum. Veður 25.9.2023 10:29 Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. Innlent 25.9.2023 10:17 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. Innlent 25.9.2023 09:52 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. Innlent 25.9.2023 09:13 Frakkar hörfa frá Níger Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að sendiherra Frakklands í Níger og allir hermenn landsins þar myndu snúa aftur heim fyrir lok þessa árs. Tveir mánuðir eru síðan herinn tók völdin í Níger og fangelsaði forsetann Mohamed Bazoum. Erlent 25.9.2023 09:04 „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. Innlent 25.9.2023 08:53 Bjóða aðstoð hersins eftir að 100 lögreglumenn leggja niður vopn Breska varnarmálaráðuneytið hefur boðið löggæsluyfirvöldum í Lundúnum aðstoð hermanna eftir að fjöldi lögreglumanna í höfuðborginni skilaði inn skotvopnum sínum. Erlent 25.9.2023 08:09 Eldur kom upp í bíl í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í bíl í Krummahólum í Efra-Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. Innlent 25.9.2023 07:43 Áfram norðaustlægar áttir á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðaustlægum áttum á landinu í dag, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu en víða að átján metrum á sekúndu á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Veður 25.9.2023 07:17 „Síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar látinn eftir langvarandi veikindi Matteo Messina Denaro, „síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar, er látinn eftir langvarandi veikindi. Frá þessu er greint í ítölskum miðlum. Denaro er sagður hafa borið ábyrgð á nokkrum af ógeðfelldustu glæpum Cosa Nostra. Erlent 25.9.2023 07:12 „Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. Innlent 25.9.2023 06:37 Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Erlent 24.9.2023 23:46 Skjálfti 3,2 að stærð við Geitafell Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði. Innlent 24.9.2023 22:51 Olga Prudnykova nýr Íslandsmeistari kvenna í skák Olga Prudnykova varð í dag Íslandsmeistari kvenna í skák en æsispennandi Íslandsmóti kvenna lauk í húsnæði Skákskóla Íslands í dag. Innlent 24.9.2023 21:37 Unglingar fórnarlömb á gjörbreyttum fíkniefnamarkaði Stjórnmálafræðingur sem búsettur var í um áratug í Svíþjóð segir sturlungaöld ríkja í undirheimum landsins. Svíar hafi miklar áhyggjur af ástandinu. Erlent 24.9.2023 20:30 15 þúsund skammtar af mat á dag hjá Skólamat í Reykjanesbæ Fimmtán þúsund matarskammtar fara út á hverjum virkum degi í einu fullkomnasta eldhúsi landsins til leik- og grunnskólabarna á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Vinsælasti maturinn er hakk og spaghettí og grjónagrautur. Hér erum við að tala um fyrirtækið Skólamat í Reykjanesbæ. Innlent 24.9.2023 20:06 „Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. Innlent 24.9.2023 19:31 Sjö ára rannsóknarferðalagi Osiris-Rex lokið Bandaríska geimfarið Osiris-Rex lenti við mikinn fögnuð í Utah fylki í Bandaríkjunum í dag. Sjö ár eru síðan það var sent út í geim í þeim tilgangi að safna tveimur kílóum af bergsýnum úr smástirninu Bennu og koma þeim aftur til jarðar. Vonir eru bundnar við að innihald hylkisins geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Erlent 24.9.2023 18:49 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum ræðum við við Ingunni Björnsdóttur sem var stungin sextán sinnum af nemanda sínum í ofsafenginni hnífaárás í Noregi fyrir mánuði síðan. Hún segir skjót viðbrögð hafa bjargað lífi sínu og ber engan kala til árásarmannsins. Innlent 24.9.2023 18:01 Augljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í samfélaginu Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu. Innlent 24.9.2023 16:32 Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. Erlent 24.9.2023 16:28 Veiðiréttareigendur borgi ekki einu sinni virðisaukaskatt Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert. Innlent 24.9.2023 15:14 « ‹ ›
Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Yfirmenn sérsveita Úkraínuhers segja stjórnanda Svartahafsflota Rússa hafa fallið í stýriflaugaárás á höfuðstöðvar flotans í Sevastaopol á Krímskaga á föstudaginn. Þar að auki hafi 34 aðrir yfirmenn í rússneska hernum fallið og rúmlega hundrað hafi særst. Erlent 25.9.2023 12:10
Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi. Innlent 25.9.2023 11:59
Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. Innlent 25.9.2023 11:50
Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. Innlent 25.9.2023 11:36
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um aðalmeðferð sem hófst í máli sem upp kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Innlent 25.9.2023 11:35
Þriðjungur ferðast ekki innanlands Þriðjungur Íslendinga ferðaðist ekki innanlands í sumar. Hafa ekki færri ferðast innanlands í að minnsta kosti sautján ár. Því tekjuhærra sem fólk er, því líklegra er að það ferðist innanlands. Innlent 25.9.2023 11:21
Kona í haldi lögreglu vegna andláts karlmanns Kona um fertugt var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.9.2023 10:34
Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. Innlent 25.9.2023 10:33
Gul viðvörun á morgun vegna mjög hvassra vindhviða Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á morgun vegna veðurs á Breiðafirði og Vestfjörðum. Veður 25.9.2023 10:29
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. Innlent 25.9.2023 10:17
Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. Innlent 25.9.2023 09:52
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. Innlent 25.9.2023 09:13
Frakkar hörfa frá Níger Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að sendiherra Frakklands í Níger og allir hermenn landsins þar myndu snúa aftur heim fyrir lok þessa árs. Tveir mánuðir eru síðan herinn tók völdin í Níger og fangelsaði forsetann Mohamed Bazoum. Erlent 25.9.2023 09:04
„Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. Innlent 25.9.2023 08:53
Bjóða aðstoð hersins eftir að 100 lögreglumenn leggja niður vopn Breska varnarmálaráðuneytið hefur boðið löggæsluyfirvöldum í Lundúnum aðstoð hermanna eftir að fjöldi lögreglumanna í höfuðborginni skilaði inn skotvopnum sínum. Erlent 25.9.2023 08:09
Eldur kom upp í bíl í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í bíl í Krummahólum í Efra-Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. Innlent 25.9.2023 07:43
Áfram norðaustlægar áttir á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðaustlægum áttum á landinu í dag, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu en víða að átján metrum á sekúndu á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Veður 25.9.2023 07:17
„Síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar látinn eftir langvarandi veikindi Matteo Messina Denaro, „síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar, er látinn eftir langvarandi veikindi. Frá þessu er greint í ítölskum miðlum. Denaro er sagður hafa borið ábyrgð á nokkrum af ógeðfelldustu glæpum Cosa Nostra. Erlent 25.9.2023 07:12
„Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. Innlent 25.9.2023 06:37
Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Erlent 24.9.2023 23:46
Skjálfti 3,2 að stærð við Geitafell Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði. Innlent 24.9.2023 22:51
Olga Prudnykova nýr Íslandsmeistari kvenna í skák Olga Prudnykova varð í dag Íslandsmeistari kvenna í skák en æsispennandi Íslandsmóti kvenna lauk í húsnæði Skákskóla Íslands í dag. Innlent 24.9.2023 21:37
Unglingar fórnarlömb á gjörbreyttum fíkniefnamarkaði Stjórnmálafræðingur sem búsettur var í um áratug í Svíþjóð segir sturlungaöld ríkja í undirheimum landsins. Svíar hafi miklar áhyggjur af ástandinu. Erlent 24.9.2023 20:30
15 þúsund skammtar af mat á dag hjá Skólamat í Reykjanesbæ Fimmtán þúsund matarskammtar fara út á hverjum virkum degi í einu fullkomnasta eldhúsi landsins til leik- og grunnskólabarna á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Vinsælasti maturinn er hakk og spaghettí og grjónagrautur. Hér erum við að tala um fyrirtækið Skólamat í Reykjanesbæ. Innlent 24.9.2023 20:06
„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. Innlent 24.9.2023 19:31
Sjö ára rannsóknarferðalagi Osiris-Rex lokið Bandaríska geimfarið Osiris-Rex lenti við mikinn fögnuð í Utah fylki í Bandaríkjunum í dag. Sjö ár eru síðan það var sent út í geim í þeim tilgangi að safna tveimur kílóum af bergsýnum úr smástirninu Bennu og koma þeim aftur til jarðar. Vonir eru bundnar við að innihald hylkisins geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Erlent 24.9.2023 18:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum ræðum við við Ingunni Björnsdóttur sem var stungin sextán sinnum af nemanda sínum í ofsafenginni hnífaárás í Noregi fyrir mánuði síðan. Hún segir skjót viðbrögð hafa bjargað lífi sínu og ber engan kala til árásarmannsins. Innlent 24.9.2023 18:01
Augljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í samfélaginu Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu. Innlent 24.9.2023 16:32
Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. Erlent 24.9.2023 16:28
Veiðiréttareigendur borgi ekki einu sinni virðisaukaskatt Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert. Innlent 24.9.2023 15:14