Fréttir Vatn komið aftur á í Kópavogi Kaldavatnslaust var í hluta Kópavogs, austan Reykjanesbrautar, það er að segja í Hvörfum, Þingum, Kórum og hluta Salahverfis í morgun. Vatn er aftur komið á en ekki er fullur þrýstingur á kerfinu eins og er. Innlent 27.9.2023 09:17 Verkfalli handritshöfunda aflýst Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar. Erlent 27.9.2023 08:53 Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. Innlent 27.9.2023 08:48 Rigning víða um land í morgunsárið Tvær lægðir eru nú í námunda við landið þar sem ein er stödd skammt suðvestur af Reykjanesi og önnur austur af Langanesi. Regnsvæði þessara lægða nálgast því bæði úr suðri og norðri og það er því rigning nokkuð víða nú í morgunsárið. Veður 27.9.2023 07:27 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. Erlent 27.9.2023 07:17 Tveir skjálftar 3,1 að stærð á Reykjanesskaga Tveir skjálftar 3,1 að stærð mældust á Reykjanesskaga í gærkvöldi. Innlent 27.9.2023 07:10 Um fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh flúinn til Armeníu Næstum fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh hafa flúið til Armeníu eftir að Aserar gerðu árás á svæðið í síðustu viku. Að minnsta kosti 68 létu lífið í sprengingu á eldsneytisstöð á mánudagskvöld. Erlent 27.9.2023 07:08 Ný sería af Tork gaurnum hefst í dag: „Gaman að þykjast vera bankastjóri“ Ný sería af Tork gaurnum hefst á Vísi í dag en um er að ræða þriðju seríuna af þessum skemmtilegu bílaþáttum. Bílar 27.9.2023 07:01 Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár. Innlent 27.9.2023 07:01 Einn handtekinn fyrir akstur gegn umferð og annar fyrir farsímanotkun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í gærkvöldi eða nótt sem ók gegn umferð á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis. Innlent 27.9.2023 06:22 Hundrað látnir eftir eldsvoða í brúðkaupsveislu Að minnsta kosti hundrað eru látin og 150 særðust í eldsvoða í brúðkaupsveislu í Írak. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. Erlent 26.9.2023 23:57 „Fólk var farið að öskra“ Aðstandandi farþega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands, vill að stjórnvöld skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Farþegar hafi verið í áfalli vegna slæms aksturslags rútubílstjórans. Hann segir farþegum hafa verið boðin áfallahjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. Innlent 26.9.2023 23:20 Kerfi liggja niðri og kvöldfréttir fara ekki í loftið Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út. Innlent 26.9.2023 22:04 Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. Innlent 26.9.2023 21:15 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. Innlent 26.9.2023 20:15 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Innlent 26.9.2023 19:02 Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 18:40 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna ólögmætrar notkunar efna við fegrunaraðgerðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Félags íslenskra lýtalækna sem segir að innleiða þurfi strangari löggjöf, líkt og þá sem gildir í Svíþjóð. Innlent 26.9.2023 18:00 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 17:58 Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar. Erlent 26.9.2023 16:00 Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. Innlent 26.9.2023 16:00 Skorar á ríkisstjórnina að takast á við hinn raunverulega „brennuvarg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði pistil Vilhjálms Birgissonar formann Starfsgreinasambandsins að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Innlent 26.9.2023 15:34 Bein útsending: Loftslagsþolið Ísland Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30. Innlent 26.9.2023 14:01 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. Innlent 26.9.2023 13:48 Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Innlent 26.9.2023 13:48 Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. Erlent 26.9.2023 13:12 Dugir ekki að vera hinsegin eða kona og óttast mismunun Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun velta því upp í ræðu á samkomu American Enterprise Institute í Washington, hvort Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1951 eigi enn við í dag. Erlent 26.9.2023 12:56 Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025. Innlent 26.9.2023 12:44 Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. Innlent 26.9.2023 12:28 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu. Innlent 26.9.2023 11:37 « ‹ ›
Vatn komið aftur á í Kópavogi Kaldavatnslaust var í hluta Kópavogs, austan Reykjanesbrautar, það er að segja í Hvörfum, Þingum, Kórum og hluta Salahverfis í morgun. Vatn er aftur komið á en ekki er fullur þrýstingur á kerfinu eins og er. Innlent 27.9.2023 09:17
Verkfalli handritshöfunda aflýst Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar. Erlent 27.9.2023 08:53
Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. Innlent 27.9.2023 08:48
Rigning víða um land í morgunsárið Tvær lægðir eru nú í námunda við landið þar sem ein er stödd skammt suðvestur af Reykjanesi og önnur austur af Langanesi. Regnsvæði þessara lægða nálgast því bæði úr suðri og norðri og það er því rigning nokkuð víða nú í morgunsárið. Veður 27.9.2023 07:27
Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. Erlent 27.9.2023 07:17
Tveir skjálftar 3,1 að stærð á Reykjanesskaga Tveir skjálftar 3,1 að stærð mældust á Reykjanesskaga í gærkvöldi. Innlent 27.9.2023 07:10
Um fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh flúinn til Armeníu Næstum fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh hafa flúið til Armeníu eftir að Aserar gerðu árás á svæðið í síðustu viku. Að minnsta kosti 68 létu lífið í sprengingu á eldsneytisstöð á mánudagskvöld. Erlent 27.9.2023 07:08
Ný sería af Tork gaurnum hefst í dag: „Gaman að þykjast vera bankastjóri“ Ný sería af Tork gaurnum hefst á Vísi í dag en um er að ræða þriðju seríuna af þessum skemmtilegu bílaþáttum. Bílar 27.9.2023 07:01
Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár. Innlent 27.9.2023 07:01
Einn handtekinn fyrir akstur gegn umferð og annar fyrir farsímanotkun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í gærkvöldi eða nótt sem ók gegn umferð á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis. Innlent 27.9.2023 06:22
Hundrað látnir eftir eldsvoða í brúðkaupsveislu Að minnsta kosti hundrað eru látin og 150 særðust í eldsvoða í brúðkaupsveislu í Írak. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. Erlent 26.9.2023 23:57
„Fólk var farið að öskra“ Aðstandandi farþega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands, vill að stjórnvöld skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Farþegar hafi verið í áfalli vegna slæms aksturslags rútubílstjórans. Hann segir farþegum hafa verið boðin áfallahjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. Innlent 26.9.2023 23:20
Kerfi liggja niðri og kvöldfréttir fara ekki í loftið Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út. Innlent 26.9.2023 22:04
Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. Innlent 26.9.2023 21:15
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. Innlent 26.9.2023 20:15
Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Innlent 26.9.2023 19:02
Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 18:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna ólögmætrar notkunar efna við fegrunaraðgerðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Félags íslenskra lýtalækna sem segir að innleiða þurfi strangari löggjöf, líkt og þá sem gildir í Svíþjóð. Innlent 26.9.2023 18:00
Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 17:58
Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar. Erlent 26.9.2023 16:00
Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. Innlent 26.9.2023 16:00
Skorar á ríkisstjórnina að takast á við hinn raunverulega „brennuvarg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði pistil Vilhjálms Birgissonar formann Starfsgreinasambandsins að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Innlent 26.9.2023 15:34
Bein útsending: Loftslagsþolið Ísland Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30. Innlent 26.9.2023 14:01
„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. Innlent 26.9.2023 13:48
Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Innlent 26.9.2023 13:48
Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. Erlent 26.9.2023 13:12
Dugir ekki að vera hinsegin eða kona og óttast mismunun Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun velta því upp í ræðu á samkomu American Enterprise Institute í Washington, hvort Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1951 eigi enn við í dag. Erlent 26.9.2023 12:56
Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025. Innlent 26.9.2023 12:44
Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. Innlent 26.9.2023 12:28
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu. Innlent 26.9.2023 11:37