Fréttir

Vatn komið aftur á í Kópavogi

Kaldavatnslaust var í hluta Kópavogs, austan Reykjanesbrautar, það er að segja í Hvörfum, Þingum, Kórum og hluta Salahverfis í morgun. Vatn er aftur komið á en ekki er fullur þrýstingur á kerfinu eins og er.

Innlent

Verk­fall­i hand­rits­höf­und­a af­lýst

Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar.

Erlent

Rigning víða um land í morguns­árið

Tvær lægðir eru nú í námunda við landið þar sem ein er stödd skammt suðvestur af Reykjanesi og önnur austur af Langanesi. Regnsvæði þessara lægða nálgast því bæði úr suðri og norðri og það er því rigning nokkuð víða nú í morgunsárið.

Veður

Guð­björg Magnús­dóttir söng­kona er látin

Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár.

Innlent

„Fólk var farið að öskra“

Að­standandi far­þega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Land­manna­lauga og Reykja­víkur með far­þega frá Ferða­fé­lagi Ís­lands, vill að stjórn­völd skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Far­þegar hafi verið í á­falli vegna slæms aksturs­lags rútu­bíl­stjórans. Hann segir far­þegum hafa verið boðin á­falla­hjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta.

Innlent

Kerfi liggja niðri og kvöld­fréttir fara ekki í loftið

Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út.

Innlent

Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“

Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika.

Innlent

Mis­munandi við­brögð við raf­magns­leysinu

Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fag­stéttir lýsa yfir þungum á­hyggjum vegna ó­lög­mætrar notkunar efna við fegrunar­að­gerðir. Í kvöld­fréttum Stöðvar 2 verður rætt við for­mann Fé­lags ís­lenskra lýta­lækna sem segir að inn­leiða þurfi strangari lög­gjöf, líkt og þá sem gildir í Sví­þjóð.

Innlent

Raf­magns­laust á Suður­lands­braut og í Faxa­feni

Raf­magns­laust varð á Suður­lands­braut og í Faxa­feni í Reykja­vík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut.

Innlent

Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum

Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar.

Erlent

Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið

Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. 

Innlent

Bein út­sending: Lofts­lags­þolið Ís­land

Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30.

Innlent

Karl­maðurinn sem lést í Lækjar­götu var þriggja barna faðir

Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

Innlent

Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir

Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi.

Erlent