Fréttir

„Ég vissi ekki að hann væri al­vitur“

Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka.

Innlent

Batnandi á­stand í Venesúela rétt­læti brott­vísanir

Kærunefnd útlendingamála kvað í vikunni upp þrjá úrskurði þess efnis að Útlendingastofnun hefði verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndin vísaði til batnandi ástands í Venesúela.

Innlent

Svona var kveðju­stund Guð­bergs í Hörpu

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg.

Innlent

Í­huga að birta mynd­efni af á­rásar­mönnunum

Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. 

Innlent

Bar­áttan við glæpa­gengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall

Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar.

Erlent

Tvær mann­skæð­ar spreng­ing­ar í Pak­ist­an

Að minnsta kosti 52 eru látnir og nærri því sjötíu særðir eftir sprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengja sprakk þar sem fjöldi fólks hafði komið saman til að fagna afmæli spámannsins Múhameðs en árásin er ein sú mannskæðasta á landinu á undanförnum árum.

Erlent

Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi

Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans.

Innlent

„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs.

Innlent

Hug­myndir dóms­mála­ráð­herra útópískar

Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Eflingar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um komandi kjaraviðræður þar sem til stendur að sækja krónutöluhækkanir. 

Innlent

Lítið nýtt á „hörm­u­leg­um“ fund­i um Biden

Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu.

Erlent

Segir börn hafa sam­band við glæpa­gengin og bjóðast til að drepa

Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa.

Erlent

Hita­stigið í svalara lagi næstu daga

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu og vætu á norðan- og austanverðu landinu. Þá megi reikna með smá skúrum eða slydduéljum um kvöldið.

Veður