Fréttir „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. Innlent 29.9.2023 15:46 Batnandi ástand í Venesúela réttlæti brottvísanir Kærunefnd útlendingamála kvað í vikunni upp þrjá úrskurði þess efnis að Útlendingastofnun hefði verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndin vísaði til batnandi ástands í Venesúela. Innlent 29.9.2023 15:09 Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Erlent 29.9.2023 14:48 Svona var kveðjustund Guðbergs í Hörpu Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg. Innlent 29.9.2023 14:34 Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Innlent 29.9.2023 14:28 Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Erlent 29.9.2023 14:26 Skólabörn frá Vopnafirði urðu strandaglópar í Amsterdam Skólabörn frá Vopnafjarðarskóla urðu strandaglópar í Amsterdam í dag eftir að yfirbókað var í flugvél frá Play sem flogið var heim til Íslands. Þau verða flutt til Brussel og flogið til Íslands á morgun. Innlent 29.9.2023 14:05 Líkfundur við smábátahöfnina Lík ungrar konu fannst í sjónum við smábátahöfnina við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn í morgun. Lögreglu barst tilkynning um málið á tíunda tímanum. Innlent 29.9.2023 13:16 Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. Innlent 29.9.2023 13:10 Tvær mannskæðar sprengingar í Pakistan Að minnsta kosti 52 eru látnir og nærri því sjötíu særðir eftir sprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengja sprakk þar sem fjöldi fólks hafði komið saman til að fagna afmæli spámannsins Múhameðs en árásin er ein sú mannskæðasta á landinu á undanförnum árum. Erlent 29.9.2023 13:10 Allt stefndi í björgun en eftir bátsbilun var háhyrningurinn aflífaður Aflífa þurfti háhyrning eftir að björgunaraðgerðir í Gilsfirði, sem framan af gengu vonum framar, mistókust þegar bátur sem átti að toga dýrið út bilaði. Sérgreinadýralæknir hjá MAST segir að ekki hafi verið hægt að leggja meira á dýrið í ljósi þess að það hafði beðið í fimm daga. Innlent 29.9.2023 12:08 Höfðu varað við „geðsjúkri hegðun“ byssumannsins Búið var að vara við árásarmanninum í Rotterdam. Saksóknarar höfðu sent háskólasjúkrahúsi þar sem hann var nemandi viðvörun vegna hegðunar hans. Maðurinn, sem er 32 ára gamall, framdi tvær skotárásir í Hollandi í gær þar sem hann skaut þrjá til bana. Erlent 29.9.2023 12:03 Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. Innlent 29.9.2023 12:01 „Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. Innlent 29.9.2023 12:00 Hugmyndir dómsmálaráðherra útópískar Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. Innlent 29.9.2023 11:59 Áttatíu og fimm manna samninganefnd Eflingar vill hefja viðræður Áttatíu og fimm eru í nýrri samninganefnd Eflingar sem fundaði í fyrsta sinn í gær. Félagið ætlar að sækja krónutöluhækkanir í komandi kjaraviðræðum og formaður fagnar því að nýtt fólk sé í brúnni hjá viðsemjendum. Innlent 29.9.2023 11:45 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við formann Eflingar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um komandi kjaraviðræður þar sem til stendur að sækja krónutöluhækkanir. Innlent 29.9.2023 11:34 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. Erlent 29.9.2023 11:04 Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. Erlent 29.9.2023 09:04 Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. Erlent 29.9.2023 08:43 Ísland hlaut brons á heimsmeistaramóti öldunga í skák Öldungasveit Íslands varð í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í skák sem fram fór í Makedóníu og lauk í gær. Liðið var í baráttu um gullið allt fram í næstsíðustu umferð. Innlent 29.9.2023 08:22 Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. Erlent 29.9.2023 08:06 Hitastigið í svalara lagi næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu og vætu á norðan- og austanverðu landinu. Þá megi reikna með smá skúrum eða slydduéljum um kvöldið. Veður 29.9.2023 07:22 Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. Innlent 29.9.2023 07:00 Um það bil 40 prósent fá ekki greiningu og helmingur fær ekki meðferð Um það bil 40 prósent einstaklinga með sykursýki fá ekki greiningu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Hlutfallið er misjafnt eftir svæðum, til að mynda 60 prósent í Afríku, 57 prósent í Asíu og 56 prósent á Kyrrahafssvæðinu. Erlent 29.9.2023 07:00 Réðust vopnaðir inn í verslun og ógnuðu starfsmönnum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu réðust nokkrir einstaklingar inn í verslun í umdæminu Kópavogur/Breiðholt í gærkvöldi eða nótt og stálu verðmætum. Innlent 29.9.2023 06:40 Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. Innlent 29.9.2023 06:27 Talinn hafa fellt sögufrægt tré við Hadríanusarmúrinn Sextán ára drengur í norðurhluta Englands hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa fellt eitt ástsælasta tré Englands. Erlent 28.9.2023 23:43 Kokkinum sem lét ferskmetið standa hafnað í þriðju tilraun Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni yfirkokks á hóteli á Norðvesturlandi sem hafði krafist þess að fá laun á uppsagnarfresti, orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót eftir að hafa verið rekinn úr starfi. Innlent 28.9.2023 22:31 Gátu ekki hjálpað háhyrningnum í kvöld Ekki reyndist unnt að koma háhyrningi sem lokast hefur innan brúar í Gilsfirði út fyrir brúna. Stefnt hafði verið að því að losa háhyrninginn í kvöld, á háflóði. Innlent 28.9.2023 20:54 « ‹ ›
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. Innlent 29.9.2023 15:46
Batnandi ástand í Venesúela réttlæti brottvísanir Kærunefnd útlendingamála kvað í vikunni upp þrjá úrskurði þess efnis að Útlendingastofnun hefði verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndin vísaði til batnandi ástands í Venesúela. Innlent 29.9.2023 15:09
Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Erlent 29.9.2023 14:48
Svona var kveðjustund Guðbergs í Hörpu Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg. Innlent 29.9.2023 14:34
Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Innlent 29.9.2023 14:28
Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Erlent 29.9.2023 14:26
Skólabörn frá Vopnafirði urðu strandaglópar í Amsterdam Skólabörn frá Vopnafjarðarskóla urðu strandaglópar í Amsterdam í dag eftir að yfirbókað var í flugvél frá Play sem flogið var heim til Íslands. Þau verða flutt til Brussel og flogið til Íslands á morgun. Innlent 29.9.2023 14:05
Líkfundur við smábátahöfnina Lík ungrar konu fannst í sjónum við smábátahöfnina við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn í morgun. Lögreglu barst tilkynning um málið á tíunda tímanum. Innlent 29.9.2023 13:16
Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. Innlent 29.9.2023 13:10
Tvær mannskæðar sprengingar í Pakistan Að minnsta kosti 52 eru látnir og nærri því sjötíu særðir eftir sprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengja sprakk þar sem fjöldi fólks hafði komið saman til að fagna afmæli spámannsins Múhameðs en árásin er ein sú mannskæðasta á landinu á undanförnum árum. Erlent 29.9.2023 13:10
Allt stefndi í björgun en eftir bátsbilun var háhyrningurinn aflífaður Aflífa þurfti háhyrning eftir að björgunaraðgerðir í Gilsfirði, sem framan af gengu vonum framar, mistókust þegar bátur sem átti að toga dýrið út bilaði. Sérgreinadýralæknir hjá MAST segir að ekki hafi verið hægt að leggja meira á dýrið í ljósi þess að það hafði beðið í fimm daga. Innlent 29.9.2023 12:08
Höfðu varað við „geðsjúkri hegðun“ byssumannsins Búið var að vara við árásarmanninum í Rotterdam. Saksóknarar höfðu sent háskólasjúkrahúsi þar sem hann var nemandi viðvörun vegna hegðunar hans. Maðurinn, sem er 32 ára gamall, framdi tvær skotárásir í Hollandi í gær þar sem hann skaut þrjá til bana. Erlent 29.9.2023 12:03
Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. Innlent 29.9.2023 12:01
„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. Innlent 29.9.2023 12:00
Hugmyndir dómsmálaráðherra útópískar Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. Innlent 29.9.2023 11:59
Áttatíu og fimm manna samninganefnd Eflingar vill hefja viðræður Áttatíu og fimm eru í nýrri samninganefnd Eflingar sem fundaði í fyrsta sinn í gær. Félagið ætlar að sækja krónutöluhækkanir í komandi kjaraviðræðum og formaður fagnar því að nýtt fólk sé í brúnni hjá viðsemjendum. Innlent 29.9.2023 11:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við formann Eflingar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um komandi kjaraviðræður þar sem til stendur að sækja krónutöluhækkanir. Innlent 29.9.2023 11:34
Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. Erlent 29.9.2023 11:04
Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. Erlent 29.9.2023 09:04
Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. Erlent 29.9.2023 08:43
Ísland hlaut brons á heimsmeistaramóti öldunga í skák Öldungasveit Íslands varð í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í skák sem fram fór í Makedóníu og lauk í gær. Liðið var í baráttu um gullið allt fram í næstsíðustu umferð. Innlent 29.9.2023 08:22
Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. Erlent 29.9.2023 08:06
Hitastigið í svalara lagi næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu og vætu á norðan- og austanverðu landinu. Þá megi reikna með smá skúrum eða slydduéljum um kvöldið. Veður 29.9.2023 07:22
Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. Innlent 29.9.2023 07:00
Um það bil 40 prósent fá ekki greiningu og helmingur fær ekki meðferð Um það bil 40 prósent einstaklinga með sykursýki fá ekki greiningu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Hlutfallið er misjafnt eftir svæðum, til að mynda 60 prósent í Afríku, 57 prósent í Asíu og 56 prósent á Kyrrahafssvæðinu. Erlent 29.9.2023 07:00
Réðust vopnaðir inn í verslun og ógnuðu starfsmönnum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu réðust nokkrir einstaklingar inn í verslun í umdæminu Kópavogur/Breiðholt í gærkvöldi eða nótt og stálu verðmætum. Innlent 29.9.2023 06:40
Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. Innlent 29.9.2023 06:27
Talinn hafa fellt sögufrægt tré við Hadríanusarmúrinn Sextán ára drengur í norðurhluta Englands hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa fellt eitt ástsælasta tré Englands. Erlent 28.9.2023 23:43
Kokkinum sem lét ferskmetið standa hafnað í þriðju tilraun Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni yfirkokks á hóteli á Norðvesturlandi sem hafði krafist þess að fá laun á uppsagnarfresti, orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót eftir að hafa verið rekinn úr starfi. Innlent 28.9.2023 22:31
Gátu ekki hjálpað háhyrningnum í kvöld Ekki reyndist unnt að koma háhyrningi sem lokast hefur innan brúar í Gilsfirði út fyrir brúna. Stefnt hafði verið að því að losa háhyrninginn í kvöld, á háflóði. Innlent 28.9.2023 20:54
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent